Fréttablaðið - 26.04.2013, Side 39
KYNNING − AUGLÝSING Pitsur26. APRÍL 2013 FÖSTUDAGUR 3
Bragðlaukarnir orga af kæti þegar þeir komast í tæri við eldbökuðu pitsurn-ar úr Gömlu smiðjunni enda leggj-
um við mikla ást í pitsurnar, nostrum við
baksturinn og höfum gaman af matseld-
inni,“ segir pitsugerðarmeistarinn Ás-
geir Blöndal Ásgeirson sem opnaði Gömlu
smiðjuna við Lækjargötu í nóvember 2009.
„Við kappkostum af öllum mætti að mat-
reiða fullkomnar pitsur og í raun má líkja
bragðupplifuninni sem himnaríki í f lat-
bökuformi,“ segir Ásgeir sem fyrir hafði
tuttugu ára reynslu í bakstri eldbakaðra
pitsa á einum vinsælasta pitsustað mið-
bæjarins.
„Það er skemmtilegra en gruna mætti að
eldbaka pitsur og gaman að hitta alls konar
fólk og laga fyrir það góðan mat. Þeir sem
einu sinni smakka pitsu úr ofninum okkar
verða sólgnir í ómótstæðilegt bragðið og
koma aftur og aftur,“ segir Ásgeir.
Pitsur á matseðli Gömlu smiðjunn-
ar rekja uppruna sinn frá hinum ýmsum
heimshornum og Ásgeir segist leita inn-
blásturs víða eins og sjá má á vinsælustu
pitsunni í New York árið 2009.
„Sú pitsa er sannkallað lostæti, með
blönduðum villisveppum, geitaosti og
klettasalati. Vinsælustu pitsurnar eru svo
Chili Banana með pepperóníi, banönum
og eldpipar, Lancia Speciale með hvítlauk,
jalapeño, pepperóníi, sveppum, grænum
ólífum, rjómaosti og basilíku, Buona Salute
með sveppum, papriku, tómötum, spergil-
káli, fetaosti, klettasalati, parmesan-osti og
oreganói, Parma Parma með ítalskri hrá-
skinku, klettasalati og ferskum parmesan-
osti og Pollo Paradiso með jalapeño, kjúk-
lingi, sveppum, hnetum, sólþurrkuðum
tómötum og rjómaosti,“ upplýsir Ásgeir á
Gömlu smiðjunni þar sem hægt er að sækja
og fá heimsendar pitsur en einnig tylla sér
yfir pitsusneið á staðnum sem til stendur
að stækka með veitingasal í yfirbyggðu risi
í framtíðinni.
„Við erum alltaf með freistandi tilboð í
gangi og sérstök hádegistilboð. Um helgina
verða allar sóttar 16 tommu pitsur á mat-
seðli á 1.990 krónur,“ segir Ásgeir.
Gamla smiðjan er í Lækjargötu 8 í Reykjavík.
Sími 578 8555. Opið frá klukkan 11 til 22 virka
daga og frá 11.30 laugardaga og sunnudaga.
Nætursala til klukkan 6 að morgni aðfaranótt
laugardaga og sunnudaga. Sjá matseðil, kosn-
ingatilboð og fleira á www.gamlasmidjan.is.
Himnaríki í flatbökuformi
Pitsurnar í Gömlu smiðjunni í Lækjargötu fást eingöngu eins og þær gerast bestar á heimsvísu; eldbakaðar, lostætar og
matreiddar af einskærri ást og fullkomnunaráráttu. Andagiftin er sótt til Ítalíu, New York og fleiri dásemdarstaða fyrir
bragðlaukana og þeir sem einu sinni smakka ánetjast strax.
Þeir sem einu sinni smakka eldbakaðar pitsur Gömlu smiðjunnar verða sólgnir í meira enda koma gómsætar uppskriftirnar frá mestu
sælkeralöndum heims.
Ásgeir Blöndal Ásgeirsson, pitsugerðarmeistari í
Gömlu smiðjunni.
Gamla smiðjan var árið 2011 og 2012 valinn vinsælasti pitsustaðurinn af tímaritinu
Grapevine.
Ásgeir hefur yfir tveggja áratuga reynslu í eldbökuðum pitsum og notar eingöngu ekta íslenskan ost og
ferskasta hráefni sem völ er á til pitsugerðarinnar. MYNDIR/STEFÁN