Fréttablaðið - 26.04.2013, Síða 4
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
EFNAHAGSMÁL Peningastefnunefnd
Seðlabanka Íslands hefur tekið
ákvarðanir um vexti á grundvelli
áætlana um efnahagsbata sem
ekki hafa gengið eftir. Þetta segir
í nýju áliti Samtaka atvinnulífs-
ins (SA).
„Horfur í efnahags- og verð-
lagsmálum eru aðrar og lakari en
vaxtahækkunarferli undanfarinna
misseri byggði á,“ segir í álitinu.
SA telja því fullt tilefni til þess að
stýrivextir verði lækkaðir veru-
lega á næstunni og atvinnulífið
með því hvatt til fjárfestinga. - óká
SA kalla á lækkun vaxta:
Hvetja þarf
til fjárfestinga
DÝRAHALD „Íbúar eru orðnir lang-
þreyttir á að ekki virðist á neinn
hátt tekið á málinu,“ segir hverfis-
ráð Selfoss sem kveðst hafa fengið
fjölda ábendinga vegna lausagöngu
katta og hunda í bænum.
„Gerir hverfisráðið þá kröfu að
málinu verði flýtt og komið með
úrlausnir sem raunverulega breyta
þeirri stöðu sem er uppi,“ segir
hverfisráðið og gagnrýnir einnig
hversu gerð nýrrar hundasamþykkt-
ar gangi hægt, að ekki sé minnst á
kanínur sem geri íbúum lífið leitt.
„Virðast þær vera farnar að gera
sig heimakomnar í flestum íbúða-
hverfum Selfoss og spurning hvort
ekki þurfi, með einhverjum sýni-
legum ráðum, að taka á þeim vanda
sem fyrst.“ - gar
Hverfisráð á Selfossi ítrekar:
Íbúar þreyttir á
lausum köttum
SELFOSS Íbúar vilja „raunverulega“
breytingu.
Erfitt gæti reynst að úthluta þing-
sætum í samræmi við fylgi flokk-
anna á landsvísu í kosningunum á
laugardaginn vegna skorts á upp-
bótarþingmönnum. Það gæti leitt til
þess að flokkur eða flokkar fái fleiri
þingmenn en fylgi þeirra segir til
um, segir Þorkell Helgason, stærð-
fræðingur og fyrrverandi prófessor.
Þingsætunum 63 er úthlutað í
tvennu lagi. Annars vegar eru 54
kjördæmakjörnir þingmenn, en hins
vegar níu jöfnunarþingmenn.
„Jöfnunarsætin eru hugsuð til
þess að það náist pólitískur jöfn-
uður, að flokkarnir fái þingsæti í
samræmi við landsfylgið,“ segir
Þorkell. „Markmiðið var að flokk-
arnir fengju þingmenn eins og land-
ið væri eitt kjördæmi.“
Hann segir að stjórnvöldum hafi
oft verið bent á að níu jöfnunarþing-
menn geti hæglega orðið of fáir til
að ná því markmiði. Það getur til
dæmis gerst þannig að flokkur fái
fleiri kjördæmissæti en fylgi flokks-
ins á landsvísu segir til um, vegna
misjafns atkvæðavægis milli kjör-
dæma og sterkrar stöðu þess flokks
í landsbyggðarkjördæmunum.
Þá gæti pólitískt misvægi orðið
til komist margir flokkar yfir fimm
prósenta þröskuldinn. Nái þrjú
framboð rétt yfir fimm prósenta
fylgi en fengju engan kjördæmis-
kjörinn þingmann, geti þau fengið
alla níu jöfnunarþingmennina.
„Það var meðvitað hjá höfundum
laganna árið 2000 að skortur á jöfn-
unarþingmönnum myndi fyrst og
fremst bitna á stóru flokkunum,“
segir Þorkell. Þá leiði það til þess að
ekki náist að jafna innbyrðis milli
stóru flokkanna.
Verði niðurstöður kosninga í takti
við skoðanakönnun Fréttablaðsins
og Stöðvar 2, sem fjallað er um á
síðu 12, fær Framsóknarflokkur-
inn einum þingmanni meira en hann
ætti að fá samkvæmt landsfylgi. Sá
yrði á kostnað Sjálfstæðisflokksins
sem fengi einum færri en landsfylg-
ið segir til um, segir Þorkell.
Hann segir dæmi um mun meiri
skekkju af þessum orsökum í niður-
stöðum sumra annarra skoðana-
kannana fyrir þessar kosningar. Í
sumum tilvikum hafi skort fimm til
tíu jöfnunarþingmenn til að ná full-
kominni jöfnun þingsæta miðað við
kjörfylgi. Þorkell, sem sat í stjórn-
lagaráði, segir tillögur ráðsins hafa
tekið á þessum vanda, og miðað að
því að tryggja fullan jöfnuð milli
flokka. brjann@frettabladid.is
Jöfnunarþingmennirnir
gætu reynst vera of fáir
Hætta er á að sterkir landsbyggðarflokkar fái fleiri þingmenn en fylgi á landsvísu segir til um segir stærðfræð-
ingur. Markmið með jöfnunarþingmönnum var að koma í veg fyrir það. Lítil framboð gætu sópað þeim upp.
JAFNIR Jöfnunarþingmenn eru hugsaðir til að flokkar fái þingsæti í samræmi við fylgi þeirra á landsvísu, líkt og ef landið væri
allt eitt kjördæmi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Allt stefnir í að metfjöldi atkvæða í komandi alþingis-
kosningum verði greiddur framboðum sem ekki koma
mönnum á þing. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
og Stöðvar 2, sem nánar er fjallað um á síðu 12, myndu lítil
framboð fá samtals 11,6 prósent atkvæða.
„Það eru engin dæmi um það að svo mikið fylgi leiði ekki
til þingsæta frá því hlutfallskosningar voru alfarið teknar
upp 1959. Fyrra met í þessum efnum var helmingi lægra,“
segir Þorkell Helgason, fyrrverandi prófessor. Það gerðist
árið 1978, þegar hlutfallið var 5,5 prósent.
Framboð þurfa að ná fimm prósenta fylgi til að eiga rétt
á jöfnunarþingmönnum, þó framboð sem fá minna fylgi geti vissulega fengið
kjördæmakjörna þingmenn. „Það er auðvitað pólitísk spurning hvort það á að
vera þröskuldur, en svona er staðan,“ segir Þorkell.
Hann bendir þó á að tal um „dauð atkvæði“ sé á villigötum, enda séu alltaf
fjölmörg atkvæði sem ekki nýtist flokkum til að fá þingmenn. Þannig geti
flokkur þurft 30 þúsund atkvæði til að fá tíu þingmenn, en 33 þúsund til að
ná ellefu. Fái flokkurinn 32 þúsund atkvæði gagnist tvö þúsund ekki, og falli
tæknilega séð dauð niður. Þannig sé alltaf óhjákvæmilegt að atkvæði falli dauð
niður, sama hverjum atkvæðið sé greitt.
Alltaf atkvæði sem falla dauð niður
BANDARÍKIN, AP Bræðurnir
sem sprengdu tvær sprengjur
í Boston-maraþoninu í síðustu
viku ætluðu að sprengja fimm
sprengjur til viðbótar á Times
Square í New York. Michael
Bloomberg, borgarstjóri New
York, greindi frá þessu í gær.
Bloomberg og lögreglustjór-
inn Raymond Kelly töluðu um
málið á blaðamannafundi. Þeir
sögðu að Dzhokhar Tsarnaev,
yngri bróðirinn og sá sem lifði
af, hefði greint lögreglumönnum
frá þessu. Bræðurnir hafi ákveð-
ið í skyndi að þeir myndu keyra
til New York og sprengja þar. Það
átti að gerast á fimmtudag í síð-
ustu viku, þegar þeir rændu bíl.
„Áætlanirnar féllu um sjálfar sig
þegar þeir gerðu sér grein fyrir
því að bíllinn sem þeir rændu var
bensínlítill og þeir skipuðu bíl-
stjóranum að stoppa á nálægri
bensínstöð,“ sagði Kelly. Bílstjór-
inn flúði hins vegar og hringdi á
lögreglu, sem elti bræðurna uppi
á stolna bílnum.
Faðir bræðranna greindi í gær
frá því að hann væri á leið til
Bandaríkjanna, en fjölskyldan
vill jarða eldri bróðurinn í Rúss-
landi. - þeb
Tsarnaev-bræður voru á leið á Times Square þegar lögregla stöðvaði þá:
Ætluðu að sprengja í New York
DZHOKHAR OG TAMERLAN Tsarnaev
ÞORKELL
HELGASON
DÓMSMÁL Símon Sigvaldason
mun taka við sem dómari í al-
Thani-málinu svokallaða. Einnig
er fyrirhugað að aðalmeðferð
málsins fari fram í október en
ekki í febrúar á næsta ári eins og
talið var.
Þetta kom fram í fréttum RÚV
í gær. Símon tekur við málinu af
Pétri Guðgeirssyni sem er að fara
í veikindaleyfi. Málinu var frest-
að fyrir nokkru þar sem Gestur
Jónsson og Ragnar H. Hall verj-
endur sögðu sig frá málinu. - þeb
Aðalmeðferð í október:
Símon tekur
við al-Thani
2013
207,1194
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
116,86 117,42
178,58 179,44
152,08 152,94
20,4 20,52
19,789 19,905
17,686 17,79
1,1722 1,179
175,4 176,44
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
24.4.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
gerir grillmat að hreinu lostæti!
E
N
N
E
M
M
/S
IA
/N
M
57
44
6
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
57
44
6
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Sunnudagur
Hvasst/stormur norðanlands, hægari
sunnan til.
VAXANDI VINDUR um vestanvert landið í kvöld með úrkomu sem gengur til austur
í nótt. Á morgun verður minnkandi rigning en annað kvöld snýst í vaxandi norðanátt
með snjókomu norðanlands og jafnvel stormi um tíma á sunnudag.
1°
7
m/s
1°
6
m/s
1°
2
m/s
2°
6
m/s
Á morgun
Strekkingur/hvasst með S-ströndinni
annars hægari.
Gildistími korta er um hádegi
3°
0°
3°
0°
-1°
Alicante
Aþena
Basel
21°
27°
17°
Berlín
Billund
Frankfurt
24°
11°
21°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
24°
9°
9°
Las Palmas
London
Mallorca
25°
12°
20°
New York
Orlando
Ósló
17°
28°
13°
París
San Francisco
Stokkhólmur
16°
17°
10°
3°
2
m/s
2°
5
m/s
-1°
2
m/s
-1°
4
m/s
-1°
3
m/s
0°
5
m/s
-4°
1
m/s
6°
4°
8°
7°
6°