Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGSólgleraugu FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 20134 1 Tom Cruise í hlutverki liðsforingjans Petes „Maverick“ Mitchell bar Ray-Ban 3025 (Ray-Ban Aviator) sólgler- augu í kvikmyndinni Top Gun árið 1986. Sala gleraugnanna stórjókst eftir myndina, um 40 prósent. 2 Í kvikmyndinni Breakfast at Tiffany‘s frá árinu 1961 er aðalsöguhetjan Holly Golightly, sem leikin er af Audrey Hepburn, með svört Oliver Goldsmith-sól- gleraugu. Árið 2011, í tilefni af 50 ára afmæli myndarinnar, gaf Oliver Goldsmith út gleraugun Manhattan, sem líkjast mjög gleraugum Holly Golightly. 3Vinsældir Ray-Ban sólgleraugnanna jukust mjög á níunda áratugnum og átti Tom Cruise stóran þátt í því. Í kvikmyndinni Risky Business frá 1983 var aðalsögu- hetjan með Ray-Ban Wayfarer sólgleraugu. 4 Í fyrstu Men in Black-myndinni árið 1997 bar leikarinn Will Smith Ray-Ban RB 2030 Predator-sólgleraugu. Salan á þessum gleraugum jókst mikið í kjölfarið. 5Sólgleraugun sem Tom Cruise er með í upphafssenu kvikmyndarinnar Mission Impossible II eru af gerðinni Oakley Romeo. Gleraugun urðu afar vinsæl hjá almenningi í kjölfar myndarinnar. 6 Í James Bond-myndinni Quantum of Solace frá árinu 2008 er leikarinn Daniel Craig með svöl sólgleraugu af gerðinni Tom Ford 108. Þetta var nokkur breyting því James Bond hafði frá því í GoldenEye árið 1995 borið Person-sólgleraugu. 7 Í kvikmyndinni Terminator frá 1984 er vélmennið Arnold Schwarzenegger með gleraugu af gerðinni Gargoyles ANSI Classics. Þessi gleraugu eru enn framleidd í dag. Svöl sólgleraugu á hvíta tjaldinu Hetjur kvikmyndanna skarta oftar en ekki ofursvölum sólgleraugum. Margar umgjarðirnar hafa í kjölfarið hlotið miklar vinsældir meðal almennings sem þráir að verða eins og Tom Cruise, Will Smith eða Audrey Hepburn. Svokölluð John Lennon-sólgleraugu urðu hæstmóðins á sjöunda áratugnum þegar John Lennon tók upp á að skarta þeim í ýmsum litum við opinber tilefni. Fleiri frægir fylgdu í kjölfarið og skreyttu sig með John Lennon-gleraugum; þar má nefna Mick Jagger, Roger Daltrey, Jerry Garcia, Boy George, Liam Gallagher og Ozzy Osbourne. Gleraugun, sem á ensku kallast „teashades“ og stundum ömmugleraugu, voru upphaflega hönnuð og búin til úr miðlungs- stórum hringlaga sjónglerjum í umgjörð úr þunnum vírramma. Þegar vinsældir þeirra voru hvað mestar voru þau framleidd í mismunandi litadýrð, með speglagleri og stundum ótæpilega stór. Nafngiftin „teashades“ vísar til þess að sólgleraugun voru gjarnan notuð til að fela áhrif marijúana-reykinga, blóðhlaupin augu eða samdrátt sjáaldra vegna heróíns, svefn- og deyfilyfja. John Lennon-sólgleraugu koma víða við í kvikmyndum, eins og Matrix, Natural Born Killers, Léon og tölvuleiknum Tomb Raider. Þá hafa Mary Kate Olsen og Lady Gaga báðar skartað John Lennon-sólgleraugum í mismunandi útgáfum og útvarpsmaður- inn Howard Stern kom aldrei fram án þeirra á tíunda áratugnum. Frægð og feluleikir Áralöng notkun Bítils ins Johns Lennon á „teashades“- sólgleraugum urðu til þess að þau urðu betur þekkt sem John Lennon- gleraugu. 1 2 3 4 6 5 7 Eyesland er án efa eitt best geymda leyndarmál borgar-innar þegar kemur að góðum kaupum á sólgleraugum og öðrum sjóntækjum. „Það færist stöðugt í aukana að fólk fái sér sól gleraugu með styrk. Við erum með mikið úrval sólgleraugna með og án styrks auk gleraugna og linsa á góðu verði,“ segir Helga Kristins- dóttir, sjóntækjafræðingur hjá Eyesland. Þrenn gleraugu á verði einna Eftirspurnin eftir mismunandi gleraugum til notkunar við hin ýmsu tækifæri fer vaxandi. „Krafan er einfaldlega sú að fólk vill eiga gleraugu við hvert tækifæri. Dæmi um þetta er einstaklingur sem vill til dæmis eiga hlaupagleraugu með dökku sjóngleri og njóta þannig útsýnisins á meðan hann hleyp- ur. Hann vill líka eiga hversdags- sjóngleraugu og svo f lott tísku- gleraugu með dökku sjóngleri fyrir akstur í sól eða við lestur blaða á sólpallinum. Alla jafna myndi kostnaður fara út yfir öll mörk. Hjá Eyesland fást þessi gleraugu á bilinu 25-30 þúsund stykkið.“ Þar fást því allt að þrenn gleraugu á verði einna miðað við það verð sem almennt tíðkast á gleraugum. Allar gerðir gleraugna Gleraugnaumgjarðir í mismun- andi útfærslum auk sólgleraugna eru fólki nauðsynleg í nútíma- samfélagi við hinar ýmsu aðstæð- ur. „Við erum með polarized veiði- gleraugu, hjóla- og hlaupagleraugu, jökla-, útivistar- og skíðagleraugu ásamt f leiri gerðum sem henta ýmsum aðstæðum. Þá vorum við að fá sendingu af Karen Millen og Ray Ban-sólgleraugum. Einnig er lítið mál fyrir okkur að útbúa dökk sjón- gler í þær gleraugnaumgjarðir sem boðið er upp á hér í versluninni.“ Sjónmælingar Í Eyesland er bæði hægt að panta tíma í sjónmælingu og líta við hve- nær sem er. „Skynsamlegra er að láta athuga sjónina fyrst, bæði til að sjá hvað sé hægt að gera fyrir við- komandi og til að veita ráðlegging- ar um hvaða gleraugu henti best,“ segir Helga. Opnunartími Eyesland er frá 8.30 til 17. Á heimasíðunni www. eyesland.is má sjá hluta af úrvali verslunarinnar og það góða verð sem boðið er upp á. Eyesland áfram með lága verðið Hjá Eyesland fást allt að þrenn gleraugu á verði einna miðað við það verð sem almennt tíðkast á gleraugum. MYND/GVA Gleraugnaverslunin Eyesland á fimmtu hæð Glæsibæjar selur gæðasólgleraugu, með eða án sjónglerja. Eyesland er með gleraugu fyrir öll tækifæri fyrir aðeins brot af því verði sem almennt þekkist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.