Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 25.04.2013, Qupperneq 82
25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 66 Ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Bjarki Már Elísson HANDBOLTI Það liggur ekki enn fyrir hvar einn besti hornamaður landsins, Bjarki Már Elísson, leik- ur næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og því afar ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum HK. Bjarki Már hefur verið í við- ræðum við rússneska stór liðið Chekhovski Medvedi. Með því leika flestir lykilmenn rússneska landsliðsins og þjálfari liðsins, Vladimir Maximov, er einnig landsliðsþjálfari og forseti rúss- neska handboltasambandsins. „Það lítur ekki vel út með Med- vedi lengur en það er samt ekki farið út af borðinu. Félagið er í bullandi fjárhagsvandræðum og óvissa með framhaldið í augna- blikinu,“ sagði Bjarki Már, en aðalstuðningsaðili félagsins er að draga saman seglin og því bíður vinna forráðamanna félagsins að laða að nýja styrktaraðila. Medvedi er stolt rússneska handboltans og það yrði mikið áfall fyrir handboltann í landinu ef rekstrargrundvöllur liðsins myndi hrynja til grunna. „Ég var kominn með samnings- drög í hendurnar frá félaginu en ég vildi ekki taka því á meðan staðan er svona. Það er líklega vont að vera peningalaus í Rúss- landi. Það er nógu slæmt að vera blankur hérna heima.“ Hornamaðurinn knái segist ekki vera neitt sérstaklega svekktur með hvernig staðan á Medvedi- málinu sé því hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara. „Þetta var bara óvissa og ævintýri. Ég hef verið að spyrja strákana sem hafa spilað þarna í Meistara deildinni hvernig þetta sé þarna. Þeir hafa sagt að þetta sé ekkert sérstaklega huggulegt og spennandi. Það er alltaf þægi- legra að hafa Íslendinga nálægt en í þessu liði eru bara Rússar. Þarna er líka Úkraínumaður og Hvít- Rússi og þeir eru orðnir Rússar. Ætli ég hefði ekki verið orðinn Rússi eftir tvö ár,“ sagði Bjarki Már léttur að venju en bætti við á alvarlegri nótum að ef félagið næði að rétta sig við og hann færi þang- að væri hann að fá fínan samning. „Maximov sagði við umbann að hann vildi fá mig og ég þyrfti ekki að koma á reynslu. Samningur- inn sem ég fékk sendan var mjög góður miðað við fyrsta samning hjá hornamanni.“ Bjarki segir að þýskt félag hafi einnig áhuga á honum en að það mál sé ekki komið nógu langt til þess að hann vilji tjá sig um það. Það mál muni skýrast þegar tíma- bilinu lýkur í Þýskalandi. „Ég stefni enn á að fara út og ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Ég er metnaðarfullur og vil komast í landsliðið og til að ná þeim markmiðum þarf ég að kom- ast út.“ henry@frettabladid.is Líklega vont að vera blankur í Rússlandi Ekkert verður af því að hornamaðurinn Bjarki Már Elísson semji við rússneska félagið Chekhovski Medvedi á næstunni, þar sem félagið er í fj árhags- vandræðum. Bjarki Már stefnir engu að síður ótrauður á að komast út í sumar. ÆTLAR ÚT Bjarki Már stefnir ótrauður á að komast út í atvinnumennsku í sumar þó svo að líklega verði ekkert af Rússlands- ævintýri hans að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Tímabili úrúgvæska framherjans Luis Suarez, leik- manns Liverpool, lauk formlega í gær þegar hann var dæmdur í tíu leikja bann. Bannið fær hann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í leik liðanna um síðustu helgi. Aðeins fjórir leikir eru eftir af tímabilinu og Suarez verður því í banni í fyrstu sex leikjum Liver- pool á næstu leiktíð. Suarez mótmælti ekki kær- unni er hún var gefin út en hann sagði þá að þriggja leikja bann væri hæfileg refsing fyrir bitið. Dómstóll enska knattspyrnu- sambandsins var ekki á sama máli. „Félagið og leikmaðurinn eru mjög hissa á því hversu langt bannið er. Við bíðum nú eftir skriflegum rökstuðningi fyrir banninu og munum ekki tjá okkur frekar fyrr en við höfum farið yfir hann,“ sagði Ian Ayre, framkvæmda stjóri Liverpool. Suarez hefur fram á föstudag til þess að áfrýja banninu. - hbg Fékk tíu leikja bann Luis Suarez refsað grimmilega fyrir að bíta í leik. BANABITI SUAREZ? Menn velta nú fyrir sér hvort Suarez eigi framtíð fyrir sér hjá Liverpool. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Uli Höness, forseti Bayern München, var handtek- inn af þýsku lögreglunni í síðasta mánuði fyrir skattsvik. Honum var síðan sleppt gegn því að greiða fimm milljónir evra, 762 milljónir króna, í tryggingu. Höness liggur nú undir grun fyrir að hafa stundað skattsvik í Þýskalandi með því að fela háar fjárhæðir í svissneska banka- kerfinu. Málið hefur vakið talsverða athygli í Þýskalandi og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti meðal annars vonbrigðum sínum með gjörðir Höness. Sjálfur hefur hann viðurkennt að hafa gert mistök en að hann vilji bæta fyrir þau. Höness var viðstaddur þegar að Bayern vann 4-0 stórsigur á Barcelona í undan úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Höness gæti fengið fangelsis- dóm verði hann ákærður og sak- felldur. - esá Forseti Bayern handtekinn 9 mánuðir - Eric Cantona, leikmaður Manchester United, árið 1995 fyrir karatespark í áhorfanda. 9 mánuðir - Mark Bosnich, markvörður Chelsea, fyrir notkun á kókaíni árið 2003. 8 mánuðir - Rio Ferdinand, leikmaður Man- chester United, sem mætti ekki í lyfjapróf árið 2003. 7 mánuðir - Adrian Mutu, leikmaður Chelsea, féll á lyfjaprófi árið 2004. 12 leikir - Joey Barton, leikmaður Queens Park Rangers, fyrir ofbeldisfulla hegðun, í lokaleik tímabilsins í fyrra gegn Manchester City. 11 leikir - Paolo di Canio, leikmaður Sheffield Wednesday, fyrir að stjaka við dómaranum Paul Alcock árið 1998. 10 leikir - David Prutton, leikmaður Southamp- ton, fyrir að stjaka við dómaranum Alan Wiley árið 2005. 10 leikir - Luis Suarez, leikmaður Liverpool, fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea. 9 leikir - Paul Davis, leikmaður Arsenal, fyrir að kýla og kjálkabrjóta Glenn Cockerill, leikmann Southampton, árið 1998. 8 leikir - Luis Suarez, leikmaður Liverpool, fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra, leikmanns Manchester United. ➜ Lengstu bönnin í enska boltanum Veiðimenn sjá um eigin kost en geta fengið máltíðir sé þess óskað. Pantanir og nánari upplýsingar fást í síma 696 1130 og gisli@laxinn.is Laus veiðileyfi VESTURÁRDALUR ehf. HAFRALÓNSÁ 6 stanga holl: 26.-29. ág., 55.000 kr. pr. dag 29. ág.-1. sept., 48.000 kr. pr. dag 7.-10. sept., 35.000 kr. pr. dag 10.-13. sept., 32.000 kr. pr. dag 4 stanga holl: 13.-16. sept., 30.000 kr. pr. dag 16.-19. sept., 30.000 kr. pr. dag Laus veiðileyfi í einni rómuðustu stórlaxaá landsins. Stórbrotið umhverfi og stórir laxar! Veiðimenn sjá sjálfir um uppihald í mjög góðu húsi. Meðalveiði síðustu ár hefur verið 250-300 laxar á sumri. Verð á stöng á dag er 85.000. Þetta er einstakt tækifæri til að komast að í þessari eftirsóttu á. Pantanir og nánari upplýsingar fást í síma 696 1130 og gisli@laxinn.is Nýttu tækifærið! VESTURÁRDALUR ehf. VESTURDALSÁ 27.- 30. júlí 30. júlí - 2. ágúst 5. – 8. ágúst Það voru að losna nokkur holl í þessari eftirsóttu perlu. 3 stangir í 3 daga á besta tíma! FÓTBOLTI Pólverjinn Robert Lewandowski átti hugsanlega besta leik ferilsins í gær er hann skoraði öll fjögur mörk Dortmund í 4-1 sigri á Real Madrid. Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real hefur verk að vinna í síðari leiknum sem fram fer á Santiago Bernabéu. Þrjú marka Lewandowski komu úr opnum leik og eitt þeirra kom úr afar öruggri vítaspyrnu. Það var Cristiano Ronaldo sem skor- aði mark Real Madrid í leiknum. - hbg Ferna hjá Lewandowski Robert Lewandowski sá um að afgreiða Real Madrid. FERNA Lewandowski fagnar fjórða markinu í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.