Fréttablaðið - 26.04.2013, Qupperneq 56
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 36
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
KÖRFUBOLTI Stjörnunni frá
Garðabæ mistókst að vinna sinn
fyrsta meistaratitil í körfubolta í
gær. Þá tóku Stjörnumenn á móti
Grindavík í fjórða leik liðanna.
Sigur Stjörnunnar hefði þýtt að
félagið væri orðið Íslandsmeist-
ari.
Baráttuglaðir Grindvíkingar
voru ekki á því að leyfa Stjörnu-
mönnum að skemmta sér. Þeir
seldu sig gríðarlega dýrt, fórnuðu
sér í alla bolta og unnu verðskuld-
aðan sigur, 82-88.
Aaron Broussard átti stór-
kostlegan leik í liði Grindavík-
ur. Skoraði 37 stig og þar af 23 í
fyrri hálfleik. Stjörnumenn réðu
ekkert við hann og frammistaða
Broussards var það sem skilaði
Grindavík sigrinum ásamt óbil-
andi baráttu allan leikinn.
Liðin munu mætast í hreinum
úrslitaleik um Íslandsmeistaratit-
ilinn í Grindavík á sunnudag. - hbg
Oddaleikur í
Röstinni
STÓRKOSTLEGUR Stjörnumenn réðu ekkert við Aaron Broussard í gær en hann skoraði 37 stig fyrir Grindavík. Jovan Zdravevski
reynir hér að verjast leikmanninum frábæra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPORT
Skagamenn endurnýjuðu kynnin við efstu deild
sumarið 2012 eftir þriggja ára fjarveru.
Draumabyrjun liðsins, þar sem liðið var
taplaust í fyrstu sex leikjunum, gerði
það að verkum að fall úr deildinni varð
aldrei að áhyggjuefni á Skipaskaga. Nú
þurfa Skagamenn að passa sig.
Skaginn hefur fengið Letta og Finna
til liðs við sig en illa hefur gengið að fá íslenska
leikmenn í hópinn. Liðið er veikara en það sem
hóf leik í deildinni sumarið 2012 og hefur ekki
fyllt í skarð Gary Martin sem hélt í KR um mitt
tímabil. Liðið er reynslunni ríkara en tímabil
númer tvö í efstu deild geta reynst erfið.
ÍA hafnar í 8. sætiSPÁ FRÉTTA-
BLAÐSINS
2013
➜ STJARNAN
Jóhannes Karl
Guðjónsson
➜ ÞJÁLFARINN ➜ NÝJU ANDLITIN
➜ HVAÐ ER LANGT SÍÐAN...
... liðið varð meistari – 12 ár ...liðið var inn á topp þrjú – 6 ár ...liðið spilaði í
B-deild – 2 ár ... liðið varð bikarmeistari – 10 ár ... liðið vann tvöfalt – 17 ár ...
liðið spilaði í Evrópukeppni – 5 ár ...liðið fékk á sig fæst mörk – 10 ár
Þórður Þórðarson er
41 árs gamall og á
sínu fimm tímabili
með liðið. Hann
kom ÍA upp í þriðju
tilraun. Á að baki eitt
tímabil sem þjálfari í efstu deild
(22 leikir, 9 sigrar, 48 prósent)
Jan Mikael Berg (Finnlandi)
Maksims Rafalskis (Lettlandi)
Þórður Birgisson (KF)
Fylgstu með þessum:
Andri Adolpsson – Ungur og efnilegur
miðjumaður sem spilaði mikið í fyrra.
➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ íSLANDSMEISTARI: 18 SINNUM (SÍÐAST 2001) BIKARMEISTARI: 9 (2003)
Við miklu var búist af
Jóa Kalla síðastliðið
sumar en hann stóð
ekki alveg undir þeim
væntingum. Spyrnu-
kóngurinn þarf að gefa tóninn
svo Skagamenn verði glaðir í
gulu í sumar.
hefst eftir
9
daga
ÚRSLIT
N1-DEILD KVENNA
LOKAÚRSLIT, 1. LEIKUR
FRAM - STJARNAN 20-21 (11-10)
Mörk Fram (skot): Elísabet Gunnarsdóttir 7/2
(9/3), Sunna Jónsdóttir 6 (12), Stella Sigurðardóttir
4/1 (17/2), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5), Ásta
Birna Gunnarsdóttir 1 (2), Guðrún Þóra Hálfdáns-
dóttir (2).
Varin skot: Guðrún Bjartmarz 9/1 (30/3, 30%).
Hraðaupphlaup: 1 (Sunna 1)
Fiskuð víti: 5 (Elísabet 1, Sunna 1, Stella 1, Sigur-
björg 1, Ásta Birna 1)
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Stjörnunnar (skot): Jóna Margrét Ragnars-
dóttir 9/2 (14/2), Rakel Dögg Bragadóttir 3 (5),
Esther Viktoría Ragnarsdóttir 3 (6), Hanna Guðrún
Stefánsdóttir 3 (7/1), Sandra Sif Sigurjónsdóttir
2 (2), Sólveig Lára Kjærnested 1 (2), Þórhildur
Gunnarsdóttir (1).
Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 17/1 (37/4, 46%).
Hraðaupphlaup: 3 (Hanna G. 2, Jóna Margrét 1)
Fiskuð víti: 3 (Rakel 1, Esther 1, Hanna Guðrún 1)
Utan vallar: 6 mínútur.
DOMINO‘S-DEILD KARLA
LOKAÚRSLIT, 4. LEIKUR
STJARNAN - GRINDAVÍK 82-88
Stjarnan: Justin Shouse 26/4 fráköst/7
stoðsendingar, Jarrid Frye 17/8 fráköst, Jovan
Zdravevski 13, Marvin Valdimarsson 10/10 fráköst,
Brian Mills 9/10 fráköst/3 varin skot, Fannar Freyr
Helgason 5, Dagur Kár Jónsson 2.
Grindavík: Aaron Broussard 37/12 fráköst, Samuel
Zeglinski 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann
Árni Ólafsson 13/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson
8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/9 fráköst,
Davíð Ingi Bustion 6/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 2
Staðan í einvíginu er 2-2.
KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson
var í vikunni valinn besti leik-
maður sænsku úrvalsdeildarinn-
ar í körfubolta en hann er ásamt
Jakobi Erni Sigurðssyni lykilmað-
ur í deildarmeistaraliði Sundsvall.
Hlynur stendur í ströngu með liði
sínu þessa dagana en í gærkvöldi
tapaði liðið gegn Södertalje Kings í
fjórða leik liðanna í úrslitum deild-
arinnar.
Södertalje leiðir þar með ein-
vígi liðanna, 3-1, og getur tryggt
sér meistaratitilinn í næsta leik.
Hlynur og félagar í Sundsvall eru
þó þekktir fyrir allt annað en að
gefast upp.
„Það er alltaf gaman að fá við-
urkenningu, sérstaklega í nýju
landi og ég hef ekkert nema gott
að segja um það,“ sagði Hlynur
hógvær í samtali við Fréttablaðið
í gær.
Hlynur er á sínu þriðja tímabili
í Svíþjóð og stefnir nú á að vinna
meistaratitilinn aftur sem liðið
vann fyrir tveimur árum. En þessa
nafnbót hafði hann aldrei hlotið
áður. Hann og Jakob Örn Sigurð-
arson hafa báðir verið í lykilhlut-
verki hjá liðinu undanfarin ár.
„Þetta hefur verið einhver vit-
leysa hin árin,“ sagði hann í létt-
um dúr. „Annars held ég að varn-
arleikurinn sé svipaður hjá mér nú
og áður. Hann hefur alltaf verið
stór þáttur af mínum leik. Ég held
þó að ég sé ekki með stærra varn-
arhlutverk en aðrir í liðinu enda
reynum við að sinna varnarvinn-
unni saman. Við erum duglegir
að víxla og oft endum við leiki á
að verjast öðrum mönnum en við
byrjuðum á.“
Aldrei vesen á okkur
Sundsvall varð deildarmeistari í
vor með talsverðum yfirburðum
og segir Hlynur að tímabilið hafi
gengið vonum framar. „Við tókum
til dæmis þrettán sigurleiki í röð
og þetta rann mjög þægilega í
gegn. Við vorum heppnir með
Kana sem pössuðu vel inn í liðið
okkar. Það var því eiginlega aldrei
neitt vesen á okkur,“ segir Hlynur.
Sundsvall lenti ekki í vandræð-
um í fyrstu umferð úrslitakeppn-
innar og hafði svo betur gegn
Pavel Ermolinskij og félögum í
Norrköping í undanúrslitunum.
Hann segir að Sundsvall og Söder-
tälje séu með tvö bestu lið deildar-
innar í ár.
„Södertälje er með mjög taktískt
sterkt lið og það lang agaðasta af
þeim liðum sem við höfum spil-
að við í vetur. Það er mikil harka
í þessu liði og þeir eru fljótir að
brjóta. Það er allt öðruvísi að spila
við þá en öll önnur lið í deildinni.“
Kann vel við öryggið
Hlynur segir að sér líki vel við
lífið í Sundsvall utan körfuboltans
og bæði sér og fjölskyldu sinni líði
eins og þau séu heima hjá sér.
„Auðvitað söknum við ættingja
og vina á Íslandi en okkur líður
mjög vel hér. Við þekkjum orðið
allt hérna og svo skemmir ekki
fyrir að liðinu hefur gengið mjög
vel.“
Hlynur á enn tvö ár eftir af
samningi sínum við félagið og
sér því ekki fram á að söðla um á
næstunni. Hann viðurkennir þó að
hann sé opinn fyrir öllu.
„Stundum langar manni í nýja
áskorun. Ævintýraþráin er enn
til staðar. Það eru kostir og gall-
ar við öryggið því inn á milli væri
maður til í að vera frjáls og prófa
eitthvað nýtt. En yfirleitt er ég nú
mjög sáttur við að hafa öryggið,“
segir Hlynur. „Ég á kannski enn
eitthvað eftir þegar að þessum
samningi lýkur.“ eirikur@frettabladid.is
Ævintýraþráin enn til staðar
Hlynur Bæringsson var í vikunni valinn varnarmaður ársins í Svíþjóð. Lið hans, Sundsvall Dragons, keppir
nú um sænska meistaratitlinn þar sem Hlynur er í lykilhlutverki ásamt Jakobi Erni Sigurðarsyni.
FRÁKASTAHÆSTUR Hlynur í leik með Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Hann tók flest
fráköst allra leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar í vetur eða 10,2 að meðal-
tali. Hann er líka í hópi 20 hæstu leikmanna deildarinnar í stigaskorun (14,4) og
stoðsendingum (3,3). Hann var með framlagsstuðullinn 21,5 sem er sá næsthæsti í
deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fyrir stuttu var tilkynnt að Peter Öqvist yrði áfram landsliðsþjálfari Íslands
en hann er einnig þjálfari Sundsvall og hefur verið undanfarin ár.
„Það var rökrétt framhald mála enda þurfa lið sem
ætla að ná árangri að byggja upp stöðugleika,“ segir
Hlynur Bæringsson. „Ég er reyndar lítið að hugsa
um landsliðið núna en það eru vonandi spennandi
tímar fram undan þar. Þetta lofar góðu.“
Öqvist er með lausan samning hjá
Sundsvall og óvíst hvort hann verði áfram
þar. „Hann er búinn að vera hér í tíu ár
og er spenntur fyrir því að prófa sig í
sterkari deild.“
Gott að halda Peter Öqvist
HANDBOLTI Jóna Margrét Ragn-
arsdóttir skaut Stjörnunni í úrslit
N1-deildar kvenna á eftirminni-
legan hátt á dögunum og hún var
svo aftur hetjan í gær í fyrsta
úrslitaleiknum gegn Fram.
Jóna Margrét skoraði þá sigur-
markið 20 sekúndum fyrir leiks-
lok með glæsilegu skoti.
„Það þarf einhver að taka það
að sér að vera hetjan,“ sagði
Jóna Margrét og hló við. „Þetta
hefur bara spilast svona. Ég var
að hitta í dag þannig að það var
kannski bara ágætt að ég tók af
skarið núna.“
Jóna Margrét átti heilt yfir
flottan leik en hún vildi sem
minnst gera úr eigin frammi-
stöðu.
„Ég er heppin að vera í frá-
bæru liði.“ - hbg
Jóna hetjan
eins og áður
STÍGUR UPP Jóna Margrét er óhrædd
vð að taka af skarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM