Fréttablaðið - 25.04.2013, Síða 74

Fréttablaðið - 25.04.2013, Síða 74
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 58 „Fyrst þegar ég sá handritið hélt ég að ég myndi aldrei ná að læra allan þennan texta. Það kom mér á óvart hvað það tók mig skamm- an tíma að læra allan textann því ,“ segir leikkonan Rán Ragnars- dóttir, sem fer með hlutverk Jane í uppfærslu Borgar leikhússins á Mary Poppins. Rán er 14 ára og elst í hópi þeirra sem fara með hlutverk systkinanna Jane og Michael. Áslaug Lárusdóttir leikur Jane til móts við Rán og með hlut- verk Michael fara Grettir Valsson og Patrekur Thor Herbertsson. „Við erum öll góðir vinir en ég þekkti bæði Áslaugu og Gretti því við lékum saman í Galdra- karlinum í Oz,“ segir Rán, en það verk var frumraun hennar í Borgarleikhús- inu og fór hún þar með nokkur minni hlutverk. Rán segist ekki hafa verið vongóð um að vera valin í hlutverk- ið eftir fyrstu pruf- una. „Ég hélt að ég hefði algjör- lega klúðrað söngprufunni svo það kom mér mikið á óvart þegar ég var boðuð í seinni prufuna,“ rifj- ar hún upp en hún þekkti söguna um göldróttu barnfóstruna ekki mikið áður en hún fékk hlutverk- ið. „Það er óhætt að segja að ég þekki hana töluvert betur núna,“ segir hún og hlær. Spurð hvert uppáhalds- lagið hennar í sýningunni sé nefnir hún lagið Allt er hægt og uppáhalds atriðin sín segir hún vera Matskeið af sykri og atriðið þegar leikföngin lifna við. Þegar hún á að velja uppáhalds- mótleikarann flækj- ast málin þó. „Þau eru öll svo frábær. Gói er samt brjálæðislega fynd- inn og hann er sá sem kemur manni oftast til að hlæja.“ Rán er að ljúka 8. bekk í Lang- holtsskóla en segist ekki hafa upplifað öfund frá skólafélög- unum. „Kannski helst því að á meðan á æfingarferlinu stóð fór ég oft úr skólanum í hádeginu. Á móti kom að ég þurfti bara að læra enn meira heima,“ segir hún og hlær. - trs Þekkir söguna betur núna Rán Ragnarsdóttir leikur Jane í Mary Poppins. Sýningin Mary Poppins er sú stærsta og veigamesta sem hefur verið sett á svið í Borgarleikhúsinu hingað til og er búið að ákveða að taka sýning- arnar upp aftur í haust. Hartnær 37.000 miðar hafa verið seldir á Mary Poppins frá því að sýningar hófust í febrúar. Alls koma 50 manns á sviðið í sýningunni auk þess er fjöldi fólks sem vinnur að sýningunni á bak við tjöldin. Yfir 200 sérsaumaðir búningar eru notaðir í verkinu. Hartnær 37.000 miðar seldir GÓÐIR VINIR Rán situr hér á leiksviðinu og með henni eru þau Áslaug, Grettir og Patrekur Thor, en þau eru hópurinn sem leikur systkinin Jane og Michael í Mary Poppins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ➜ Gói er alveg brjálæðislega fyndinn og hann er sá sem kemur manni oftast til að hlæja. PI PA R \T BW A SÍ A 1 31 17 3 ERU FRAMTÍÐAR- DRAUMARNIR KOMNIR Á FLUG? KYNNTU ÞÉR NÝTT OG SPENNANDI FLUGVIRKJANÁM Í KEILI! AST (Air Service Training ltd.) í Skotlandi hefur sett upp útibú frá skóla sínum hjá Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Nám í flugvirkjun er fyrir konur og karla sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi að viðhaldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Miklir alþjóðlegir atvinnumöguleikar eru fyrir flugvirkja og góð tækifæri til frekari menntunar og starfsþróunar. Um er að ræða tveggja ára samþykkt nám fyrir flugvirkja „Approved IR Part 66 Category B“ sem er bóklegt og verklegt iðnnám flugvirkja. Nánari upplýsingar á www.flugvirkjun.is KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.