Fréttablaðið - 26.04.2013, Side 62

Fréttablaðið - 26.04.2013, Side 62
26. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42 Dazed and Confused ★★★★ Í TRÚNAÐI EFTIR HÉLÈNE GRÉMILLION D YN A M O R E YK JA VÍ K „Frönsk verðlaunabók frá því í fyrra sem farið hefur sigurför um heiminn og það verðskuldað ... “ – FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR, FRÉTTABLAÐIÐ D YN A M O R E YK JA VÍ K „Hittir man n beint í hjart astað“ – ELLE 4. SÆTI METSÖLULISTI EYMUNDSSON 17.-. APRÍL. KILJUR - SKÁLDVERK Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín „BUGL er mikilvæg stofnun fyrir okkur unga fólkið svo okkur fannst viðeigandi að við mynd- um styrkja þau til baka,“ segir Azra Crnac sem ásamt vinkonum sínum Guðbjörgu Ósk Ellertsdótt- ur og Thelmu Rún Matthíasdóttur stendur fyrir tónleikum til styrkt- ar BUGL í næstu viku. Stelpurnar eru allar að klára 10. bekk í Hlíðaskóla og sitja í nem- endaráði skólans og unglingaráði félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima, auk þess sem Azra og Guðbjörg sitja í ungmennaráði Reykjanes- bæjar. „Í gegnum þetta félagsstarf höfum við greiðan aðgang að fólki sem hefur hjálpað okkur í undir- búningnum og svo hafa foreldr- ar okkar stutt við bakið á okkur. Þetta er brjálæðislega mikil vinna en alveg rosalega skemmtilegt,“ segir Azra. Stelpurnar sendu tölvupóst á um 150 fyrirtæki í janúar og leit- uðu eftir styrkjum. „Við fengum svar frá tveimur sem vildu styrkja okkur og svo voru örfá sem sögð- ust ekki geta það. Um 140 fyrir- tæki létu ekkert í sér heyra og okkur fannst það rosalega leiðin- legt,“ segir Azra en bætir við að á síðustu vikunni hafi fleiri fyrir- tæki bæst í hóp styrktaraðila. Tónleikarnir fara fram í Stap- anum á þriðjudaginn og eru vímu- laus skemmtun fyrir 14 ára og eldri. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Kristmundur Axel, Haffi Haff, Friðrik Dór og Dj Óli Geir. Aðgangseyrir er kr. 1.000. - trs Styrktartónleikar 15 ára stúlkna Azra, Guðbjörg og Thelma vildu láta gott af sér leiða og völdu að styrkja BUGL MIKIL VINNA AZRA, Guð- björg og Thelma eru búnar að leggja á sig mikla og skemmti- lega vinnu við að undir- búa tón- leikana. ➜ Styrktarreikningur fyrir tón- leikana er: 542-14-403004 og kennitalan 300497-3579 „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé draumalærlings- staðan,“ segir Alexandra Ósk Bergmann sem hefur landað lær- lingsstöðu hjá einu frægasta tíma- riti í heimi, Dazed and Confused. Alexandra er að ljúka öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Ísland og viðurkennir að hún var mjög heppin er hún komst í sam- band við rétta fólkið hjá tímarit- inu fræga í London. „Ég gat því sent þeim ferilskrána mína upp á von og óvon. Þau tóku svo vel í þetta og buðu mér þriggja mánaða lærlingsstöðu sem hefst lok maí,“ segir Alexandra sem er spennt fyrir að hefjast handa. Undir hatti Dazed and Confu- sed er einnig gefið út tímaritið Another Magazine og deildirnar Dazed Digital, Dazed Film and TV og DazedTV.com starfrækt- ar. Alexandra hefur fengið upp- lýsingar um að hún muni fá smjör- þefinn af öllum deildum. Hún fær styrk frá Erasmus á meðan á þessu stendur enda um ólaunaða lærlings stöðu að ræða en fyrir- tækið styrkir hana með ferðastyrk innan London. „Það er dýrt að búa í London en kærasti minn kemur með mér út og það er betra að vera tvö saman,“ segir Alexandra sem ætlar að nýta tækifærið vel í sumar. „Ég ætla að nýta þetta vel og reyna að mynda sambönd úti fyrir framtíðina.“ alfrun@frettabladid.is Fékk draumalærlings- stöðuna í London Alexandra Ósk Bergmann, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, verð- ur lærlingur hjá tímaritinu Dazed and Confused í sumar. Alexandra er spennt fyrir sumrinu þar sem hún fær smjörþefi nn af vinnunni bak við tímaritið fræga. SPENNANDI TÆKIFÆRI Alexandra Ósk Bergmann, nemi í grafískri hönnun, verður lærlingur hjá tímaritinu Dazed and Confused í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Helgin mín einkennist af blaki. Í kvöld er lokahóf Blaksambandsins, á morgun verð ég á fullu á landsliðs- æfingum og svo er ég loksins orðin gjaldgeng á öldungamótið sem fer fram á sunnudaginn. Þetta verður skemmtileg helgi.“ Elsa Sæný Valgeirsdóttir sjúkraþjálfari, þjálf- ari meistaraflokks HK í blaki og blakiðkandi. HELGIN ■ Stofnað árið 1992 af þeim Jefferson Hack og Rankin. ■ Efnistök blaðsins eru tónlist, tíska, kvikmyndir, bókmenntir og list. ■ Kemur út mánaðarlega og dreift um allan heim. Meðal þeirra sem hafa prýtt for- síður blaðsins í gegnum tíðina eru: ■ Jarvis Cocker ■ Björk ■ Thom Yorke ■ Alicia Keys ■ Kristen Stewart ■ Jake Gyllenhaal ■ Hilary Swank ■ Kate Moss ■ Beyoncé „Þetta er svakalega spennandi verkefni,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason um sýninguna Óvitarnir eftir Guðrúnu Helgadóttur sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 14. október. „Leikritið er mjög gott og sagan er skemmti- leg. Þetta er svo spennandi leikrit. Börnin sem koma að horfa eiga eftir að sitja á sætis- brúninni,“ segir Gunnar en í sýningunni leika börn fullorðna og fullorðnir börn. Með aðal- hlutverkið fer Jóhannes Haukur Jóhannesson. Leikritið Óvitarnir var fyrst sýnt í Þjóð- leikhúsinu 1979, á fjórtán ára afmælis- degi Gunnars. Næst var verkið sýnt í Þjóðleikhúsinu 1998. Árið 2007 voru Óvit- arnir svo sýndir hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Síðasta leikstjóraverkefni Gunn- ars í Þjóðleikhúsinu var Skilaboðaskjóðan. Hljómsveitin Moses Hightower semur tón- listina í sýningunni. „Það er frábært að fá að vinna með svona ungum strákum sem eru svona hæfileikaríkir,“ segir Gunnar. Á mánudaginn milli 14 og 19 verður skrán- ing fyrir áheyrnarprufur í Þjóðleikhúsinu. Leitað er eftir hópi krakka á aldrinum 8-14 ára sem eru ekki hærri en 160 cm. -fb Óvitarnir sýnt í Þjóðleikhúsinu í október Skráning í áheyrnarprufur verður í Þjóðleikshúsinu á mánudaginn. Vantar hóp 8-14 ára krakka. ➜ Örn Árnason, elsti leikarinn í sýningunni, leikur pelabarn. ÓVITARNIR Úr sýningu Óvitanna á Akureyri fyrir sex árum. ? Kærasti Alexöndru, Hrafn-kell Flóki Einarsson, er með- limur í hljómsveitunum Capta- in Fufano og Ghost Digital en hann spilar á Primavera-hátíð- inni í Barcelona og á Hróars- keldu-hátíðinni í sumar og ætlar Alexandra að fara með.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.