Fréttablaðið - 26.04.2013, Side 23

Fréttablaðið - 26.04.2013, Side 23
Umhverfisátak Toshiki Toma, prestur inn-flytjenda á Íslandi, er ófeiminn við að tjá sig um málefni líðandi stundar. Á bloggsíðu hans og heimasíðu má finna fjölda predikana, ljóða og bloggfærslna um hin ýmsu mál- efni ásamt fleiru. Þar á meðal var neðangreind uppskrift sem Toshiki tók vel í að deila með les- endum. „Þetta er mjög einfaldur og bragðgóður réttur og einn af þeim sem ég lærði fljótlega eftir að ég byrjaði að elda mat sjálfur,“ segir Toshiki um réttinn. Uppskriftin er að steiktum svínalundum með tómötum, eggjum og edamame-baunum fyrir tvo. „Þar sem svínakjöt er bragðlítið kjöt læt ég það liggja í sojasósu og mirin, þetta er sér- staklega mikilvægt ef um steikta rétti er að ræða eins og þennan. Það góða við þennan rétt er að hann er einfaldur og hráefnið er auðfengið. Ég hvet fólk til að prófa einu sinni.“ Heimasíða Tos- hiki er www.toma.is og bloggsíð- an hans er www.toshiki.blog.is. BEINT FRÁ JAPAN EINFALDUR RÉTTUR Toshiki Toma, presti innflytjenda, er margt til lista lagt. Hann semur ljóð, bloggar um öll heimsins mál og er liðtækur í eldhúsinu. 200-240g svínalundir 150g frosnar Edamame-baunir í baunaslíðrum (fæst í Hagkaup) 2 tómatar 3 egg 2 tsk. saxað engifer 1 tsk. kartöflumjöl 40 ml Kikkoman-sojasósa 20 ml mirinsósa Jurtaolía eftir þörfum, ekki ólívuolía. AÐFERÐ Skerið svínakjötið niður í fimm til átta millimetra þykkar sneiðar. Blandið saman mirin-, sojasósu og kartöflumjöli í skál. Setjið sneiðarnar út í og látið liggja í leginum í um það bil klukkustund við stofuhita. Sjóðið edamame- baunabelgi samkvæmt leiðbein- ingum á pakka. Búið til mjúka eggjahræru á meðan edamame- baunirnar kólna en takið svo baunirnar úr baunaslíðrinu. Takið eggjahræruna til hliðar. Skerið hvern tómat niður í sex bita. Setjið olíu á pönnu og steikið engiferið. Bætið svínakjötinu á pönnuna og steikið en reynið að taka sem minnst af leginum með. Þegar kjötið er orðið steikt er tómötunum bætt út á þar til þeir verða mjúkir. Varist að hræra of mikið þannig að tómatarnir fari í mauk. Hellið þá restinni af mirin- og sojasósunni yfir og bætið við baunum og eggjarhræru við og blandið varlega saman. Berið fram með hrísgrjónum. SVÍNALUNDIR MEÐ TÓMÖTUM, EGGJUM OG EDAMAME-BAUNUM. Því miður er allt of fáum rafhlöðum skilað ár- lega. Hægt er að skila rafhlöðum á söfnunar- stöðvar sveitarfélaga, til söluaðila rafhlaðna og bensínstöðva. 15% KYNNINGARAFSLÁTTURÍ APRÍL Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Glæsilegar hljóðlátar viftur og hitablásarar með air multiplier tækni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.