Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 6
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 2013 Íbúafj öldi: 29.683 Fjöldi á kjörskrá: 21.340 Kjörsókn í síðustu kosningum: 85,5% Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður ■ Alþingismaður frá 2009 og þing- fl okksformaður frá sama tíma. ■ Framkvæmdastjóri Árbæjar 2002 til 2007. Einar Kristinn Guðfi nnsson alþingismaður ■ Alþingismaður frá 1991. ■ Gegndi embættum sjávarútvegs- ráðherra og landbúnaðarráðherra á árabilinu 2005 til 2009. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ■ Þingmaður frá 2007. Velferðarráð- herra frá 2010. ■ Tapaði formannsslag í Samfylking- unni fyrir Árna Páli Árnasyni 2013. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður ■ Alþingismaður frá 2009. ■ Oddviti Suðureyrarhrepps 1990 til 1994 og formaður verkalýðsfélags- ins Súganda 1988 til 2004. Hildur Sif Thorarensen tölvunarfræðingur ■ Er að ljúka meistaranámi í hug- búnaðarverkfræði frá HÍ. ■ Hefur starfað sem blaðamaður, þýðandi, kerfi sstjóri og fl eira. Þingmenn Íris Dröfn Kristjáns- dóttir grunnskóla- kennari Pálmey Gísladóttir lyfj atæknir Jón Bjarnason alþingis- maður og fyrrverandi ráðherra Guðrún Dadda Ás- mundar- dóttir iðjuþjálfi „Ég er ósammála. Mér finnst vel- ferðarkerfið hafa hrunið. Það hefur verið mikið af duglegu fólki hér að gera sitt besta, en hvað varð- ar búnað og tæki erum við komin langt aftur úr öðrum þjóðum og það er skelfilegt að horfa upp á,“ segir Kristín Magnús- dóttir, geislafræð- ingur á Landspít- alanum (LSH), um orð Sigríðar Ingibjargar Inga- dóttur í kynningu frambjóðenda Samfylkingarinn- ar á LSH í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók nokkra starfsmenn spítalans tali að kynningu lokinni. Kristín segir heimsóknir stjórn- málaflokka á spítalann hafi ekki nokkur einustu áhrif á sig, jafnvel þótt hún sé enn óákveðin í afstöðu sinni til komandi kosninga. Þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, þau Sigríður Ingi- björg, formaður velferðarnefndar og oddviti flokksins, og Helgi Hjörv- ar, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, heimsóttu starfsmenn LSH í hádeginu í gær og spjölluðu við þá yfir steiktum fiski og gúrkusósu. Sigríður sagði í kynningu sinni að velferðarkerfið hefði staðið af sér hrunið. „Það er merkilegt að gjald- miðillinn og fjármálakerfið hrundi hér haustið 2008, en það kerfi sem hrundi ekki var velferðarkerfið. Það sýndi sig að heilbrigðiskerfið, menntakerfið og aðrir partar vel- ferðarkerfisins stóðu eins og ekk- ert hefði í skorist,“ sagði Sigríður. Einar Oddsson sérfræðilæknir gefur ekki mikið fyrir orð Sigríðar, líkt og Kristín. „Hún hefur þá ekki heyrt það sem fyrrverandi forstjóri spítalans sagði; þegar hún tók við var spítal- inn gjaldþrota. Ef hún segir að vel- ferðarkerfið hafi ekki hrunið þá er hún á svolítið veikum ís,“ segir hann. Einar hefur þó skilning á því að flokkarnir komi á vinnustaði og kynni stefnumál sín. „Ætli þeir verði ekki að gera þetta, blessaðir. Maður skilur þetta upp að vissu marki, en þetta er auð- vitað truflandi og ég trúi ekki að þetta hafi nokkur einustu áhrif á afstöðu fólks.“ sunna@frettabladid.is Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðar- kerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóð- endum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. STEFNUMÁLIN KYNNT YFIR MATNUM Sigríður Ingibjörg ræddi við starfs- menn spítalans í gær ásamt Helga Hjörvari, kollega sínum. Boðið var upp á spurningar að kynningu lok- inni, en ekki var mikill áhugi fyrir því svo frambjóð- endurnir ákváðu þá að ganga á milli borða og spjalla við starfs- menn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR Fjórir sjúkraliðanemar sátu að snæðingi á meðan Sigríður og Helgi gerðu sig klár fyrir kynninguna. Þeir hafa ekki haft tíma til að kynna sér kosningabaráttuna undanfarnar vikur, enda bæði í námi og vinnu. Konurnar fjórar ætla allar að kjósa en engin þeirra hefur þó tekið ákvörðun um hvert atkvæði þeirra ratar á kjördag. „Ætli það verði ekki sá sem lýgur minnst,“ segir Sigríður Þorgilsdóttir, einn nemanna. „Maður verður að fara að skoða þetta. Ætli svona fundir séu ekki bara ágætir fyrir upptekið fólk eins og okkur, ákveðin kynning og fræðsla.“ ➜ Enginn tími til að kynna sér framboðin Maria Sastre starfar sem eðlisfræðingur á LSH. Hún er frá Spáni og fær ekki kosninga- rétt fyrr en á næsta ári. „Ég þarf því miður að bíða, en ég hef aðeins fylgst með þó að ég hafi ekki tekið hundrað prósenta afstöðu,“ segir Maria. Hún lítur heimsóknir stjórnmálaflokka á mat- málstíma starfsmanna jákvæðum augum. „Fólk er samt að reyna að borða og sumum finnst þetta truflandi. En persónulega finnst mér þetta rétt, að koma og tala. En kannski vantar meira samtal á milli fólksins og stjórnmálamannanna.“ Sigríður Ingibjörg og Helgi buðu upp á spurningar að lokinni kynningu sinni en enginn nýtti sér þann kost. Þau gengu því á milli borða og ræddu við starfsmenn um helstu stefnumál flokksins áður en þau héldu áfram baráttu sinni í borginni. Má ekki kjósa fyrr en á næsta ári MARIA SASTRE 2013 Maður skilur þetta upp að vissu marki, en þetta er auð- vitað trufl- andi og ég trúi ekki að þetta hafi nokkur einustu áhrif á afstöðu fólks. Einar Oddsson sérfræðilæknir á LSH www.mba.is Kynntu þér MBA-nám við Háskóla Íslands. Kynningarfundur og létt hádegishressing 24. apríl kl. 12-13 í stofu 101 á Háskólatorgi Skoraðu á þig og taktu skrefið Jón Birgir Gunnarsson Framkvæmdastjóri fiskiðnaðarsviðs Marels „Eitt það besta við MBA-námið er að kennarar, gestir og samnemendur búa yfir gríðarmikilli reynslu og oftar en ekki sjá þau mismunandi sjónarhorn og lausnir“ Save the Children á Íslandi Norðvesturkjördæmi: Efstu menn á lista Árni Múli Jónasson lögfræðingur og fyrrverandi bæjar- stjóri á Akranesi ■ Hefur starfað sem fi skistofustjóri. ■ Hefur sérhæft sig í mannréttinda- lögfræði.A D V B S Þ G I J Eyþór Jóvinsson verslunar- maður Ylfa Mist Helga- dóttir sjúkraliða- nemi og söngkona L M T FO B DS V P Úrslit síðustu þingkosninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.