Fréttablaðið - 26.04.2013, Page 50

Fréttablaðið - 26.04.2013, Page 50
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30MENNING BÆKUR ★★★ Manneskja án hunds Håkan Nesser, þýðing: Ævar Örn Jósepsson UPPHEIMAR Håkan Nesser hefur nokkra sér- stöðu meðal norrænna glæpasagna- höfunda. Hann er bókmenntalegri en þeir flestir, meiri mannþekkj- ari og leggur meira upp úr pers- ónusköpun en plottum. Hann hefur skrifað fjölmargar bækur af mis- jöfnum toga en það eru glæpasög- urnar sem hafa gert nafn hans þekkt. Serían sem byrjaði með Manneskju án hunds árið 2006 gengur undir nafninu Barbarotti-serían í höf- uðið á lögreglumanninum Gunnari Barbarotti sem þar er í kastljósinu. Barbarotti er ein alskemmtilegasta persóna glæpabókmenntanna, hálf- ur Svíi og hálfur Ítali, sífellt að gera samninga við Guð sem hann trúir ekki á en gefur þó séns á að sanna tilveru sína með því að bregðast rétt við bænum Barbar- ottis. Morðgátan er einnig sérstök og lengi framan af er ekki einu sinni ljóst hvort nokkurt morð hafi verið framið. Plottið hverfist í kringum hvarf tveggja frænda úr fjölskyldu- boði, en hvort þeir hafi horfið sjálf- viljugir eður ei kemur ekki í ljós fyrr en langt er liðið á sögu. Það eru því fjölskyldumeðlimirn- ir og samskipti þeirra sem Nesser setur undir smásjána og gerir það svo trúverðuglega og vel að jafnvel forföllnum spennufíkli verður fljót- lega slétt sama hvort þessir horfnu piltar hafi verið drepnir eður ei. Fjölskyldudínamíkin er nógu ógn- vænleg ein og sér. Höfuð fjölskyld- unnar er 65 ára kennari sem er að setjast í helgan stein en hefur fram undir þetta kúgað konu sína og börnin þrjú miskunnarlaust. Það er engin ást til skiptanna í þessari fjölskyldu og barnabörnin þrjú gera ekki mikið til að auka á hana. Sjónarhornið skiptist milli mis- mundandi persóna, eins og títt er í breskum hver-gerði-það-sögum en munurinn er sá að hér þjónar þessi skipting ekki þeim tilgangi að varpa grun á hina eða þessa pers- ónuna heldur að leyfa lesandanum að skyggnast inn í sálarlíf þeirra og skynja smátt og smátt hvernig landið liggur í þessari fordæmdu fjölskyldu. Persónurnar eru hver annarri betur skapaðar og framvinda sög- unnar er hæfilega hröð lengi fram- an af, en síðustu fimmtíu síðurn- ar eru ansi langdregnar og draga verulega úr gæðum bókarinnar. Það sem lyftir þeim upp er elskan hann Barbarotti sem sjálfum sér að óvörum kemst á rokna séns og veit ekkert hvernig hann á að taka á því máli. Engu að síður eru heild- aráhrif sögunnar sterk og vægðar- laus og virkilegur hvalreki fyrir íslenska unnendur norrænu glæpa- sögunnar að fá Nesser í safnið. Ævar Örn Jósepsson þýðir og þýðir vel. Nær svolítið sérviskulegu orð- færi Nessers vel og setur um leið sitt mark á textann. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Nesser er í hópi þeirra bestu og þótt sagan kraumi ekkert af spennu er hún djúp og næm lýs- ing á samskiptum innan fjölskyldu. Lögreglumaðurinn Barbarotti er líka skrattanum skemmtilegri. Helvíti – það eru hinir „Sýningin Samþætting er fyrsta samsýning meistaranema í mynd- list við Listaháskóla Íslands en nem- endurnir hafa sýnt á vormánuðum undir yfirskriftinni Kveikjuþræð- ir,“ segir Ólafur Sveinn Gíslason sem hefur umsjón með náminu á vormisseri. „Við ákváðum að sýna á Hnitbjörgum, Listasafni Einars Jónssonar, en það var fyrsta lista- safn sem var reist á Íslandi, byggt í kringum verk Einars og heimili hans líka. Listamennirnir ganga inn í heim hans með verkum sínum og sýna verk sem eru mörg inn- grip inn í rýmið hans, eða einhvers konar núningur við hans list. Einar var barn síns tíma, verk hans bera þess merki að vera gerð á tímum þjóðernishyggju og sem dæmi um verk nemendanna er þjóðsöngsvél.“ Ólafur segir tímamót felast í því að hafin sé kennsla í meist- aranámi í myndlist á Íslandi. „Námið hefur lengi verið í bígerð en frestaðist meðal annars vegna hrunsins. En svo hófst það loks síðastliðið haust með námi átta nemenda sem sýna verk sína á þessari sýningu og í hópnum er einn skiptinemi líka. Þetta verð- ur því fámennur og þéttur hópur sem hér verður í námi, 16 til 20 manns þegar allt er talið. Nem- endur hafa mikið frelsi, geta sótt námskeið þvert á deildir og tekið hluta námsins erlendis.“ Ólafur segir mikinn áhuga vera á náminu en um þessar mundir er einmitt verið að fara yfir umsóknir fyrir næsta ár. „Það eru mjög marg- ar umsóknir frá erlendum nemend- um þannig að áhuginn er bæði inn- anlands sem utan.“ Sýningin Samþætting verður opnuð á morgun klukkan tvö og stendur til 19. maí. Listasafn Einars Jónssonar er opið um helgar frá tvö til fimm. sigridur@frettabladid.is Myndlistarnemar sýna í Hnitbjörgum Meistaranemar í myndlist opna samsýninguna Samþættingu í Listasafni Einars Jónssonar á morgun. Þeir eru í fyrsta hópi meistaranema í Listaháskóla Íslands en kennsla á því stigi hófst síðastliðið haust. Mikill áhugi er á náminu. SAMÞÆTTING Katla Rós Völudóttir við undirbúning sýningarinnar Samþættingar sem verður opnuð á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Listamennirnir sem sýna í Hnitbjörgum eru Bergdís Hörn Guðvarðardóttir, Guðmundur Bragason, Halldór Ragnarsson, Katla Rós Völudóttir, Kristín Helga Káradóttir, Niklas Christian Majland Brun, Pia Antonsen Rognes, Ragnar Már Nikulásson og Rán Jónsdóttir. Listamenn framtíðar Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.