Fréttablaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 26
18. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
Ágreiningur er milli
Valitor og Samkeppnis-
eftirlitsins um túlkun
samkeppnislaga varðandi
starfsemi fyrirtækis-
ins á árunum 2007-2008.
Þar hefur m.a. verið litið
framhjá þeirri stað-
reynd að Valitor var ekki
í beinni í samkeppni við
Kortaþjónustuna í færslu-
hirðingu* á þessum tíma,
heldur við erlenda risann
á bak við íslenska nafnið. Það
vekur undrun að hér skuli kosið
að láta sem eftirfarandi samhengi
skipti engu máli.
Skandinavíska færsluhirðingar-
fyrirtækið Teller (áður PBS) er
eitt af stærstu fyrir tækjum sinn-
ar tegundar í Evrópu og er velta
Teller um 15 sinnum meiri en
velta Valitor. Teller dafnar vel
í skjóli yfirgnæfandi markaðs-
hlutdeildar í Danmörku með full-
tingi yfirvalda þar í landi og er að
auki með yfirburðastöðu á mörk-
uðunum í Noregi og Finnlandi.
Árið 2002 hélt þetta erlenda
risafyrirtæki innreið sína á
íslenska markaðinn, ekki þó
undir eigin nafni heldur undir
nafninu Kortaþjónustan, sem var
í raun söluskrifstofa fyrir Teller
hér á landi. Allar færslur voru
að sjálfsögðu sendar úr landi til
Danmerkur enda var Teller hinn
raunverulegi færsluhirðir en ekki
Kortaþjónustan.
Munurinn á íslenskum færslu-
hirðingarfyrirtækjum og erlend-
um kom svo vel í ljós þegar mest
á reyndi í kjölfar hrunsins 2008
og flestar dyr lokuðust á Íslend-
inga. Þá tókst Valitor og Borgun
með erfiðismunum að halda uppi
eðlilegri þjónustu og gera reglu-
lega upp við sína viðskiptavini.
Teller lét sig hins vegar ekki
varða meira um íslenska
hagsmuni en svo að rösk-
un, jafnvel upp á margar
vikur, varð á greiðslum til
hérlendra fyrirtækja með
tilheyrandi afleiðingum
fyrir sum þeirra.
Holur hljómur
Það hefur því holan hljóm
þegar Korta þjónustan
kvartar sáran undan sam-
keppninni við Valitor eins
og kom fram nýverið í frétta-
tilkynningu Kortaþjónustunnar.
Sannleikur inn er nefnilega sá
að Valitor keppti ekki við Korta-
þjónustuna í færsluhirðingu 2007-
2008 heldur við erlenda risann,
Teller, á bak við íslenska nafnið.
Hinn raunverulegi keppinautur,
Teller, hefur á hinn bóginn aldrei
kvartað undan samkeppninni við
Valitor enda ekki undan neinu að
kvarta í samkeppni við 15 sinnum
minna fyrirtæki.
Samkeppniseftirlitið virðist
hins vegar enn ekki hafa áttað
sig á þessu sjónarspili og hefur
gengið langt í að vernda hags-
muni erlenda risans á kostnað
Valitor. Þó að skýrt liggi fyrir
að Valitor, Teller og Borgun
voru einu fyrirtækin sem kepptu
á íslenska færsluhirðingar-
markaðnum á umræddum tíma,
kýs Samkeppnis eftirlitið einatt
að stilla söluskrifstofunni, Korta-
þjónustunni, upp sem keppinaut
Valitor en ekki hinum raunveru-
lega keppinaut, risanum Teller.
Í Danmörku eru öfgarnar í
hina áttina. Þar slá yfirvöld
skjaldborg um yfirgnæfandi
markaðshlutdeild óskabarns-
ins Teller á danska markaðnum
og kannski táknrænt að sjálf-
ur Seðla bankinn danski á hlut
í fyrirtækinu. Erlendum fyrir-
tækjum, hverju nafni sem þau
nefnast, er gert nær ómögulegt
að taka þátt í samkeppni á heima-
markaði Teller, enda telja dönsk
yfirvöld þjóðhags lega afar mikil-
vægt að hafa mjög öflugan inn-
lendan færsluhirði í landinu. Í
Danmörku hefur Teller um 85%
markaðshlutdeild í færsluhirð-
ingu en til samanburðar hefur
Valitor rúmlega 40% markaðs-
hlutdeild í færsluhirðingu á sínum
heimamarkaði á Íslandi.
Því er við að bæta að Valitor
hefur kært Teller fyrir ólög legar
viðskiptahindranir á danska
markaðnum en félagið hefur
rekið þar eigin skrifstofu frá
árinu 2008. Valitor fagnar allri
samkeppni sem er á jafnréttis-
grunni. Það hlýtur að vera sann-
gjörn krafa að sömu reglur gildi
um alþjóðlega samkeppni í öllum
löndum evrópska efnahags-
svæðisins þ.m.t. á Íslandi og í
Danmörku.
* Færsluhirðing er þjónusta sem
felst í því að miðla færslum milli
korthafa og söluaðila (t.d. versl-
ana). Færsluhirðirinn veitir sölu-
aðilum heimild til að taka við
greiðslum með greiðslukortum,
tekur við færslum þeirra og greið-
ir þær út til söluaðila á uppgjörs-
degi.
Erlendi risinn
á bak við íslenska nafnið
Saga íslenskra stjórnmála-
flokka er ekki löng. Um
aldamótin 1900 voru til
flokkar sem höfðu skoðun
á fullveldisbaráttu þjóðar-
innar og það er ekki fyrr
en liðið er á tuttugustu
öldina, sem stofnaðir eru
flokkar um hugmynda-
fræði og hagsmuni. Sjálf-
stæðisflokkurinn um frelsi
einstaklingsins og einka-
framtakið, Framsókn um
kaupfélögin og félagshyggju,
Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og
réttindabaráttu verkalýðsins og
Sósíalistaflokkurinn um sósíal-
isma. Alla síðustu öld voru þetta
stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í
rauninni voru þetta átök milli sér-
hagsmuna og almannahagsmuna.
Inn á milli komu svo fram flokk-
ar eða framboð, sem mynduð voru
um einstaklinga eða einsleitar
skoðanir.
Þegar litið er yfir svið-
ið og söguna fer ekki á
milli mála, að Sjálfstæð-
isflokkur og Framsókn
hafa haft tögl og haldir
og stýrt ferðinni meira og
minna. Þessir tveir flokk-
ar skiptu á milli sín völd-
unum, (helmingaskipta-
reglan) stóðu vörð um
hagsmuni sinna skjólstæð-
inga. Stjórnuðu og skiptu
á milli sín innflutningi og
útflutningi, hermanginu, bönk-
unum, versluninni, olíusölunni og
hafa staðið vörð um einkaafnot
og sértæka nýtingu á auðlindum
lands og þjóðar. Hraðlest frjáls-
hyggju og einka- og vinavæðingar
færðist í aukana. Svo kom hrunið
og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinn-
ar fengu vinstri flokkarnir (Sam-
fylking og Vinstri græn) meiri-
hluta í alþingiskosningum og fengu
það hlutverk að moka flórinn.
Þrekvirki
Það var ekki verk til vinsælda og
þótt margt hafi farið aflögu og
margt sé enn ógert, dylst engum
að ríkisstjórn undanfarinna ára
hefur unnið þrekvirki. Það er
bæði ódrengilegt og ósanngjarnt
að ausa yfir hana brigslyrðum, níði
og nöldri. Látum vera að pólitískir
andstæðingar ríkisstjórnar innar
leggist svo lágt að hafa að engu
það björgunarstarf sem unnið
hefur verið, hitt er verra og dapur-
legra ef þjóðin og kjósendur ætla
að taka undir vanþakklætið með
atkvæðum sínum.
Öllum ætti að vera ljóst að
skattahækkanir, niðurskurður og
skuldir, jafnt heimila sem fyrir-
tækja, hvað þá ríkisins, voru og
eru óhjákvæmilegar afleiðingar
hrunsins 2008. Hverjum dettur
það í hug í alvöru að ríkisstjórnar-
flokkarnir hafi ekki viljað létta
byrðar skuldavandans enn meir,
draga úr niðurskurði eða lækka
skatta, ef þess hefði verið kost-
ur? Staðreyndin er sú, sem ekki
má gleymast, að ríkisstjórnar-
flokkarnir voru að moka flór og
hreinsa til og það verk stendur
enn yfir. Það er býsna auðvelt að
koma fram á sjónarsviðið, þegar
hið versta er yfirstaðið og segja:
nú get ég. Það er bæði lýðskrum og
loddaraskapur, að lofa kjósendum
að senda þyrlu á loft og dreifa pen-
ingum yfir landslýð.
Í kosningunum eftir þrjár vikur
er ekki verið að kjósa um töfra-
lausnir á bráðavanda. Það er
verið að kjósa um þær áherslur og
aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir
þjóð í vanda. Og þá rekast aftur
á, einkahagsmunir eða almanna-
hagsmunir, sem birtist í átökun-
um um breytta stjórnarskrá, nýja
fiskveiðistefnu, eignarhald á nátt-
úruauðlindum, öruggt velferðar-
kerfi, réttláta dreifingu skatta.
Völdin. Hverjir eiga að hafa völdin
næstu fjögur árin og enn þá leng-
ur: flokkarnir sem standa vörð
um einkahagsmuni, eða fólkið,
almenningur, sem vill jöfnuð, rétt-
læti og tækifæri í almannaþágu?
Þetta eru stóru línurnar í stjórn-
málum dagsins og hvar ert þú, mín
þjóð, hvorum megin vilt þú verja
þínu atkvæði?
Hvar ert þú, mín þjóð?
Evrópa er á dagskrá í
komandi kosningum.
Aðildarviðræðurnar við
Evrópusambandið (ESB)
njóta stuðnings meiri-
hluta þjóðarinnar sam-
kvæmt skoðanakönnun-
um. Ef þjóðin kýs að sjá
samningstillögu og taka
síðan afstöðu til hennar er
nauðsynlegt að veita þeim
flokkum brautargengi sem
ekki vilja hindra fram-
gang þeirra.
Það er stjórnmálamanna að
leiða þjóðfélagsumræðu, brjóta
upp staðnaðar samræður, beina
umræðum til framtíðar, draga inn
ný viðhorf og hugmyndir. Leggja
áherslur á lausnir og gefa kjósend-
um tækifæri til að skoða málin frá
mismunandi hliðum. Það
liggja þegar fyrir niður-
stöður í 11 málaflokk-
um í aðildarviðræðunum
og enn fleiri málaflokk-
ar hafa verið opnaðir, sjá
www.vidraedur.is. Engin
efnisleg gagnrýni hefur
komið fram á árangur
íslensku viðræðunefnd-
anna. Það hefur heldur
aldrei komið upp ágrein-
ingur um þá umfangs-
miklu lagasetningu frá ESB, sem
tekin hefur verið upp einhliða á
Íslandi á grundvelli EES samn-
ingsins sl. 20 ár.
Þótt mannfólkið sé margbreyti-
legt að allri gerð þá bæði gagnast
og líkar flestum best að ganga
sáttir frá borði. Að hætta aðildar-
viðræðunum viðheldur ágrein-
ingi í samfélaginu um hver samn-
ingsniðurstaðan getur orðið, hver
framþróun efnahags landsins
verður. Íslandi er vandi á höndum.
Við hljótum að leita allra leiða til
þess að rétta við þjóðarhaginn og
reyna að tryggja okkur lífskjör
eins og þau eru í Svíþjóð, Dan-
mörku og Finnlandi, sem öll eiga
aðild að Evrópusambandinu. Kjós-
um áframhald viðræðna við ESB.
Aðildarviðræðurnar eru á dagskrá
STJÓRNMÁL
Ellert B.
Schram
fv. alþingismaður
➜ Staðreyndin er sú, sem
ekki má gleymast, að ríkis-
stjórnarfl okkarnir voru að
moka fl ór og hreinsa til og
það verk stendur enn yfi r.
Það er býsna auðvelt að
koma fram á sjónarsviðið,
þegar hið versta er yfi rstaðið
og segja: nú get ég. Það er
bæði lýðskrum og loddara-
skapur ...
STJÓRNMÁL
Ásdís J.
Rafnar
lögfræðingur
➜ Að hætta aðildar-
viðræðunum viðheldur
ágreiningi í samfélaginu um
hver samningsniðurstaðan
getur orðið, hver framþróun
efnahags landsins verður.
SAMKEPPNI
Viðar
Þorkelsson
forstjóri Valitor
➜ Árið 2002 hélt þetta
erlenda risafyrirtæki innreið
sína á íslenska markaðinn,
ekki þó undir eigin nafni
heldur undir nafninu Korta-
þjónustan, sem var í raun
söluskrifstofa fyrir Teller hér
á landi.
AÐALFUNDUR
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
18. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa
á eigin hlutum samkvæmt 55. gr.
hlutafélagalaga.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir
aðalfund. Enn fremur er hægt að nálgast gögnin á
vefsíðu félagsins www.hbgrandi.is.
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út
fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar
um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi
síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á
fundarstað frá kl. 16:30.
Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði tekin til
meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um
það að hafa borist félagsstjórn með nægjanlegum
fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á
dagskrá fundarins.
Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en
hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega.
Stjórn HB Granda hf.
Aðalfundur HB Granda hf. verður haldinn
föstudaginn 19. apríl 2013 í matsal
félagsins á Norðurgarði í Reykjavík og
hefst hann kl. 17:00.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
G
R
A
6
96
51
0
4/
13