Fréttablaðið - 26.04.2013, Qupperneq 28
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og annað frábært. Hönnun, heilsa og hamingja. Alda B. og Júlía spjalla. Tíska og menning. Spjörunum úr og helgarmaturinn.
2 • LÍFIÐ 26. APRÍL 2013
HVERJIR
HVAR?
Umsjón blaðsins
Kolbrún Pálína Helgadóttir
kolbrunp@365.is
Umsjón Lífsins á Vísir.is
Ellý Ármanns
elly@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
Lífið
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
www.visir.is/lifid
Lífi ð
Hamingja, fólk og
annað frábært
KVENNASAMKOMA Fjöldi kvenna í FKA, Félagi
kvenna í atvinnulífinu, kom saman á léttum fundi
fyrr í vikunni þar sem yfirskriftin var „Kvenímynd-
in: Skækjur, gyðjur eða töffarar“. Þóra Arnórsdótt-
ir fjölmiðlakona og Halldóra Gyða Matthíasdótt-
ir Proppé útibússtjóri voru fyrirlesarar kvöldsins en
á meðal gesta voru Hafdís Jónsdóttir, eigandi
World Class, Marentza Poulsen smurbrauðs-
jómfrú, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmda-
stjóri og fjölmiðlakona, og Sólveig Guð-
mundsdóttir, eigandi Culiacan.
Þ
etta kom þannig til að
við Gunnar, sem hefur
staðið fyrir MasterC-
hef-námskeiðum og
keppnum fyrir fyrir-
tækjahópa hjá okkur, vorum að
spjalla saman og fram kom í máli
hans að hann fyndi fyrir mikl-
um áhuga barna og unglinga á
Master Chef-keppninni og honum
sjálfum sem sigur vegara þeirrar
keppni,“ segir Auður Ögn Árna-
dóttir í Salt eldhúsi aðspurð um
ný barna- og unglingamatreiðsl-
unámskeið sem haldin verða um
helgina. Það verður enginn annar
en Gunnar Helgi sem mun sjá um
námskeiðin. Auður segir Gunn-
ar Helga hafa fengið aðdáenda-
bréf frá allt niður í tíu ára göml-
um krökkum og að þeir virðist
óhræddir við að spjalla við hann
á förnum vegi.
„Þá fékk ég strax þessa hug-
mynd því ég hafði oftsinnis feng-
ið fyrirspurnir um námskeið
fyrir þennan aldurshóp en ekki
getað brugðist við því fyrr en
þarna og ég sá mér leik á borði
og bókaði hann bara strax.“
Þau Auður og Gunnar Helgi
ætla að fara af stað með nám-
skeið fyrir tvo hópa til að byrja
með, annars vegar börn 9-13 ára
og hins vegar unglinga 14-18 ára.
„Í yngri hópnum er gert
ráð fyrir að þau útbúi algjöra
krakka klassík en það er pitsa og
súkku laðimuffins. Gunnar ætlar
þó að kenna þeim útgáfu af pitsa-
deigi sem þarfnast ekki gers og
tómatsósuna fá þau að gera alveg
sjálf frá grunni.“ Með því lang-
ar þau Auði og Gunnar að vekja
krakkana til vitundar um hvaða
hráefni eru í matnum sem þau
eru að borða og sýna fram á að
það að gera hlutina frá grunni
sjálfur þarf hvorki að vera flók-
ið né tímafrekt. „Muffins er
svo eitthvað sem allir krakk-
ar þekkja, en sumir kannast
helst við fyrirbrigðið úr pökk-
um frá Betty Crocker. Þarna fá
þau að spreyta sig á bakstrinum
frá grunni og í lokin munum við
að sjálfsögðu skreyta kökurnar á
mjög listfengan hátt.“
Þegar kom að eldri hópn-
um, gerðu þau skoðanakönnun
meðal unglinga í kringum sig til
að komast að því hvað það væri
sem þá myndi helst langa að
læra að gera. „Niðurstaðan var
sú þau vildu helst fá leiðsögn um
hvað þau gætu gert handa sér
sem millibita þegar þau kæmu
svöng heim úr skólanum, eitt-
hvað sem gæti einnig gagnast
sem kvöldverður ef því væri að
skipta. Gunnar er búinn að setja
saman spennandi matseðil af
fylltum vefjum og brauði í alls
kyns útgáfum, bæði heitt og kalt.
Í eftirrétt gera þau svo súkku-
laðirúllutertu með súkku laði,
banana- og rjómakremi,“ segir
Auður að lokum, spennt yfir
verkefninu.
Öll börnin fá uppskriftamöppu
með sér heim og afnot af svuntu
á meðan á námskeiðinu stendur.
Námskeiðin verða haldin 28.
apríl og allar nánari upplýsing-
ar og skráning er á www.salteld-
hus.is.
FÓLK GUNNAR MASTERCHEF
KENNIR BÖRNUM AÐ ELDA
Gunnar Helgi Guðjónsson, fyrsti meistarakokkur Íslands í MasterChef, hefur fengið mikla athygli barna og unglinga eftir
sigurinn. Hann ætlar nú í samstarfi við Salt eldhús að hafa áhrif á unga fólkið og kenna því að elda frá grunni.
Hvað gerir þú til að tæma hugann eftir erfiða vinnuviku ? Ég er
nýbyrjuð aftur í Hot yoga í World Class. Á föstudögum úti á Seltjarnar-
nesi er María með „Sacred music hot vinyasa“ tíma þar sem ljósin
eru slökkt og kertum er raðað um salinn. Það er fullkomin leið til að
tæma hugann og losa sig við allt stress sem hefur safnast saman í
vikunni.
Hvernig hleður þú batteríin? Ég er þeim hæfileika gædd að
geta sofnað hvar sem er, hvenær sem er. Það er því einstaklega
gott þegar maður er sífellt á ferðinni að geta tekið 15 mínútna
lögn í bílnum, í stól eða undir borði. Það er svona skammtíma-
hleðsla á batteríunum – kemur manni í gegnum langan dag ef
nóttin áður var ekki nýtt nægilega vel í svefn. En langtímahleðsl-
an á sér stað uppi í bústað hjá ömmu og afa eða í Baðstofunni
með vinkonunum.
Hugleiðir þú eða notast þú við aðrar aðferðir til að
rækta hugann? Alveg frá því að ég var mjög ung hef ég allt-
af lesið mjög mikið. Mér finnst það besta leiðin til að rækta hug-
ann, það róar hann og maður nær að gleyma öllu öðru. Það er
líka mjög nærandi að fara í jóga og hugleiða þar, orkan í salnum
er alltaf svo góð og fyrir manneskju eins og mig er mjög gott að
mega ekki tala í heilar 90 mínútur.
Viltu deila með okkur uppáhaldshamingjumolanum
þínum/tilvitnun? Ég held að mikilvægast sé að muna að
hamingjan kemur innan frá – með því að gera það sem
færir þér hamingju og umkringja þig af fólki sem viðheldur
þeirri hamingju. Muna að halda jafnaðargeðinu og láta
ekkert eða engan stela frá þér gleðinni í lífinu!
Hvernig ræktar þú vini þína? Einfaldlega með
því að hitta þá eins oft og ég get. Flestir vinir mínir eru
reyndar núna einhvers staðar lengst úti í stóra heiminum
í alls konar ferðalögum þannig að þá er gott að hafa
Facebook og Skype og Snapchat. Snapchat er snilld.
Unnur Eggertsdóttir hefur í nægu að snúast en hún starfar á auglýsingastofunni Jónsson&Le‘Macks,
leikur Sollu stirðu og syngur. Hún segist gædd þeim hæfileika að geta sofnað hvar sem er og eigi
því auðvelt með að hlaða batteríin.
Hamingjuhorniðs
Námskeið af ýmsum toga eru haldin hjá Auði í Salt eldhúsinu.