Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 24
FÓLK|HELGIN ODDVITINN Katrín Theodórsdóttir stýrir störfum yfirkjör- stjórnar í Reykjavíkur- kjördæmi norður. MYND/GVA Mikið mun mæða á yfirkjörstjór-num, öðrum kosninganefndum og starfsmönnum þeirra um helgina þegar alþingiskosningar fara fram. Stór hópur fólks víða um land mun eyða laugardeginum og aðfaranótt sunnudags við að aðstoða kjósendur og flokka og telja atkvæði. Katrín Theo- dórsdóttir er oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og segir hún annasama en skemmtilega helgi fram undan. „Það er virkilega gaman að vinna við kosningar og í raun minnir þetta á vertíð þegar kosningavélin er ræst og sett í fullan gang nokkrum vikum fyrir kosningar. Með okkur er stór hópur fólks sem margt hvert hefur tekið þátt í svona starfi í áratugi.“ Á kjördag verður búið að breyta Ráðhúsi Reykjavíkur í kjörstað eins og undanfarin ár. „Fyrir utan að leiðbeina og hjálpa kjósendum eftir þörfum þurfa starfsmenn kjörstjórna að ganga frá flóknum uppgjörum því allt þarf að stemma áður en kjörgögnin eru afhent yfirkjörstjórn sem hefur aðsetur í Ráð- húsinu. Eftir lokun kjörstaða kl. 22.00 getur hin eiginlega talning farið fram en þá hefur hópur fólks staðið og flokkað seðla frá lokun hússins kl. 19.00.“ Þrátt fyrir mikla fjölgun framboða í ár vonar Katrín að flokkun atkvæða og talning þeirra taki ekki lengri tíma en venju- lega. Um sjötíu manns eyða kvöldinu og aðfaranótt sunnudags í Ráðhúsinu við talningu atkvæða. Talningarfólkið er svo öflugt að það er eins og að horfa á sjónhverfingamenn að störfum að sögn Katrínar. „Þessi vinna er eðli máls- ins samkvæmt mikil nákvæmisvinna og mesta pressan snýr að því að vera tilbúinn með fyrstu tölur á réttum tíma. Þessa vinnu þarf því að vinna af mikilli nákvæmni og stundum er talið og endurtalið til morguns ef dæmið gengur ekki upp, en þá getur þurft að fara yfir öll kjörgögnin aftur. Þeir sem vinna við talningu vita svo sem hvað þeir eiga í vændum og að nóttin geti orðið löng. Það telst gott að vera búinn klukkan þrjú um nóttu.“ Sunnudagur eftir kjördag verður því rólegur dagur hjá Katrínu sem hyggst eyða honum í hvíld og lestur, helst í rúminu að eigin sögn. ■ starri@365.is TALIÐ FRAM Á NÓTT KOSNINGAR Fjöldi manns eyðir laugardagskvöldi og aðfaranótt sunnudags í talningu atkvæða vegna alþingiskosninga sem fara fram um helgina Þar er hægt að skoða hversu mikið má spara með því að skipta um gler í hús- inu og þannig lækka hitakostnaðinn. Slíkt getur skipt verulegu máli, einkum hjá þeim sem búa á hinum svokölluðu köldu svæðum á landinu, því þar er kyndingarkostnaður mun hærri en á svæðum þar sem hús eru hituð með jarðhitavatni. Þar eru líka reiknivélar sem hjálpa þér að bera saman mismunandi teg- undir bifreiða, skoða hversu mikið hver tegund eyðir og hvað rekstur bifreiðarinnar er þá mikill á ári. Þessa reiknivél er sjálfsagt að skoða áður en ráðist er í bifreiðakaup. Einnig er hægt að reikna út ferðakostnað bifreiða, þegar farið er í lengri og styttri ferðir. Þeir sem hjóla í vinnuna geta líka reiknað út hversu mikið þeir spara með því að hjóla í stað þess að keyra í vinnuna. Einnig geta þeir reiknað út hversu miklu „eldsneyti“ – eða kaloríum eytt er í hverri ferð, því þegar hjólað er þá er verið að brenna líkamsfitu í stað jarðefnaeldsneytis. HVERJU ERTU AÐ BRENNA? Inni á vef Orkuseturs eru ótal reiknivélar þar sem hægt er að reikna út ýmsa kostnaðarliði, sem snúa að gjöldum sem tengjast daglegu lífi flestra. Sæktu þér nýja appið og hlustaðu á FM957 hvar og hvenær sem er! Farðu á visir.is/utvapp eða skannaðu QR kóðann og sæktu Útvappið fyrir iOS eða Android. Fáðu FM95BLÖ í símann þinn! Ný tt ap p GRÆNN APRÍL GRÆNN APRÍL hvetur þig til að leita frekari upplýsinga inni á: www.orkusetur.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.