Fréttablaðið - 26.04.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 26.04.2013, Síða 12
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 12 2013 HEIMILD: KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 DAGANA 22. TIL 24. APRÍL 2013FYLGI FLOKKANNA H úm an is ta - fl ok ku ri nn St ur la Jó ns so n La nd sb yg gð ar - fl ok ku ri nn A lþ ýð uf yl ki ng in R eg nb og in n P ír at ar Fl ok ku r he im ila nn a Lý ðr æ ði s- va kt in D ög un 40% 30% 20% 10% 0% 22 ,9 % 14 ,7 % 10 ,9 % 25 ,4 % 7, 6% 2, 4% 0, 2% 2 ,7 % 0, 9% 0, 2% 2, 0% 0, 1% 0, 1% 3 ,0 % 6, 3% 6, 5% 30 ,3 % 26 ,9 % 0, 8% 0, 0% 2, 4% 0, 0% 0, 1% 1, 7% 0, 2% 0, 1% 3 ,0 % 13 ,7 % 7, 9% 5, 6% Framsóknarflokkurinn er enn stærsti flokkurinn þó hann hafi tapað fylgi frá síð- ustu viku. Heldur dregur úr stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, en stjórnarflokkarnir styrkja stöðu sína á síðustu dögunum fyrir kosningar, samkvæmt niðurstöðu skoðana- könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var dagana 22. til 24. apríl, er aðeins einn möguleiki á tveggja flokka stjórn, sam- starf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Flokkarnir hafa innan við helming atkvæða á bak við sig, samanlagt 48,3 pró- sent, en fengju 36 þingmenn kjörna. Framsóknarflokkurinn fengi 25,4 pró- sent atkvæða og nítján þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Í könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2 sem birt var í síðustu viku mældist fylgi flokksins 30,3 prósent og hefur því látið verulega undan síga. Flokkurinn hefur hvað sem því líður styrkt stöðu sína verulega frá kosning- unum 2009 þegar 14,8 prósent kusu Fram- sókn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,9 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og sautján þingmenn. Þetta er undir 23,7 prósenta kjörfylgis flokksins í kosningunum 2009. Það hlýtur að vera forystu flokksins veru- legt áhyggjuefni að fylgið mælist svipað og í síðustu kosningum í vikunni fyrir alþing- iskosningarnar á laugardag, enda fylgið í sögulegu lágmarki eftir hrunið í kosning- unum 2009. Samfylkingin hefur sótt á síðustu vik- una, og fengi 14,7 prósent atkvæða og tíu þingmenn yrðu niðurstöður kosninganna á laugardag í takti við könnun Fréttablaðs- ins og Stöðvar 2. Fylgisaukningin á síðustu metrunum er lítil huggun fyrir forystu flokksins. Flokkurinn stefnir í sögulegt fylgistap og hefur tapað meira en helmingi fylgis síns frá kosningunum 2009, þegar 29,8 prósent kusu Samfylkinguna. Vinstri grænir hafa bætt við sig á síð- ustu viku, mælast nú með 10,9 prósenta fylgi samanborið við 7,9 prósent í síðustu könnun. Þeir fengju átta þingmenn yrði þetta niðurstaða kosninganna á laugar- dag. Eins og hinn stjórnarflokkurinn hafa Vinstri grænir tapað helmingi kjörfylgis síns, en þeir fengu 21,7 prósenta fylgi í síð- ustu kosningum. Björt framtíð fengi 7,6 prósenta fylgi yrði kosið nú samkvæmt könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við flokkinn hefur heldur þokast upp á við frá síðustu könnun, en er vel innan við helmingur þess stuðnings sem flokkurinn naut samkvæmt skoðanakönnunum í lok janúar, þegar 16,4 prósent studdu flokk- inn. Björt framtíð fengi fimm þingmenn miðað við þessa niðurstöðu. Stuðningur við Pírata hefur aukist lítil- lega frá síðustu viku, þeir fengju 6,3 pró- sent atkvæða yrði kosið nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en mældust með stuðning 5,6 prósenta fylgi í síðustu viku. Píratar kæmu fjórum mönn- um á þing yrðu þetta niðurstöður kosn- inga. Aðrir flokkar næðu ekki mönnum á þing, samkvæmt könnuninni. Ein tveggja flokka stjórn möguleg Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa tapað fylgi síðustu vikuna samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þeir eru þrátt fyrir það einu flokkarnir sem geta myndað tveggja flokka stjórn. Stjórnarflokkarnir styrkja stöðu sína heldur en stefna í sögulegt fylgistap. Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Úrtakið í könnuninni var 2.699 manns en hringt var þar til náðist í 2.000 sam- kvæmt lagskiptu úrtaki dagana 22. til 24. apríl. Svarhlutfallið var 74,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúr- taki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 67,3 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar. ➜ Aðferðafræðin Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var gerð á þriggja daga tímabili, og náði til 2.000 kjósenda. Hringt var í eitt þúsund manns á mánudags- og þriðjudagskvöld, og niðurstöðurnar birtar í Fréttablaðinu á miðvikudag. Á miðvikudag var hringt í eitt þúsund til viðbótar og svörum þeirra bætt við hin svörin til að fá sem nákvæmasta niðurstöðu. Séu niðurstöðurnar eftir fyrri kvöldin tvö bornar saman við niðurstöðurnar frá því á mið- vikudagskvöld kemur í ljós að fylgi Sjálfstæðisflokksins er að dragast saman, en stuðningur við stjórnarflokkana og Dögun aukast. Þannig mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 21,9 prósent í þeim hluta könnunarinnar sem unnin var á miðvikudag, og Framsóknarflokkurinn með 25,1. Samfylkingin virðist hins vegar á siglingu með 16,1 prósents fylgi og Vinstri græn með 11,5 prósent. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR Á NIÐURLEIÐ FJÖLDI ÞINGMANNA Í NORÐVESTURKJÖRDÆMI FJÖLDI ÞINGMANNA Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI FJÖLDI ÞINGMANNA Í SUÐURKJÖRÆMI FJÖLDI ÞINGMANNA Í SUÐVESTURKJÖRÆMI FJÖLDI ÞINGMANNA Í REYKJAVÍK NORÐUR FJÖLDI ÞINGMANNA Í REYKJAVÍK SUÐUR SKIPTING ÞINGSÆTA Þingsæti nú Miðað við könnunina 22. til 24. apríl 2013 19 17 10 4 8 529 16 19 11 3 Dögun 2 Píratar 1 Utan flokka SKIPTING ÞINGSÆTA FLOKKANA EFTIR KJÖRDÆMUM Tvö ný framboð, Björt framtíð og Píratar, ná mönnum á þing samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var 22. til 24. apríl. Alls ætla 11,6 prósent að greiða flokkum sem ekki ná mönnum á þing atkvæði sitt, samkvæmt niðurstöðum könnunar- innar, sem yrði metfjöldi frá því núverandi kosningakerfi var tekið upp árið 1959. Dögun kemst næst því að ná mönnum á þing, en þrjú prósent landsmanna styðja flokkinn samkvæmt könnuninni. Flokkur heimilanna nýtur svipaðs stuðnings, 2,7 prósent ætla að kjósa flokkinn á laugardag. Hægri grænir eru ekki langt undan með 2,4 prósenta stuðning, og Lýðræðisvaktin mælist með stuðning tveggja prósenta. Aðrir flokkar mælast með stuðning undir einu prósenti. Regnboginn mælist með 0,9 prósent, Húmanistaflokkurinn og Sturla Jónsson með 0,2 prósent og Landsbyggðarflokkurinn og Alþýðuhreyfingin með 0,1 prósent. METFJÖLDI VILL FRAMBOÐ SEM NÁ EKKI INN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.