Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 32
FRÉTTABLAÐIÐ Alda B. og Júlía spjalla. Tíska og menning. Spjörunum úr og helgarmaturinn. 6 • LÍFIÐ 26. APRÍL 2013 Hvernig gengur lífið í tískubrans- anum í dag? A: Það gengur vel. Ég er mjög þakklát yfir að hafa alltaf nóg að gera og fyrir öll skemmtilegu verkefnin sem ég fæ að vinna við. Nú ertu búin að vera lengi í fag- inu og í raun aldrei farið neitt, jafnvel þegar þú varst kasólétt eða með börnin lítil? Eru þrautseigja og úthald lykill að velgengninni? A: Þessi bransi er ekki það sem mætti segja fjölskylduvænn. Já, ég hef alltaf verið að vinna og lítið frí tekið jafnvel þó ég væri ólétt eða með lítil börn. Ég var til dæmis að vinna fram á síðasta dag þegar ég gekk með tvíburana og var farin að vinna nánast um leið og þeir fæddust. Þeir voru annað hvort bara teknir með í vinnuna eða ég skutlaðist heim af og til af tökustað til að gefa brjóst. Ég get ekki annað en verið mjög þakklát öllu því skilningsríka fólki sem ég hef unnið með. Já, ég tel það vera part af því hvað mér hefur geng- ið vel hve vinnusöm ég hef verið. Í „freelance“ bransanum þýðir ekk- ert að vera veikur heima þegar þú ert bókaður í verkefni. En þetta er öðruvísi í dag þar sem ég hef að- stoðarfólk sem getur hoppað inn í minn stað ef eitthvað kemur upp á. Ætlaði ekki að vinna við tísku Hvernig hefur gengið að sam- eina starfið og uppeldi barnanna í gegnum tíðina? A: Það hefur gengið vel enda hef ég ómetanlega hjálp frá for- eldrum. Svo hafa börnin bara alist upp við þetta svo þau þekkja lítið annað. En auðvitað getur þetta líka verið erfitt þegar mikið er að gera og ég kem seint heim og er farin snemma út á morgnana en þá kemur líka á móti að ég á stundum frí í miðri viku og get sótt í skól- ann og gert eitthvað skemmtilegt. Ætlaðir þú alltaf að verða stílisti eða vinna við tísku? A: Nei, ég er bogamaður og var með alls konar hugmyndir sem unglingur um hvað ég vildi verða, held að ég hafi skipt um skoð- un einu sinni í mánuði. Sem varð til þess að ég kláraði ekkert nám. Það er því þrjóskan sem er búin að koma mér á þann stað sem ég er á í dag. Hver er fyrsta minningin þín úr bransanum með mömmu? J: Ég veit ekki alveg hver akk- úrat fyrsta minningin mín er en ég man að þegar ég var fimm ára gömul sofnaði ég í einhverjum tröppum á tökustað með mömmu og líka þegar ég vann með barn- æsku-idolinu mínu Birgittu Hauk- dal, ég meina hver myndi gleyma því! Sama hvað öðrum finnst Heillaðist þú strax af tískuheim- inum? J: Já, ég myndi segja það. Ég hef alist upp við þennan bransa og alltaf fundist hann áhuga- verður. Hann hefur sína galla en hefur fleiri kosti sem bæta hann skemmtilega upp. Ég lifði á því að skoða bækur Davids Lachap- elle þegar ég var krakki. Það er bara svo mikið af áhugaverðu og skemmtilegu fólki í þessum bransa. Ég hef verið ótrúlega heppin að hafa mömmu til að leið- beina mér í faginu, annars þætti mér þetta líklega minna spenn- andi. Nú ertu mjög ung að árum en hefur strax vakið athygli fyrir stíl þinn og starf. Hvernig myndirðu lýsa þínum persónulega stíl í dag? Ég er með mjög mismunandi stíl og hef farið í gegnum mörg tískutímabil sem ég vil helst ekki muna eftir. Stíllinn minn breyt- ist bara dag frá degi, einn dag- inn vil ég vera geðveikur hippi og hinn vil ég vera geðveikt rokk. Ég klæðist bara því sem mér líður vel í og því sem mér finnst flott. Svo getur skapið haft mikið um það að segja hverju ég klæðist. Mér er yfirleitt sama hvað öðrum finnst en ef einhverjum þykir stíllinn minn flottur er það bara bónus. Ef ég þyrfti að skil- greina mig núna þá myndi ég segja að ég væri svona „hippy chic“ og svo verð ég alltaf að vera með hatt. Innblásin af mömmu Hverjar eru helstu tískufyrirmynd- irnar? J: Þær eru svo margar, til dæmis Kate Moss, Molly Ringwald í Breakfast club og svo uppáhaldið mitt Keith Richards. A: Helena Bonham Carter og Vivienne Westwood. Hefur mamma verið þinn helsti innblástur? J: Mamma er minn helsti inn- blástur. Hún hefur alltaf verið það, hún er sterk kona, dugleg og falleg- asta manneskja að innan sem utan sem ég þekki, en hvað fötin varð- ar þá fæ ég ekki innblástur frá mömmu enda er hún alltaf í svörtu sem ég ekki. Við erum hreinlega andstæður þegar kemur að pers- ónulegum stíl. Stel samt alveg fötunum hennar nokkuð oft, það SPJALLIÐ ÞRAUTSEIGJA OG ÚTHALD LYKILL AÐ VELGENGINNI Það ríkir fallegt samband á milli mæðgnanna Öldu B. Guðjónsdóttur og Júlíu Tómasdóttur. Þær deila mikilli ástríðu fyrir tísku og starfa einnig saman sem stílistar en eins og margir vita er Alda einn farsælasti stílisti landsins. Lífi ð spjallaði við þessar skemmtilegu mæðgur um tískuáhugann. ALDA B. GUÐJÓNSDÓTTIR HJÚSKAPARSTAÐA Einhleyp BÖRN 4 STARF Stílisti JÚLÍA TÓMASDÓTTIR ALDUR 16 ára SKÓLI Álftanesskóli STARF Aðstoðarstílisti og þerna á 101 hóteli Júlía segir mömmu sína hafa gefið sér mikinn innblástur að öllu leyti. Hún ætlar þó ekki að starfa við tísku í fram- tíðinni heldur langar hana að gerast leikkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.