Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 16

Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 16
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 Heimilið rifi ð í austurhluta Jerúsalem HEIMILIÐ HORFIÐ Þessi palestínska kona horfði upp á ísraelskar jarðýtur leggja heimili fjölskyldu hennar í rúst í Beit Hanina- hverfi í austurhluta Jerúsalem í gær. Ísraelskar sveitarstjórnir gefa oft skipanir um að heimili Palestínumanna sem byggð hafa verið án leyfis séu rifin, þó að þar búi enn fólk. NORDICPHOTOS/AFP Lést af stungusárum 1 BRETLAND Banamein hermannsins sem ráðist var á í London í síðustu viku var fjölmörg stungusár og skurðir sem hann hlaut. Þetta staðfesti krufningalæknir. Hermaðurinn var ekki að sinna herskyldum þegar árásin átti sér stað nálægt herbúðum breska hersins í höfuðborginni. Talið er að árásin hafi verið gerð af íslömskum ofsatrúarmönnum með stóra hnífa og kjötaxir. Scotland Yard, rannsóknarlögreglan í Bretlandi, segir að hermaðurinn hafi verið á göngu nærri herbúðunum þegar hann varð fyrir blárri bifreið. Þá hafi mennirnir ráðist á hann. Tilræði við fullveldi Pakistan 2 PAKISTAN Bandarísk sprengjuflaug er sögð hafa grandað fjórum hátt settum talibönum, meðal annars næstæðsta stjórnarmanni hreyfingar- innar, Wali-ur-Rehman. Pakistanskir talibanar hafna því að hann sé fallinn. Ný ríkisstjórn tók við völdum í Pakistan eftir kosningar þar í þessum mánuði. Nawaz Sharif, tilvonandi forsætisráðherra, segir árás Bandaríkjanna vera til- ræði við fullveldi Pakistan. Sækist ekki eftir endurkjöri 3 BANDARÍKIN Michelle Bachmann, þingmaður Minnesota-ríkis á Bandaríkjaþingi, ætlar ekki að sækjast eftir embætti á ný eftir að hennar fjórða kjörtímabili lýkur á næsta ári. Bachmann tók þátt í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári en hlaut ekki brautargengi. Þá hefur hún gerst talsmaður skatt- leysishugmynda innan Teboðshreyfingarinnar í Repúblikanaflokknum. Hún útilokar þó ekki þátt- töku í stjórnmálum í framtíðinni. HEIMURINN 1 2 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.