Fréttablaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 18
Verið er að breyta merkingum á
umbúðum með skelbrotnum humri frá
Skinney-Þinganesi hf. Ábending barst
frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um
að merkingar væru ófullnægjandi. Um
er að ræða Hornafjarðarhumar í 2 kg
öskju. Á öskjunni kemur fram að varan
innihaldi aukefnið E-223 en flokks-
heitið natríummetabísúlfít vantar. Þar
sem flokksheiti aukefnisins kemur
ekki fram á umbúðum er því ekki um
skýra merkingu með tilliti til ofnæmis-
og óþolsvalda að ræða, að því er segir í fréttatilkynningu frá Skinney-
Þinganesi hf. Þeir sem kunna að eiga þessa vöru geta haft samband við
Humarsöluna ehf., Básvegi 1 í Reykjanesbæ (sími 8676677), og fengið að
skila henni.
Ófullnægjandi merkingar
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18
Neytendur fylgjast illa með reikn-
ingum sínum og vita ekki fyrir
hvað þeir eru að borga, að sögn
Ingibjargar Magnúsdóttur, full-
trúa Neytendasamtakanna í fjar-
skiptamálum.
„Það er með ólíkindum hversu
mikið tómlæti fólk sýnir. Það bara
borgar og borgar og hringir svo til
okkar mörgum mánuðum eftir að
það hélt að áskriftinni væri lokið.
Þá vill það fá allt endurgreitt og
stundum er aðeins komið til móts
við fólk. Því er til dæmis boðin frí
áskrift í tvo til þrjá mánuði ef um
sjónvarpsstöð er að ræða en það
á í raun ekki rétt á neinu. Það er
algjörlega því sjálfu að kenna að
hafa ekki sagt upp þjónustunni.“
Margir hafa lent í því að halda
áfram að greiða mánaðarlega til
sjónvarpsstöðvar mörgum mánuð-
um eftir að myndlykli er skilað, að
því er Ingibjörg greinir frá. „Neyt-
endur halda að það sé nóg að skila
myndlykli til fjarskipta fyrirtækis
og þá hafi sjónvarpsáskriftinni
sjálfkrafa verið sagt upp en svo er
ekki.“
Ingibjörg segir Neytenda-
samtökin ráðleggja fólki að skrá hjá
sér allar áskriftir sem það hefur og
reyna að fá yfirsýn yfir hvaða þjón-
ustu er verið að kaupa. „Fjarskipta-
markaðurinn er flókinn og neyt-
endur virðast hafa litla yfirsýn yfir
bestu kjör og hvaða áskriftarleiðir
henta best. Á flestum heimilum eru
nokkrar tölvur, símar og sjónvörp
og mánaðarlegur kostnaður vegna
fjarskipta skiptir tugum þúsunda.
Leiga á routerum og myndlyklum
er hluti af þessum kostnaði, auk
áskrifta af vefmiðlum og tónlist.
Þar við bætist leiga á bíómyndum.“
Fjarskiptaþjónusta er stór mála-
flokkur hjá leiðbeiningar- og kvört-
unarþjónustu Neytendasamtakanna.
„Það hafa komið upp nokkur mál þar
sem stendur bara „virðis aukandi
þjónusta“ á síma reikningum neyt-
enda og engin nánari skýring. Eftir
margra mánaða skuldfærslu áttar
fólk sig á að þetta er kannski áskrift
að tonlist.is sem það hefur skráð sig
í í bríaríi án þess að gera sér grein
fyrir að samþykktar voru mán-
aðarlegar úttektir af símareikn-
ingi,“ segir Ingibjörg og bætir við
að skilmálar séu oft mjög flóknir
og ógagnsæir. Neytendur verði að
krefjast skýringa á þjónustuliðum
og skoða reikningana sína í hverjum
mánuði. ibs@frettabladid.is
Fólk fylgist illa með
reikningunum sínum
Neytendur fylgjast illa með reikningum sínum. Segja ekki upp þjónustunni en
vilja fá allt endurgreitt. Fólki sjálfu að kenna, segir fulltrúi Neytendasamtakanna.
Í Malmö í Svíþjóð koma um 500
manns reglulega í fataleiguna
Klädoteket til að leigja sér fatnað
til að klæðast í vinnunni eða
frítímanum. Margir viðskipta-
vinanna eru konur á aldrinum
16 til 35 ára, að því er segir á
fréttavef Svenska Dagbladet.
Mest er spurt eftir bolum og
öðrum hversdagsfatnaði sem
aðrir hafa gefið. Hægt er að taka
fatnaðinn á leigu í þrjár vikur.
Hversdagsfatnaður til leigu
Meðalverð á lausasölulyfjum og hinum ýmsu vörum
apótekanna hefur hækkað töluvert síðastliðið ár sam-
kvæmt verðkönnun ASÍ nú í maí frá því í júní í fyrra.
Af þeim 46 vörutegundum sem bornar voru saman
á milli ára hafði meðalverð á 30 þeirra hækkað. Sú
vara sem hækkaði mest hjá öllum apótekum eru
Duroferon forðatöflur (100 stk. 100 mg). Meðalverðið í
júní 2012 var 821 kr. en er nú 2.278 kr., sem er 177 pró-
senta hækkun. Algengast var að sjá hækkun á bilinu
eitt til fimm prósent, að því er segir í frétt á vef ASÍ.
Aðeins Reykjavíkur Apótek og Garðs Apótek hafa
nánast sama verð og í fyrra, þrátt fyrir einstaka verð-
breytingar. Flestar vörurnar hækkuðu hjá Siglu-
fjarðar Apóteki, í um 70 prósentum tilvika. Þar á eftir
koma Lyfjaver, Austurbæjar Apótek og Lyfja með
hækkanir í um helmingi tilvika. Þegar apótekakeðjur
eru bornar saman sést að Lyfja hækkar oftast verðið
en Lyfjaval lækkar það oftast. Sjá má niðurstöður
könnunarinnar í töflu á vef ASÍ.
GARÐSAPÓTEK Nánast sama verð var hjá apótekinu og í
fyrra.
Flestar vörur hækkuðu hjá Siglufjarðarapóteki í nýrri verðkönnun ASÍ:
177 prósenta hækkun á einni vöru
„Bestu kaupin eru án efa nýja AFTUR-vestið mitt sem er úr leðri með
áföstu kögri. Ég sé mig fyrir mér í blússandi sveiflu í vestinu í sumar,“
sagði Natalie G. Gunnarsdóttir, betur þekkt undir plötusnúðanafninu DJ
Yamaho. „Ég hef beðið eftir flíkinni lengi og á eftir að nota hana mikið.“
„Verstu kaupin verð ég að segja að sé einhvers konar rúllukragaúlpa
sem ég keypti í Levi‘s-búðinni fyrir mörgum árum. Mér fannst þetta vera
geðveik úlpa og sá mig í anda ná hámarksnýtingu úr flíkinni, þar sem
íslenskt sumar kallast vetur á sumum stöðum. Viku seinna gaf Bubbi út
glænýja plötu. Á plötuumslaginu var einlæg mynd af Bubba, í nákvæm-
lega eins úlpu,“ en sögunni fylgdi ekki hvað hefði orðið um úlpuna.
Natalie Guðríður Gunnarsdóttir er plötusnúður og nemandi í við-
skiptafræði í Háskóla Íslands.
NEYTANDINN NATALIE G. GUNNARSDÓTTIR
Í blússandi sveiflu í sumar
HEIMABANKINN
Neytendur verða
að krefjast skýr-
inga á þjónustu-
liðum og skoða
reikninga sína í
hverjum mánuði.
Skynsamlegt er
að skrá hjá sér
allar áskriftir sem
greitt er af, að
sögn Ingibjargar
Magnúsdóttur
hjá Neytenda-
samtökunum.
Miðevrópu-
draumur
15. - 28. ágúst 2013.
Hinn sígildi og geysivinsæli Miðevrópudraumur verður nú
sennilega farinn í síðasta sinn eftir rúmlega 30 ára sögu.
Farið verður um fallegustu fjallasvæði Evrópu, þýsku,
austurrísku, ítölsku og svissnesku Alpana.
Aðeins nokkur sæti laus.
Fararstjóri er hinn þaulreyndi Friðrik G.
Friðriksson sem sér um að ferðalangar komi
úthvíldir heim úr fríinu.
Nánari upplýsingar gefa Silja Rún og Guðný
í síma 570 4472 (Vita sport).
Sjá myndasafn úr ferðum á Evrópurútur Frissa á www.vita.is
Verð í tvíbýli:
289.500 kr.
Fyrir einbýli er 55.000 kr. aukagjald.
Innifalið: Flug, skattar, sigling,
gisting með fæði og skoðunarferðir
skv. ferðalýsingu.ÍSL
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
6
28
11
0
1.
20
13
VITA er lífiðVITA
Suðurlandsbraut 2
Sími 570 4444
Skráðu þig
í netklúbbinn - VITA.isVITA er í eigu
Icelandair Group.
Neyt-
endur halda
að það sé nóg
að skila
myndlykli til
fjarskipta-
fyrirtækis og
þá hafi sjónvarps-
áskriftinni sjálfkrafa verið
sagt upp en svo er ekki.
Ingibjörg Magnúsdóttir
fulltrúi Neytendasamtakanna
Íslykillinn, sem er eins konar
nafnskírteini á netinu, nær sífellt
meiri útbreiðslu. Innleiðing Ís-
lykilsins er til þess að fólk geti
auðveldlega skráð sig inn á vefi
stofnana, sveitarfélaga, félaga-
samtaka og fyrirtækja, með einni
miðlægri innskráningu í stað
fjölda lykilorða. Íslykillinn er nú
rúmlega mánaðargamall og um
fimmtán þúsund einstaklingar og
á annað hundrað lögaðilar hafa
þegar tekið Íslykilinn í notkun.
Íslykillinn breiðist út