Fréttablaðið - 03.05.2013, Page 11
FÖSTUDAGUR 3. maí 2013 | FRÉTTIR | 11
KOSIÐ Þúsundir nýta upplýsingagjöf
stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KOSNINGAR Kosningavefur innan-
ríkisráðuneytisins var mikið
heimsóttur í aðdraganda alþingis-
kosninganna og á kjördaginn 27.
apríl. Tæplega 40.000 heimsóttu
vefinn síðustu tvær vikurnar
fyrir kosningarnar, þar af um
17.000 á kjördag.
Mest voru skoðaðar upplýs-
ingar um kjördæmi og framboð,
kjörskrá, kjörstaði og atkvæða-
greiðslu utan kjörfundar. Nýj-
ungar á vefnum, eins og ítarlegri
tölfræði en áður, upplýsingar
fyrir nýja kjósendur og leiðbein-
ingarmyndband um atkvæða-
greiðslu utan kjörfundar, vöktu
einnig mikla athygli. - shá
17.000 heimsóknir 27. apríl:
Kosningavefur
var vel nýttur
Í SUNDAHÖFN Eimskip er með 16 skip
í rekstri í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ATVINNULÍF Eimskip hefur náð
samkomulagi við skipasmíðastöð-
ina Rongcheng Shenfei í Kína um
1,1 milljarðs afslátt á kaupverði
tveggja nýrra gámaskipa sem
þar eru í smíðum fyrir félagið.
Ástæðan er tafir á afhendingu
skipanna.
Upphaflega var gert ráð fyrir
að skipin yrðu afhent á þessu ári.
Nú liggur fyrir að afhending á
skipunum verði á fyrri hluta árs
2014.
Skipin eru hvort um sig 875
gámaeiningar að stærð. Burðar-
geta þeirra er um 12 þúsund tonn,
lengd 140,7 metrar og breidd 23,2
metrar. - shá
Eimskip semur í Kína:
Fá 1,1 milljarðs
afslátt á skipum
ÖRYGGISMÁL
60 ótryggðir á sjó
Samkvæmt greiningardeild Landhelgis-
gæslunnar voru 60 bátar án lögskrán-
ingar á sjó í gær á fyrsta degi strand-
veiða. Gæslan brýnir fyrir sjómönnum
að hafa þessi mál í lagi enda eru þeir
ekki tryggðir nema þeir séu lögskráðir.
STANGVEIÐI Tíu sjálfboðaliðar úr röðum
stangveiðimanna hafa nú verið útnefndir
sem veiðiverðir við Þingvallavatn í sumar.
„Við vorum að senda veiðimálastjóra tíu
nöfn sem komu frá Landssambandi stang-
veiðifélaga og Veiðikortinu,“ segir Ólafur
Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. „Þeir fá
passa upp á það frá veiðimálastjóra. Við
erum síðan að stórefla okkar næturvörslu.“
Veiðiverðirnir tíu fá síðan Veiðikortið í
þóknun fyrir sitt framlag sem er hluti sam-
komulags Þingvallanefndar við stangveiði-
menn um að hætta við áður ákveðið bann við
næturveiði í landi þjóðgarðsins í sumar.
„Saman ætlum við að kveða niður þennan
ósóma sem var af hættulegri beitu og skralli
sem var þarna á nóttunni,“ segir þjóðgarðs-
vörður.
Veiðitímabilið í þjóðgarðinum byrjaði 1.
maí. Silungurinn hefur verið tregur þessa
fyrstu daga enda afar svalt í veðri. Hins
vegar hafa að undanförnu borist fréttir af
veiddum risaurriðum annars staðar í Þing-
vallavatni. - gar
Veiðitímabilið á Þingvöllum hafið í sátt stangveiðimanna og þjóðgarðsins:
Tíu nýir veiðiverðir útnefndir á Þingvöllum
VEITT Í ÞINGVALLAVATNI Allt veiðieftirlit verður
hert fyrir landi þjóðgarðsins á nýbyrjuðu veiðitímabili.
FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR
ÖRYGGISMÁL Félagar úr björg-
unar sveitinni Lífsbjörg aðstoðuðu
í fyrrinótt skipverja á strand-
veiðibát sem hafði siglt á innsigl-
ingarbaujuna við Rifshöfn.
Skemmdist báturinn mikið og tók
inn á sig sjó en manninum tókst
samt að sigla bátnum í höfn.
Var farið með dælu um borð
og hélt hún við lekann á meðan
báturinn var ferjaður með
björgunarskipinu Björg á milli
bryggja þar sem hann var hífður
á land. - shá
Sigldi á við Rifshöfn:
Nær sokkinn
við ásiglingu
E F L A H F . H Ö F Ð A B A K K I 9 1 1 0 R E Y K J A V Í K 4 1 2 6 0 0 0 W W W . E F L A . I S Í S L A N D D U B A I F R A K K L A N D N O R E G U R P Ó L L A N D R Ú S S L A N D T Y R K L A N D
Árni Árnason: Árni hefur dýpri þekkingu en flestir
aðrir á flóttaleiðum í byggingum og mikilvægi
forvarna enda eru öryggis- og brunamál hans
sérgrein. Svo er hann líka píanisti og gangandi
uppflettirit um klassíska tónlist.
Við erum fertug!
EFLA verkfræðistofa hefur það að markmiði að skapa lausnir sem stuðla að framförum og efla
samfélagið. Starfsfólkið býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á öllu milli himins og jarðar enda
dýrmætasta auðlindin. Það eru hæfileikar þess sem gera fjölbreytileg verkefni um allan heim
að veruleika á degi hverjum.
Guðrún Jónsdóttir: Guðrún er jafnvíg á hægra heilahvel og
vinstra þegar kemur að hljóðbylgjum, því hún er ekki bara
hljóðverkfræðingur heldur spilar hún líka á fiðlu. Og svo
er hún ein af örfáum konum í heiminum sem eiga tvenna
eineggja tvíbura.