Fréttablaðið - 26.04.2013, Page 26
KYNNING − AUGLÝSINGPitsur FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sigurður Helgi Grímsson, sigurdurhg@365.is, s. 512 5464
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Löngu áður en orðið útrás-arvíkingur varð til stofn-uðu fjórir ungir menn pitsu-
keðjuna Pizza 67 á Íslandi. Fyrsti
staðurinn var opnaður í Nethyl í
Reykjavík í september árið 1992.
Þremur árum síðar var fyrirtæk-
ið orðið að stórfyrirtæki á íslensk-
an mælikvarða, rak sextán staði
og var með tæplega 200 manns
á launaskrá. Fjórmenningarn-
ir Einar Kristjánsson, Guðjón
Gíslason, Georg Georgiou og Árni
Björgvinsson létu þó ekki staðar
numið heldur hófu að þreifa fyrir
sér varðandi opnun fleiri staða er-
lendis. Í því skyni leituðu þeir til
lögfræðingsins Gísla Gíslasonar
til að aðstoða þá við að setja upp
sérleyfiskerfi. „Við hófumst handa
við að byggja upp sérleyfiskerfi í
tengslum við Pizza 67 og leituðum
aðstoðar hjá bandarísku fyrirtæki
sem sérhæfir sig á því sviði. Starfs-
menn fyrirtækisins hrósuðu okkur
mikið fyrir þá vinnu sem við höfð-
um lagt í og vorum við því nokkuð
brattir í upphafi þegar við hófum
að selja sérleyfi. Þegar mest var
vorum við með 26 staði í sjö lönd-
um.“
Gísli segir vöxt fyrirtækisins
hafa verið miklu meiri en þá fé-
laga óraði fyrir í upphafi. Innan
skamms hafi átt að fara í hlutafjár-
útboð í Bandaríkjunum samhliða
opnunar pitsustaða þar í landi
og árið 1996 hafi þeir opnað stað
í Kína. „Á þessum tíma var Kína
að opnast fyrir erlendum fjárfest-
um en þá var engin erlend skyndi-
bitakeðja þar. Hingað til lands kom
kínversk sendinefnd sem snæddi
einn daginn á Pizza 67 í Tryggva-
götu. Þeir voru meðal annars að
leita að keðjum sem hægt væri
að setja á fót í heimalandi þeirra.
Þeir hrifust svo af staðnum að
hringt var í mig og ég boðaður á
fund. Seinna meir opnuðum við
fyrsta staðinn í verslunarmið-
stöð í Tianjin, þriðju stærstu borg
landsins. Staðurinn gekk mjög vel
og hálfu ári síðar vildu samstarfs-
félagar okkar opna 100 nýja staði í
jafnmörgum verslunarmiðstöðv-
um. Þar sem Kínverjar þekktu ekki
sérleyfisformið á þessum tíma
hefði það þýtt að við hefðum þurft
að leggja út gríðarlega mikla fjár-
muni til að gera þetta verkefni að
veruleika. Auk þess hefðum við
þurft að taka alla þá sem þekktu til
pitsugerðar á Íslandi með okkur til
Kína þar sem við þurftum að kenna
þeim allt. Á þessum tímapunkti
ákváðum við að segja þetta gott
og þökkuðum pent fyrir okkur. Á
sama tíma vorum við allir farnir að
sinna öðrum verkefnum enda var
það aldrei á dagskrá okkar að reka
skyndibitastaði allt okkar líf.“
Starfsemi í sjö löndum
Pizza 67 var eitt fyrsta útrásar-
fyrirtæki þjóðarinnar og var með
starfsemi í sjö löndum þegar mest
var, á Íslandi og Spáni, í Tékk-
landi, Færeyjum, Noregi, Dan-
mörku og Kína.
Að sögn Gísla gengu allir stað-
irnir vel. Það var fyrst og fremst
áhugaleysi eigenda sem haml-
aði frekari vexti. „Við vorum bara
hættir að sinna þessu. Þegar
maður rekur sérleyfiskerfi þarf
stöðugt að sinna viðskiptavinum
sem eru þeir sem reka staðina.
Tengingin bara dó og segja má að
mamman hafi bara klippt á nafla-
strenginn.“
Flestir staðanna hættu f ljót-
lega en í dag eru þó enn rekn-
ir þrír staðir undir nafninu Pizza
67: í Vestmannaeyjum, á Siglu-
firði og í Færeyjum. „Keðjan hefur
því aldrei slitnað á þessum tutt-
ugu árum sem liðin eru. Nú finn-
um við fyrir áhuga fjárfesta á að
opna f leiri staði aftur hérlendis
og það er aldrei að vita hvað verð-
ur úr þeim hugmyndum. Það væri
a.m.k. gaman að sjá einn stóran
stað í Reykjavík aftur.“
Þegar Gísli horfir til baka segir
hann þessi ár hafa verið gríðar-
lega skemmtilegan tíma. „Við
græddum ágætlega á þessu ævin-
týri en eyddum þeim peningum
jafnóðum enda var Pizza 67 ekki
hugsað sem fyrirtæki heldur æv-
intýri. Á einhverjum tímapunkti
hefði verið hægt að taka ákvörðun
um að breyta ævintýrinu í alvöru
fyrirtæki en það var ekki gert.
Árið 1997 gátu menn eins og við
ekki heldur gengið inn í banka hér
á landi og fengið fjármagn fyrir
frekari vexti pitsustaða erlendis.
Bankakerfið hafði ekki skilning á
svona rekstri á þeim tíma en fjár-
málaumhverfið átti eftir að breyt-
ast fáum árum seinna.“
Ekki fyrirtæki
heldur ævintýri
Útrásarævintýri pitsukeðjunnar Pizza 67 er merkilegur kafli í íslenskri
viðskiptasögu. Þrátt fyrir að hafa náð mjög góðum árangri á skömmum tíma
ákváðu eigendur að snúa sér að öðrum verkefnum.
Við opnun Pizza 67 í Kaupmannahöfn árið 1996. Gísli Gíslason stendur við hlið forsetans
og Einar Kristjánsson við hlið Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur heitinnar. MYND/ÚR EINKASAFNI
Árið 1996 opnaði Pizza 67 stað í Kína sem naut mikilla vinsælda. MYND/ÚR EINKASAFNI
FYRSTA PITSAN Á ÍTALÍU
Uppruna pitsunnar eins og við þekkjum hana í
dag má rekja til innflutnings tómata til Ítalíu á 16.
öld. Tómatar komu fyrst til Ítalíu frá Perú. Flestir
Evrópubúar óttuðust að tómatar væru eitraðir
enda töldu þeir þá vera af næturskugga-
ætt eða „Nightshade family”.
Fátækir og svangir íbúar Napólí
á Ítalíu létu það ekki aftra sér og
sneiddu tómatana niður á flat-
brauð, settu
ost yfir og bökuðu. Þannig
komust þeir að því að tómat-
arnir voru ekki eitraðir heldur hinn mesti
herramannsmatur. Upp frá þessu jukust
vinsældir pitsunnar en þó fyrst aðeins hjá
bændum og íbúum Napólí.
Fyrsti matsölustaðurinn sem vitað er að
selt hafi pitsur er staðurinn Port´Alba í
Napólí. Þar voru seldar pitsur allt frá árinu
1738 en frá árinu 1830 voru þar ein-
göngu seldar pitsur. Port´Alba
er enn í rekstri í dag. Um
miðja 19.öld var pitsa
orðin vel þekkt um
alla Ítalíu.
heimild:www.pas-
sion-4-pizza.com
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS