Fréttablaðið - 26.04.2013, Síða 52
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32
NÝ STJARNA Í
ÞJÓÐLEIKHÚSINU
HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS
Ómissandi hluti af góðri helgi
Móðurmissirinn breytti mér sem manneskju „Ég lít
öðruvísi á lífið og heiminn síðan mamma dó, en hún
á það ekki skilið að ég láti dauða hennar íþyngja mér
alla ævi,“ segir Snorri Engilbertsson leikari.
FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ
Þú getur ekki fengið allt
Sýna sjónvarpsþættir með sterkum kon-
um í aðalhlutverkum raunveruleikann?
Eða eru þar dulin skilaboð til
kvenna um að ef þær ætli
sér langt í karríernum skuli
þær gleyma eðlilegu
heimilislífi? Kvenmyndir
í nokkrum vinsælum
sjónvarpsþáttum
skoðaðar.
Aldur er bara kennitala
Unnur Steinsson sinnir fjölskyldunni, starfinu
og áhugamálunum af alúð og ást.
Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is
Lottóþulan og blaðamaðurinn Katrín
Brynja Hermannsdóttir og útvarps-
konan Kolbrún Björnsdóttir, eða
Kolla Í bítinu, ætla að skella sér á efri
hæð Faktorý í kvöld og hlýða á Ásgeir
Trausta og Pétur Ben. „Mér finnst
Ásgeir alveg æðislegur og hlusta
stanslaust á plötuna hans,“ segir
Katrín Brynja. Hún hefur þó aldrei
farið á tónleika með honum áður en
var á æfingu í World Class í Laugum
þegar kann kíkti þar við á mánudag-
inn. „Hann kom alveg óvænt og fór að
spila þar. Það
braut æf-
inguna aðeins upp og var alveg æðis-
legt,“ segir hún. Hennar uppáhaldslag
með kappanum er lagið Leyndarmál.
„Það er algjört uppáhald hjá bæði mér
og syni mínum og við hlustum mikið
á það,“ segir hún en sonurinn fær þó
ekki að koma með á Faktorý í kvöld,
enda helst til ungur fyrir það.
Kolbrún hefur hvorki farið á
tónleika með Ásgeiri Trausta né Pétri
Ben. „Ég er mikill aðdáandi Ásgeirs
Trausta og hver veit nema ég kolfalli
fyrir Pétri Ben á tónleikunum. Ég
hlakka að minnsta kosti til
að heyra í honum,“ segir
hún. Hún á bæði disk-
inn og vínylinn með
Ásgeiri Trausta og
segir það vera mest
spiluðu plöturnar á
sínu heimili. Henni
þykir þó erfitt að
gera upp á milli
laganna hans.
„Það er samt
eitthvað sem
gerist þegar
ég hlusta á
Heimförina,“
segir hún.
- trs
Forfallnir aðdáendur Ásgeirs Trausta Þetta er í fyrsta skipti sem plötusnúðateymið Dusky
stígur á svið á Íslandi, en
þeir félagar hafa verið
að gera það gott í Evrópu
síðasta árið og hafa meðal
annars skipað efstu sætin á
vinsældarlistum yfir dans-
tónlist. Meðal þeirra helstu
slagara má nefna Flo Jam
og Nobody Else.
FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR?
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
Listasmiðja
09.00 Ferðaflækja á flakki er leiðsögn
og listasmiðja í Mjódd í Breiðholti þar
sem leikskólabörnum verður boðið að
fræðast og skapa.
Sýningar
18.00 Gestalistamenn SÍM sýna
afrakstur vinnu sinnar þennan mán-
uðinn á (ör)sýningu að Seljavegi 32.
Hátíðir
20.30 Árleg Jazzhátíð heldur áfram í
Garðabæ. Dagskrá má finna
á heimasíðunni www.
gardabaer.is
Kvikmyndir
15.00 Kvik-
myndahátíð
heldur áfram á
Borgarbókasafni,
Tryggvagötu
15, þar sem
sýndar verða
stuttar sjón-
varpsmyndir
byggðar á
hinum klass-
ísku Grimms-
ævintýrum.
Fyrsta mynd
dagsins er
Garðabrúða
(Rapunzel),
klukkan 16
verður sýnd
myndin
Skraddarinn
hugprúði
(Das tapfere
Schneider-
lein) og
klukkan 17
er það myndin Brimaborgarsöngvar-
arnir (Die Bremer Stadtmusikanten).
Uppákomur
12.00 Hjólaratleikur fjölskyldunnar við
styttur bæjarins verður haldinn í tilefni
Barnamenningarhátíðar. Hægt er að
fara í leikinn hvenær sem er á milli 12
og 18. Hefst hann við Hörpu og lýkur
í höggmyndagarði Ásmundar Sveins-
sonar við Sigtún. Þátttökuspjöld fást í
afgreiðslu Hörpu.
Tónlist
22.00 Plötusnúðateymið Dusky stígur
á stokk í Gamla kaupfélaginu á Akra-
nesi. Dusky til halds og trausts verður
landslið íslenskra plötusnúða, þeir Óli
Ofur, BenSol og CasaNova. Miðaverð
er kr. 1.500 fyrir miðnætti en kr. 2.000
eftir miðnætti.
23.00 Ásgeir Trausti og Pétur Ben
spila á Faktorý. Miðaverð er kr. 2.500.
23.00 Hljómsveitin Homo and the
Sapiens halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-
La-Da,Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr.
1.000.
Fyrirlestrar
12.00 Per Langgård flytur fyrirlestur á
ensku í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns
Íslands. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina
Of course Greenlandic dishwashers will
understand Greenlandic in the future
- A short introduction to language
policy in Greenland and an elaborated
discussion of why massive support
from advanced language technology
might be the prime factor in keeping
Greenlandic vital in the years to come.
Aðgangur er ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist
á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt
að skrá þá inni á visir.is.
Stærstu tónleikar Jazzhátíðar í
Garðabæ verða haldnir í kvöld
klukkan hálfníu í Urðarbrunni,
hátíðarsal Fjölbrautaskólans í
Garðabæ. Þar verður boðið upp
á „Stofudjass í stórum sal“ með
Flosason/Lauritsen kvartettinum.
Lauritsen og Sigurður
Flosason reka saman
hljómsveit í Danmörku
en hér kemur íslensk
útgáfa hljómsveitar-
innar fram. Sér-
stakur gestur
er söngkonan
Ragnheiður
Gröndal.
Jazzhátíð