Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 8

Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 8
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Sigurður Ingi Jóhannsson hafði aðeins verið nokkra daga í starfi sem umhverfisráðherra þegar hann hóf vinnu við að breyta Rammaáætlun um vernd og nýt- ingu náttúru svæða. Ramminn varð að lögum 14. janúar og fyrri ríkis- stjórn hefur gumað nokkuð af því að með áætluninni hefði langþráð sátt náðst um virkjanir og verndun. Sú sátt var hins vegar alltaf reist á sandi og Rammaáætlun var mála- miðlun. Eftir að sérfræðingar höfðu flokkað fjölda virkjunarkosta í þrjá flokka, verndar-, nýtingar- og bið- flokk, tók pólitíkin við. Það varð að samkomulagi á milli ríkis stjórnar- flokkanna að færa sex virkjunar- kosti úr nýtingar- í biðflokk. Yfirlýst markmið Ákvörðun Sigurðar Inga á ekki að koma neinum á óvart. Það var alltaf umdeilt að hrófla við flokkun sér- fræðinganna, þó vissulega hafi það legið skýrt fyrir frá upphafi að það yrði Alþingi sem á endanum hefði úrslitavald. Stjórnarandstaðan lá heldur ekki á þeirri skoðun sinni að um óheppileg afskipti stjórnmála- manna væri að ræða. Sigurður Ingi sagði í samtali við Fréttablaðið 14. janúar, þegar Rammaáætlun var afgreidd á Alþingi, að það væri mikilvægt að ferlinu lyki á sama hátt og það hófst; í sátt og samlyndi. „Í meðförum hæstvirtrar ríkis- stjórnar hefur þessi friður verið í sundur slitinn. Hér liggur fyrir pólitískt plagg sem eru því miður gríðarleg átök um og ég óttast að afleiðingin verði sú að það sem hér verður samþykkt í dag muni ekki lifa lengi.“ Það stóð heima, því innan við fjórum mánuðum síðar var vinna hafin við að endurskoða Ramma- áætlunina, undir forystu Sigurða Inga, nú umhverfisráðherra. Burt með pólitíkina Þrátt fyrir margítrekaðar tilraun- ir hefur umhverfisráðherra ekki gefið færi á sér til umræðu við Fréttablaðið um Rammaáætlun. Hann lýsti því yfir í síðustu viku að vinna við endurskoðun væri hafin, hún hófst 24. maí. Það er í samræmi við ræðu Sig- urðar við eldhúsdagsumræðurnar í mars: „Fáum við umboð ykkar til munum við endurskoða hina pólit- ísku Rammaáætlun í samræmi við niðurstöðu faghópa sérfræðinga.“ Stefnan er sem sagt sú að breyta áætluninni til samræmis við útlit hennar áður en stjórnarflokkarnir fyrrverandi náðu samkomulagi um breytta röðun virkjunarkosta, eða eins og Sigurður Ingi orðaði það við Fréttablaðið í janúar: „Við framsóknarmenn munum greiða atkvæði samkvæmt þeirri meginstefnu að rammaáætlun sem vísindamenn skiluðu af sér, hún muni standa, en ekki það pólit- íska plagg sem hér er borið fram af meirihluta umhverfis- og sam- göngunefndar“ Neðrihluti Þjórsár Eins og sést hér til hliðar munu sex virkjunarkostir sem áður voru í bið- flokki færast yfir í nýtingarflokk. Þetta eru Urriðafossvirkjun, Holta- virkjun og Hvammsvirkjun í neðri- hluta Þjórsár, Skrokkölduvirkjun í Köldukvísl og Hágönguvirkjun I og II. Þá hyggst ráðherra einnig taka til skoðunar tvo virkjunarkosti sem hann telur ekki hafa fengið við lítandi heildarskoðun, Hólms- árvirkjun neðri við Atley og Haga- vatnsvirkjun, en báðir lentu í bið- flokki. Í þingsályktunartillögunni um Rammaáætlun, sem þáverandi iðnaðar ráðherra, Katrín Júlíus- dóttir, lagði fram og varð að lögum, segir um Hólmsárvirkjun neðri við Atley: „Mat faghópa var ekki byggt á nýjustu gögnum. Óvissa er með áhrif á skóglendi og hvar línulögn mun liggja. Vantar frekari upp- lýsingar.“ Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins á dög- unum að gögn um virkjunina hefðu týnst. Hagavatnsvirkjun var sett í bið- flokk með þeim rökum að borist hefðu nýjar upplýsingar um jarð- vegsfok og áhrif virkjunarinnar á ferðaþjónustu. Því var beint til næstu verkefnisstjórnar að taka virkjunarkostinn til nánari skoð- unar og meta hvort ástæða sé til að gera tillögu um breytta flokkun hans. Sú vinna er nú hafin á vegum umhverfisráðherra. Fáum við umboð ykkar til munum við endur- skoða hina pólitísku Ramma- áætlun í samræmi við niðurstöðu faghópa sér- fræðinga. Sigurður Ingi Jóhannsson á Alþingi í mars. ASKÝRING | 8 ENDURSKOÐUN RAMMAÁÆTLUNAR Við tjöldum því besta Icarus 500 - 5 manna tjald, gott fortjald,195cm lofthæð, 3000mm vatnsheldni, eldvarinn dúkur Tempest 200 - 2ja manna göngutjald, 5000mm vatnsheldni, 2,9 kg. Kirby 400 - 4 manna tjald, gott fortjald, 195cm lofthæð, 3000mm vatnsheldni, eldvarinn dúkur kr. 64.995 Tilboð Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Vatnsafl skostir Jarðhitakostir Færa virkjunarkosti í nýtingarflokk Umhverfisráðherra hefur hafið vinnu við að breyta Rammaáætlun. Líklegast er að sex virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Lögformlegt ferli gerir þó ráð fyrir því að verkefnisstjórn leggi tillögur að breytingum fyrir ráðherra. Ný verkefnisstjórn um Rammaáætlun var skipuð í mars. Formaður hennar er Stefán Gíslason umhverfis- verkfræðingur. Eitt megin- verkefna stjórnarinnar er að meta þá 32 kosti sem eru í biðflokki. Samkvæmt lögum ber verkefnisstjórn inni síðan að gera tillögu um það hvort, og þá hvernig, flokkun þeirra verður breytt, hvort þeir færast í verndar- eða nýtingar- flokk. Ráðherra getur breytt þeirri tillögu, en þó aðeins að höfðu samráði, en hann leggur síðan fram þingsályktunar tillögu fyrir Alþingi sem hefur lokavaldið. Stefán segir að þeir sex kostir sem ráðherra hefur nefnt séu í ákveðnum forgangi. „Þeir hafa ákveðinn forgang og annað er svo sem ekki um málið að segja. Við vinnum þá. Þeir eru í biðflokki vegna þess að það þóttu ekki vera nægilegar upplýsingar til um þá og það er okkar hlutverk að afla þeirra upplýsinga, leggja mat á þær og vera í sambandi við fagaðila á viðkomandi sviðum og komast að einhverri niðurstöðu þannig að það sé hægt að taka afstöðu til þess hvort þeir eigi að fara upp eða niður.“ Umfangsmikil vinna Stefán segir töluverða vinnu fram undan, en verkefnisstjórnin hefur hist einu sinni og mun funda aftur í næstu viku. Meta þurfi hvað vantar af gögnum og hvernig hægt sé að nálgast þau. Ætlast sé til að skipaðir séu faghópar á mismunandi sviðum til að fjalla um kostina og meta þurfi hvern og einn kost sér. „Í sumum tilfellum þarf kannski að vinna einhverjar rann- sóknir. Þær geta verið árstíðabundnar. Það getur þurft að fara í þær að sumarlagi og þá veltur það á því hversu langt við getum verið komin með þær næsta vetur, meðal annars á því hvort okkur tekst að nýta þetta sumar, sem er náttúrulega að bresta á og að verða búið. Þá þarf að finna sérfræðinga sem hafa sérþekkingu á viðkomandi sviði.“ Hafa frest til 2017 Verkefnisstjórnin á að skila af sér 25. mars 2017, fjórum árum eftir að hún var skipuð. Stefán segir að skila eigi áfangaskýrslu á næsta ári. Það þýði þó ekki að þá verði komnar tillögur um flutning einstakra virkjunarkosta á milli flokka. „Hvað verður í henni verður að koma í ljós. Það er fyrst og fremst skýrsla um hvernig þessar athuganir standa. Það er allt of snemmt að segja um hvort það verði komnar einhverjar ákveðnar tillögur um ákveðna virkjunarkosti þá. Við höfum ekki sett okkur nein mark- mið í því.“ Eins og fyrr segir er lögformlega ferlið þannig að verkefnisstjórnin skili tillögu til ráðherra sem leggi málið síðan fyrir Alþingi. Stefán segir að ef menn hafi vilja til að hlutirnir þróist í ákveðna átt varð- andi tiltekna kosti vinni þeir auð- vitað að því. Það sé hins vegar ekki gert með því að smella fingrum. „Auðvitað hafa allir skoðanir á hverjum kosti fyrir sig, en ég geri líka ráð fyrir því að það séu allir sammála um að það þurfi að vanda þessa ákvarðanatöku.“ ➜ Ráðherra bíður tillagna verkefnisstjórnar 1 Urriðafossvirkjun ........................... 130 MW 2 Holtavirkjun ......................................53 MW 3 Hvammsvirkjun ................................82 MW 4 Skrokkölduvirkjun .............................30 MW 5 Hágönguvirkjun 1&2 ........................90 MW 6 Hólmsárvirkjun neðri við Atlaey.......65 MW 7 Hagavatnsvirkjun ..............................20 MW URRIÐAFOSS Umhverfisráðherra hefur talað fyrir því að virkjanir í neðrihluta Þjórsár verði færðar úr biðflokki og í nýtingarflokk. Urriða- fossvirkjun er ein þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 2 3 4 6 7 5 STEFÁN GÍSLASON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.