Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 34
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 34 Verðtryggða húsnæðis- lánið mitt hefur hækkað um 350.000 krónur á 28 dögum. Takk fyrir mig. Staðan er svipuð og jafn- vel mun verri hjá þús- undum annarra heimila. Mánaðamótin eru orðin tími skelfingar hjá íbúðar- eigendum, enda stjórnar vísitala neysluverðs lífi þeirra. Þetta er eins og að vera sífellt í rússneskri rúllettu. Allt að helm- ingur íslenskra heimila er tæknilega gjaldþrota. Við erum að tala um tugþúsundir heimila. Þeim fjölgar sífellt, mið- stéttin er að hverfa og þúsund- ir Íslendinga sjá fram á skulda- ánauð í framtíðinni. Takk fyrir skjaldborgina, kæru stjórnvöld. Takk, þið fastapennar blaðanna og netmiðla sem sjáið Ísland breyt- ast í eyðimörk nema verðtrygg- ing húsnæðislána fái að haldast. Takk fyrir hina farsælu efnahags- stjórn sem hefur leitt til stöðug- leika í efnahagsmálum, eða hitt þó heldur. Og svo þarf alveg sérstak- lega að þakka þeim sem sjá enga aðra lausn en að afsala Evrópu- sambandinu fullveldi þjóðarinn- ar – enda erum við auðvitað full- komlega ófær um að sjá um okkur sjálf. Svo er þetta allt krónunni að kenna, enda er hún ekkert annað en verkfæri djöfulsins. Lifir sjálf- stæðu lífi og hefur það eina mark- mið að ganga frá heimilum lands- ins og skapa verðbólgu. Auðvitað er það henni að kenna að verð- tryggð lán heimila landsins hafa hækkað um 23 milljarða króna á einum mánuði. Það hefur ekkert að gera með skelfi- lega hagstjórn. Eða hvað? Stjórnarflokkarn- ir þegja þunnu hljóði, enda fullkomið ráðaleysi þegar kemur að skuldum heimilanna. Minni spá- menn þessara flokka tala áfram um nauðsyn þess að viðhalda verðtrygg- ingu, enda megi annars fastlega búast við ragna- rökum. Sjálfstæðismenn hvetja til minna vægis verðtryggingar. Á manna- máli þýðir það að flokkurinn ætlar ekki að hrófla við henni. Hagnaður bankanna Á sama tíma birtast fréttir af góðum hagnaði bankanna, sem er fenginn með peningaprentun sem á sér enga stoð í veruleikanum. Peningaprentun sem leiðir ein- ungis til meiri þenslu og verð- bólgu. Laun bankastjóranna hafa tekið stökk á undanförnum tveim- ur árum og að óbreyttu verður stemningin í bankakerfinu fljót- lega orðin meiri en nokkru sinni fyrr – bíðum bara í tvö til þrjú ár. Stjórnvöld hafa horft opinmynnt á, án þess að aðhafast nokkuð. Reyndar er það ekki alveg rétt – forsætisráðherra hefur þó sagt að hún skilji ekkert í launum skila- nefnda. Það er ekki bara almennt verð- lag sem er stjórnlaust. Þannig hafa stjórnvöld staðið fyrir gegnd- arlausum gjaldskrár- og skatta- hækkunum allt kjörtímabilið, sem hafa farið beint út í verðlag- ið og kynt undir verðbólgu og þar með hækkun skulda heimilanna. Bankarnir hafa skálað, lífeyris- sjóðirnir líka. Núna um mánaða- mótin bættist síðan það nýjasta við, sykurskatturinn. Stjórnvöld- um er ekkert óviðkomandi. Þau vilja hafa puttana í því hvað við borðum og drekkum. Þessi for- sjárhyggja þýðir að verðtryggð húsnæðislán hækka um 1 milljarð króna, enda fer hækkunin beint í neysluvísitöluna. Takk fyrir mig. Sú fylgisaukning sem Fram- sóknarflokkurinn hefur séð í skoðanakönnunum að undan- förnu er ekki tilviljun. Hann er eini flokkurinn sem er með klára stefnu í verðtryggingamálum – hún skal í burtu. Afnám verð- tryggingar dugar hins vegar ekki eitt og sér – jafnframt þarf að grípa til annarra aðgerða til að tryggja stöðugleika í efnahags- lífi og stöðugra gengi. Það verð- ur gert. Það er með hreinum ólíkindum að nokkur stjórnmálaflokkur skuli geta mælt með því óréttlæti sem viðgengst í þessu landi. Það er með ólíkindum að nokkur maður skuli geta stungið niður penna og mælt með þeirri gegndarlausu eigna- upptöku sem á sér stað um hver mánaðamót með verðtrygging- unni. Val kjósenda er því einfalt í komandi kosningum – X-B. Undanfarin ár hafa lands- menn búið við niðurskurð og auknar álögur til að greiða kostnað hruns- ins. Sameiginlegur sjóður landsmanna var rekinn með 216 milljarða halla en er nú kominn í jafnvægi þrátt fyrir 90 milljarða vaxtagreiðslur. Á grunni þessarar vinnu birtast nú himinháir kosningavíxlar. Hvað á að gera? Sumir vilja lækka skatta á þá rík- ustu. Hækka skatta á tekjulága og lækka skatta á tekjuháa í gegnum afnám þrepaskiptingu tekjuskatts. Aðrir vilja lækka skuldir allra um 20%. Það yrði vissulega gaman í smá stund en svo ekki meir. Þrem- ur til fjórum árum síðar yrðum við á sama stað með skuldir heimilanna enda myndi verðbólgan æða áfram. En ríkissjóður yrði 300 milljörðum fátækari. Við jafnaðarmenn teljum skynsamlegra að greiða niður skuldir, lækka 90 milljarða reikninginn og forgangsraða í þágu velferðar. En best væri að breyta kerfinu. Hvernig á að gera það? Við jafnaðarmenn teljum að besta leiðin til að bæta lífskjörin sé að taka upp nýja gjaldgenga mynt. Mynt sem heldur verðgildi sínu. Núna greiða heimilin, fyrirtækin og hið opinbera 150 milljarða á ári fyrir að hafa krónuna. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu. Ný mynt á Íslandi myndi gera verðtryggingu óþarfa og lækka matarverð. Um leið yrði auðveldara fyrir fyrirtækin að ráð- ast í fjárfestingar og fjölga störf- um. Þannig gætu hið opinbera, heimilin og fyrirtækin notað 150 milljarða krónuskatt í annað. Og hvenær á að gera það? Stöðugleikinn er ekki fjarlæg draumsýn. Ný ríkisstjórn gæti lokið viðræðum og efnt til þjóðar- atkvæðagreiðslu á næsta kjörtíma- bili. Segi þjóðin já, væri nokkrum mánuðum síðar hægt að tengja krónu við evru með svipuðum hætti og Danir gera. Það er því raunsætt að komast í gjaldmiðlasamstarf eftir tvö ár, einhendi flokkarnir sér að ljúka viðræðum. Þá leið vilja jafnaðarmenn fara til að bæta lífs- kjör á Íslandi. Eigum við að bæta lífskjör? Takk fyrir mig! Ætli fólk geri sér almennilega grein fyrir því hversu mikið er í húfi í kosningum á laugardag? Saman verðum við að standa vörð hvert um annað, réttlætið og lýðræðið. Við kjósum ekki „af því bara“. Við kjósum vegna þess að okkur hefur verið gefið vald. Við verðum að nota það vald. Í lýðræðissam- félagi berum við öll ábyrgð. Tæki- færið til breytinga er núna. Við verðum að velja okkur fólk á þing til að verja grunnstoðir samfélags- ins og tryggja afkomu þeirra sem hafa orðið undir á síðustu árum. Við viljum flest öll hér á Íslandi búa land svipað hinum Norðurlöndunum – stefnum þangað saman. Bætum kjör almennings saman, leiðrétt- um lán heimilanna saman, tökum heildarendurskoðun á lífeyriskerf- inu saman, fáum nýja stjórnarskrá saman, verjum velferðarkerfið saman, tryggjum auðlindir í þjóðar- eigu saman – tökum höndum saman um breytingar til hins betra. Það er ekki gott að þurfa að sitja með sárt ennið að ári og þurfa að hugsa með sér „maybe I should have“. Við verð- um að þora! Sigurvegari kosninganna Mörg okkar í Dögun hafa bar- ist fyrir heimilin í mörg ár, m.a. á vettvangi Hagsmunasamtaka heimilanna. Við hljótum því að vera glöð yfir að áherslur okkar eru að vinna þessar kosningar. Nú eru allflestir hagfræðingar farnir að viðurkenna að þær leið- ir sem við leggjum til séu raun- hæfar og jafnvel mjög æskileg- ar. Sumir töluðu um barbabrellur og reyndu að gera lítið úr órétt- lætinu – en hafa nú þurft að éta það ofan í sig. Við í Dögun höfum bent á margar mismunandi leið- ir að sama marki – en við þurfum að standa með sjálfum okkur og heimilunum til þess að leiðrétt- ingar lána og afnám verðtrygg- ingar nái fram að ganga og þær þurfa að lenda á fjármálakerf- inu, því það ber ábyrgðina á tjón- inu. Dögun er með best útfærðu stefnuna þegar kemur að því hvað tekur síðan við. Dögun eina nýja aflið á uppleið Á síðustu dögum hefur komið í ljós að Dögun er eina nýja aflið sem er að auka við sig fylgi. Við hvetjum því alla til að kynna sér málefnin á XT.is og sameinast um eitt nýtt afl sem setur heimil- in í 1. sæti og er hvað líklegast til að brjóta 5% múrinn. Tryggjum talsmenn heimilanna, réttlætis og lýðræðis inn á þing! „Maybe I should have“ ➜Stöðugleikinn er ekki fjar- læg draumsýn. Ný ríkisstjórn gæti lokið viðræðum og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili ➜ Tryggjum talsmenn heimilanna, réttlætis og lýðræðis inn á þing! ➜ Hann er eini fl okkurinn sem er með klára stefnu í verðtryggingamálum - hún skal í burtu. STJÓRNMÁL Magnús Orri Schram alþingismaður FJÁRMÁL Karl Garðarsson skiptar 2. sæti á lista Framsóknar- fl okksins í Reykjavíkurkjör- dæmi suður STJÓRNMÁL Andrea Ólafsdóttir og Þorvaldur Geirsson 1. og 2. sæti Dögunar í Suðurkjördæmi Opið frá kl. 9–20 alla daga Engihjalla og Granda 999kr. pk 4 x 115g h amborgar ar og brau ð4 st órir 115 g hambo rgarar með fjórum stórum brauðu m 1.099kr. kg Svínahnak ki, kryddað ur verð áður 1 .399 kr. kg 999kr. kg Svínakótile ttur, krydd aðar verð áður 1 .158 kr. kg GOTT Á GRILLI[
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.