Fréttablaðið - 03.05.2013, Síða 2
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
MENNTUN Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inn-
tökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jesse-
nius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið
og munu því hefja nám við skólann næsta haust.
Runólfur Oddsson, konsúll Slóvakíu hér á landi,
segir átta Íslendinga þegar vera við nám við skólann
og líki vistin vel.
„Íslendingum hefur gengið mjög vel og það er
mjög ánægjulegt að það muni fjölga í þeirra hópi
komandi haust.“
Prófið fór fram á Grand Hóteli í gær og var Her-
bert Vilhjálmsson einn af þeim sem það þreyttu.
Hann segist hafa gengið með þann draum í maganum
að fara í læknisfræði í talsverðan tíma og undirbúið
sig vel.
„Ég tók inntökuprófið í læknadeildina hérna heima
síðasta haust en komst ekki inn. Vinkona mín sem er
úti sagði mér síðan frá inntökuprófinu fyrir skólann
úti og ég ákvað að slá til.“
Hann segir það leggjast vel í sig að hefja námið í
haust. Skólagjöldin við skólann eru 9.500 evrur fyrir
árið sem nemur um einni og hálfri milljón íslenskra
króna. Aðspurður hvernig hann ætli að greiða fyrir
námið segir Herbert það eiga eftir að koma í ljós.
„Ætli það sé ekki bara gamla góða LÍN.“
Þann 15. júní næstkomandi verða haldin inntöku-
próf fyrir stúdenta sem útskrifast nú í vor.
- hó
Fjöldi fólks þreytti inntökupróf í læknisfræði við háskóla í Slóvakíu:
23 á leið í læknanám í Slóvakíu
LÆKNAR FRAMTÍÐARINNAR Páll Kaarel Laas Sigurðsson,
Viktor Franksson og Herbert Vilhjálmsson stóðust prófið. Þeir
munu flytja til háskólabæjarins Martin í Slóvakíu næsta haust
og hefja nám í læknisfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FRAKKLAND Aqutiaine, nýjasta
skip franska sjóhersins, mun hafa
stutta viðdvöl í Reykjavíkurhöfn
og verður við Miðbakka dagana
3.-6. maí.
Aquitaine var sjósett í nóvem-
ber 2012 og tilheyrir annarri
kynslóð skipa sem sjást ekki á
ratsjá. Skipið þykir mikil meist-
arasmíð og nær allt að 27 hnúta
hraða.
Skipið hélt úr höfn þann 8.
febrúar síðastliðinn í þriggja
mánaða prófunarferð sem nauð-
synleg er áður en það telst full-
gilt til verkefna innan franska
sjóhersflotans. - mlþ
Franskt herskip í Reykjavík:
Aqutiane sést
ekki á ratsjám
LÖGREGLUMÁL
Mörg mál á borði lögreglu
Töluverður erill var hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu í gær en tilkynnt
var um þrjá þjófnaði úr verslunum
auk þess sem lögreglan stöðvaði
ræktun á fíkniefnum í Kópavogi. Þá
var tilkynnt um innbrot í bifreið og
um eignaspjöll í skógi.
DÓMSMÁL
Sýknaður af kynferðisbroti
Héraðsdómur Vesturlands sýknaði
í vikunni föður af ákæru um gróf
kynferðisbrot gegn tíu ára dóttur sinni.
Maðurinn var dæmdur í fjögurra ára
fangelsi í mars í fyrra en Hæstiréttur
ómerkti þann dóm og vísaði málinu
aftur í hérað.
STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að
engir fundir hefðu verið tímasettir í dag um
hugsanlega stjórnarmyndun.
„Menn eru að skoða málin og munu eflaust
heyrast í framhaldi af því,“ sagði Sigmundur í
svari til Fréttablaðsins.
Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarkona
Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðis-
flokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær
að Bjarni hefði ekki fastbókað neina fundi í dag.
Sigmundur og Bjarni funduðu öðru sinni í
gær og ræddu þeir meðal annars, að því er Sig-
mundur sagði í viðtali á Bylgjunni í gær, nánari
útfærslur á hugmyndum Framsóknarmanna
um úrlausn í skuldamálum heimilanna.
Sigmundur hefur hitt alla forvígismenn
flokkanna á þingi með það að markmiði að
kanna viðræðugrundvöll um skuldamálin,
„vegna þess að það er til lítils að fara í langar
og miklar viðræður ef það er engin sam-
staða um skuldamálin“, eins og hann sagði á
Bylgjunni. - þj
Enn bólar ekkert á formlegum viðræðum formanna stjórnmálaflokkanna um myndun ríkisstjórnar:
Sigmundur segir enga fundi tímasetta
SKOÐA MÁLIN Formenn Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins hafa ekki ráðgert fundi í dag en þeir hafa
fundað tvisvar síðan Sigmundur Davíð fékk stjórnar-
myndunarumboðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SPURNING DAGSINS
Ólafur, þarf að þinga um
fjölmennið á Þingvöllum?
„Já, það er fullþröngt á þingi miðað
við sætafjölda.“
Ólafur Örn Haraldsson er þjóðgarðsvörður á
Þingvöllum. Fréttablaðið greindi frá því í gær
að ágangur ferðamanna utan háannatímans
hefði aukist mikið í vetur og vor.
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • fiskikongurinn.is
Opið laugardag 10–15
Stærð 9-12
Millistærð Humarhalar . . . . . . . . . . . . . . . . 6.900 kr.kg
Smáir Humarhalar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.900 kr.kg
Humarklær . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 990 kr.kg
Humarsúpa 1. líter . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.490 kr.kg
Fiskisúpa 1.líter . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.490 kr.kg
Stærð 24-30
Stærð 15-18
MENNINGARMÁL „Okkur langar að
setja minnismerki í þennan heim
til marks um þann heim sem við
höfum verið að byggja upp á síð-
ustu tíu árum,“ segir Ívar Krist-
jánsson, einn stofnenda CCP sem
býður borginni útilistaverk að gjöf
í tilefni tíu ára afmælis tölvuleiks-
ins Eve Online.
Ívar segir CCP hafa fengið lista-
manninn Sigurð Guðmundsson til
að vinna tillögur. Ein hugmyndin
hafi orðið ofan á og af henni hafi
Sigurður gert módel sem sett var
upp í Hörpu á Fanfest Eve Online
um liðna helgi. Tillagan var send
borginni með ósk um að fá að setja
verkið upp í fullri stærð á Slipp-
svæðinu.
Ekki reyndist unnt að finna
verkinu stað á Slippsvæðinu þar
sem deiliskipulagningu þess er
ólokið. „Þetta er mjög fallegt verk
en það hlaut ekki einróma hljóm-
grunn hjá borginni,“ segir Ívar
sem kveður Sigurð nú reyndar
vera að vinna tillögu að nýju verki.
„Listamaðurinn var hér á Fan-
fest um síðustu helgi og þar fædd-
ist ný tillaga sem við erum mjög
hrifnir af,“ segir Ívar sem kveður
verkið munu verða unnið í granít,
ál og kopar. Sigurður sé farinn
aftur til Kína, þar sem hann er
búsettur, og vinni þar módel eftir
nýju hugmyndinni.
Að sögn Ívars mun stærð þess
taka mið af staðsetningunni.
„Einkafyrirtæki geta auðvitað
ekki bara komið fyrir listaverkum
þar sem þeim sýnist – enda ætluð-
umst við aldrei til þess og erum
til í að skoða hvaða stað sem er.
Þegar módelið kemur eftir tvær
eða þrjár vikur munum við leggja
það inn á borð hjá borginni og fá
þeirra hugmyndir um staðsetn-
ingu,“ segir hann.
Eina ósk CCP varðandi stað
fyrir verkið er að sögn Ívars sú
að það sé aðgengilegt frá miðbæ
Reykjavíkur af tilliti til árlegra
gesta á Fanfest fyrirtækisins.
„En það er alveg klárt að verkið
á að standa eitt og sér sem lista-
verk fyrir hvern sem er að njóta,“
segir Ívar, sem kveður mark miðið
að verk Sigurðar verði komið á
sinn stað áður en tíu ára afmælis-
ár Eve Online er á enda.
gar@frettabladid.is
Borgin fær höggmynd
frá tölvurisanum CCP
Listamaðurinn Sigurður Guðmundsson í Kína vinnur að útilistaverki sem fyrir-
tækið CCP vill gefa Reykjavíkurborg í tilefni tíu ára afmælis og velgengni tölvu-
leiksins Eve Online. Fyrsta tillaga Sigurðar hlaut ekki hljómgrunn hjá borginni.
TÍU ÁRA AFMÆLISVERK EVE ONLINE Módel af útilistaverki Sigurðar Guðmunds-
sonar var sett upp í Hörpunni. Það hlaut ekki náð fyrir augum forstöðumanns Lista-
safns Reykjavíkur. Sigurður vinnur nú að nýrri hugmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
ÍVAR
KRISTJÁNSSON
Verkið á að standa
eitt og sér sem listaverk
fyrir hvern sem er að
njóta.
Ívar Kristjánsson,
einn stofnenda CCP
INDLAND, AP Mikil reiði braust út á Indlandi í gær í kjölfar þess að ind-
verskur maður lést eftir árás í pakistönsku fangelsi. Sarabjit Singh
hafði setið á dauðadeild í Pakistan í rúm tuttugu ár fyrir njósnir og
aðild að mannskæðum sprengjuárásum. Pakistönskum stjórnvöldum er
legið á hálsi fyrir að hafa ekki tryggt öryggi Singhs betur, en hann var
barinn í höfuðið með grjóti í síðustu viku, en lá í dái þar til hann skildi
við. Singh hafði áður lýst yfir áhyggjum af öryggi sínu eftir að pakist-
anskur hryðjuverkamaður var tekinn af lífi á Indlandi í febrúar. Salm-
an Kurshid, utanríkisráðherra Indlands, sagði atvikið hafa neikvæð
áhrif á samskipti ríkjanna, en þau hafa alla tíð verið afar stirð. - þj
Illdeilur Indlands og Pakistans harðna enn:
Harma lát dauðadæmds fanga
TRYLLTIR AF REIÐI Indverjar fóru út á göturnar í gær og brenndu meðal annars
eftirmyndir af Asif Ali Zardari, forseta Pakistans. NORDICPHOTOS/AFP