Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 12
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Fastir vextir Óverðtryggðir innlánsvextir m.v.  mánaða bindingu Fastir vextir Verðtryggðir innlánsvextir m.v.  mánaða bindingu Við bjóðum ölbreytt úrval innláns- reikninga með föstum vöxtum. Hafðu samband og kynntu þér málið. Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum. 3 mánuðir 4,8% 6 mánuðir 5,0% 12 mánuðir 5,2% 24 mánuðir 5,4% 36 mánuðir 6,3% 60 mánuðir 6,4% 36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75% Miðað við útgefna vaxtatöflu MP banka 11. apríl 2013. SAMFÉLAGSMÁL Kaffistofa Sam- hjálpar hlaut aðalverðlaun Sam- félagsverðlauna Fréttablaðsins í ár. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær, áttunda árið í röð. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðurs- verðlauna. Samfélagsverðlaunin Kaffistofa Samhjálpar, sem er fyrir utangarðsfólk og aðstöðu- lausa, hefur verið starfrækt frá árinu 1982. Fyrstu árin var hún aðeins opin virka daga og á stórhá- tíðum. Haustið 2001 bættist helg- aropnun við og hefur kaffistofan verið opin alla daga ársins síðan. Þakklátt starf er unnið á kaffi- stofu Samhjálpar. Að jafnaði sækja um hundrað manns kaffistofuna á degi hverjum, svo það liggur nærri að gestirnir séu um 40 þúsund á hverju ári. Tveir starfa á kaffistofunni, sem að auki nýtur liðsinnis sjálfboða- liða sem margir hverjir koma frá fyrirtækjum og stofnunum. Ari Edwald, forstjóri 365, afhenti fulltrúum Kaffistofu Sam- hjálpar verðlaunin og verðlaunafé að upphæð 1,2 milljónir króna. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna voru Katt- holt og Alzheimer-kaffi. Kattholt þarf vart að kynna en þar er stað- inn vörður um gott atlæti katta, að þeir eigi sér húsaskjól og mat. Alzheimer-kaffi er kaffihús fyrir fólk með Alzheimer og aðra skylda sjúkdóma og aðstandendur þess. Hvunndagshetja Hvunndagshetja ársins er Sigur- laug Hermannsdóttir, sem hefur verið ötul um árabil í félags lífinu á Blönduósi. Meðal annars býður hún ásamt eiginmanni sínum, Hlyni Tryggvasyni, eldri borgurum á Blönduósi til árlegrar veislu heima hjá sér. Er haft á orði að heimsókn til Sigurlaugar og Hlyns jafn- gildi árshátíð fyrir gamla fólkið á staðnum. Aðrir sem voru tilnefndir í þessum flokki voru Guðmund- ur Stefán Gunnarsson, íþrótta- kennari við Akurskóla í Reykja- nesbæ, og Halldór Gunnar Pálsson, sem hefur stuðlað að auk- inni samkennd þjóðarinnar með upptöku á Þjóðarlaginu; 35 þús- und Íslendingar hafa tekið þátt í söngnum til þessa. Frá kynslóð til kynslóðar Verðlaun í þessum flokki fær Mar- grét Pálmadóttir kórstjóri, sem hefur unnið mikilsvert starf með kórum og um árabil stuðlað að söngmennt stúlkna og kvenna. Aðrir tilnefndir í þessum flokki er Félag eldri borgara á Suður- nesjum og grunnskólabörn í Reykjanes bæ, sem tóku höndum saman um að brúa bil kynslóðanna með ýmsum verkefnum. Steindór Andersen var tilnefndur fyrir ómetanlegt starf við framgang og kynningu íslenskrar rímnahefðar. Til atlögu gegn fordómum Projekt Polska hlýtur verðlaun fyrir atlögu gegn fordómum. Hópur ungra Pólverja vinnur að aðlögun og eflingu félagsstarfs og bættum aðstæðum innflytjenda á Íslandi. Aðrir tilnefndir í þessum flokki eru ADHD-samtökin fyrir baráttu sína fyrir því að börn og fullorðnir með athyglisbrest og skyldar rask- anir njóti sannmælis í samfélaginu og Sendiherrar Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðra. Heiðursverðlaun Heiðursverðlaun Samfélags- verðlauna Fréttablaðsins hlýtur Óli H. Þórðarson. Hann hefur um margra áratuga skeið verið ötull talsmaður bættrar umferðar- menningar og lagt sitt af mörkum til að fækka umferðarslysum á Íslandi. Byggt á tilnefningum lesenda Á fjórða hundrað tilnefningar bár- ust frá lesendum Fréttablaðsins að þessu sinni. Markmið með Sam- félagsverðlaununum er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. Sam- félagsverðlaun Fréttablaðsins eru sem fyrr segir tólf hundruð þús- und krónur, aðrir verðlaunahafar fengu tíu tommu United spjaldtölvu frá Tölvulistanum auk verðlauna- gripa sem eru hannaðir og smíðað- ir af Ásgarði í Mosfellsbæ. Hjálparhellur lítilmagnans heiðraðar Fréttablaðinu bárust á fjórða hundrað tilnefningar til Sam- félagsverðlaunanna. Dómnefnd sem var skipuð Arndísi Þorgeirs- dóttur fréttastjóra Frétta- blaðsins, Önnu Kristinsdóttur, mannréttinda stjóra Reykjavíkur- borgar, og Þorsteini J. Vilhjálms- syni dagskrárgerðarmanni vann úr tilnefningum lesenda. Á fjórða hundrað tilnefninga bárust TIL ATLÖGU GEGN FORDÓMUM Projekt Polska er hópur ungra Pólverja sem vinna að bættum aðstæðum innflytjenda á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEIÐURSVERÐLAUN Óli H. Þórðarson hlýtur verðlaun fyrir ævistarf sitt í þágu bættrar umferðarmenningar. FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR Margrét Pálmadóttir kór- stjóri hefur unnið mikilsvert starf með kórum og stuðlað að söngmennt stúlkna og kvenna. HVUNNDAGSHETJAN Sigurlaug Hermannsdóttir hefur opnað heimili sitt fyrir eldri borgurum á Blönduósi. Með henni eru þeir Halldór Gunnar Pálsson og Guðmundur Stefán Gunnars- son, sem einnig voru tilnefndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.