Fréttablaðið - 26.04.2013, Page 58

Fréttablaðið - 26.04.2013, Page 58
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 38 Allt sem þú þarft... Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 92% lesenda blaðanna Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 64% 8% 28% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. 18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Meðallestur á tölublað, jan.-júní 2012. FÓTBOLTI Zulte Waregem er ekki þekkt nafn í evrópskri félagsliða- knattspyrnu og hingað til hefur það heldur ekki verið þekkt sem stórveldi í belgískri knattspyrnu – langt í frá. Engu að síður hafa Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans náð ótrúlegum árangri á tímabilinu og tróna nú á toppnum þegar fáeinar vikur eru eftir. Zulte Waregem hefur aldrei orðið belgískur meistari og lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild þar í landi 2005-6. Það tímabil varð félagið bikarmeistari en það er eini stóri titillinn í sögu félagsins. „Það er búið að ganga lygilega vel hjá okkur allt tímabilið,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið en Árbæingurinn Ólafur Ingi kom til félagsins frá SönderjyskE í Dan- mörku árið 2011. „Flestir hér í Belgíu áttu von á því að þetta myndi fjara út hjá okkur í meistaraumspilinu en það er fjarri lagi. Við höfum verið óheppnir að hafa ekki náð fleiri stigum, ef eitthvað er,“ segir hann. Keppnisfyrirkomulagið í Belgíu er ólíkt hefðbundinni deildar- keppni þar sem að lokinni hefð- bundinni tvöfaldri umferð fara sex efstu liðin áfram í sérstakt umspil þar sem þau mætast innbyrðis, heima og heiman, í hreinni baráttu um titilinn. Þar trónir Zulte Ware- gem á toppnum nú þegar umspil- ið er hálfnað og er liðið með eins stigs forystu á Anderlecht eftir að hafa unnið leik liðanna um síðustu helgi, 2-1. „Þetta fyrirkomulag þýðir að það eru toppleikir í hverri einustu viku og það þarf því að halda rétt á spilunum. Þetta er þéttur pakki og getur verið fljótt að breytast. Við þurfum því að halda okkur á jörð- inni,“ segir hann. Aldrei lent í lægð Árangur liðsins má fyrst og fremst skýra með því að í liðinu eru marg- ir ungir og gríðarlega efnilegir leikmenn sem hafa skarað fram úr væntingum flestra. Þar fara fremstir í flokki Thorgan Hazard, bróðir Eden hjá Chelsea, og Junior Malanda. Sá fyrrnefndi spilar nú sem lánsmaður frá Chelsea en Malanda, sem er aðeins átján ára gamall, kom frá Lille síðastliðið sumar þar sem hann spilaði með varaliðinu. Báðum hefur verið lýst sem stórefnilegum leikmönnum sem muni láta til sín taka hjá stórlið- um Evrópu í framtíðinni. Undir þetta tekur Ólafur Ingi. „Í janúar í fyrra komu tveir eldri og reynd- ari leikmenn frá Standard Liege sem styrktu liðið mikið. Svo í sumar komu ungir leikmenn sem hafa staðið sig frábærlega í vetur. Þeir hafa verið sérstaklega stöðug- ir og því hefur liðið í raun aldrei lent í neinni lægð – auk þess sem við höfum í raun sloppið algerlega við meiðsli leikmanna. Það skiptir miklu máli því við erum ekki með stóran hóp,“ segir Ólafur Ingi „Þetta eru 19-20 ára strákar sem hafa sannað sig á sínu fyrsta tíma- bili í efstu deild. Við erum svo með góða eldri leikmenn líka og góða blöndu í liðinu.“ Hann segir að liðið hafi líka fengið tvo unga leikmenn á láni frá Anderlecht sem hafi ekki komist í hóp þar. „Nú eru þeir lykilmenn í liði sem er fyrir ofan Anderlecht. Það er fyndið að hugsa til þess.“ Hazard hefur verið frábær Ólafur Ingi segir að Malanda hafi komið inn í liðið af miklum krafti. „Hann spilar í minni stöðu og eftir að ég hafði verið í byrjunarliðinu fyrstu sex leikina sló hann mig út úr liðinu,“ segir Ólafur Ingi. „Hann er tröll af manni. Við erum svipað hávaxnir en hann er fimmtán kílóum þyngri. Hann var fenginn til liðsins sem varnarmað- ur en kom inn á miðjuna þar sem hann hefur vaxið og dafnað. Juni- or var nálægt því að fara í janúar eftir að það kom gott tilboð í hann frá Englandi en það gekk ekki í gegn,“ sagði Ólafur. „Svo er Thorgan [Hazard] búinn að vera frábær. Hann er miklu betri en ég hélt og þorði að vona. Hann hefur verið okkar besti leik- maður, sérstaklega eftir áramót. Ég held að hann geti orðið ótrú- lega öflugur.“ Ólafur Ingi vonast til að þess- ir tveir og aðrir leikmenn liðsins freistist til að taka eitt ár í viðbót með liðinu ef liðið verður meistari í vor og vinnur sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Erfitt fyrir mig að kvarta Eins og áður segir missti Ólafur Ingi sæti sitt í byrjunarliðinu í haust en hefur þó spilað reglulega með liðinu allt tímabilið. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel þegar ég hef fengið að spila en þegar liðinu gengur svona vel get ég í raun ekki kvartað, þó svo að maður sé auðvitað fúll yfir því að vera á bekknum,“ segir hann. „Ég hef þó aldrei upplifað stöðu mína þannig að ég sé fyrir utan liðið. Ég legg mitt af mörkum og finn að mér er treyst fyrir því sem mér er ætlað að gera.“ Ólafur Ingi skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samn- ing og segir hann að það hafi sent ákveðin skilaboð. „Þeir hljóta að vera ánægðir með eitthvað. Ég sé líka fram á spennandi ár hér, sér- staklega ef við vinnum deildina í vor.“ eirikur@frettabladid.is Það reiknaði enginn með okkur Zulte Waregem hefur komið öllum sparkspekingum í Belgíu í opna skjöldu en liðið trónir á toppi deildarinnar þegar fi mm umferðir eru eft ir af tímabilinu. Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason segir að ungir og stórefnilegir leikmenn liðsins hafi fl eytt því langt í ár. Í MEISTARABARÁTTU Ólafur Ingi í leik með Zulte Waregem. Hann hefur komið við sögu í flestum leikjum liðsins og skorað í þeim eitt mark. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.