Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 20
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20
VIÐSKIPTI Efnahags- og fram-
farastofnunin, OECD, spáir því
að hagvöxtur á Íslandi muni
aukast töluvert á næsta ári og
verða 2,6%. Spáð er að hag-
vöxturinn í ár verði 1,9%, sem
er það sama og Hagstofan gerir
ráð fyrir.
Þetta kemur fram í nýju yfir-
liti frá OECD um horfur í efna-
hagsmálum þeirra þjóða sem
eiga aðild að stofnuninni. Hvað
Ísland varðar setur OECD fyrir-
vara á spá sína um hagvöxtinn
árið 2014 og segir að forsendur
fyrir þeim vexti séu meðal ann-
ars fjárfesting í orkuiðnaði.
Þá kemur fram að OECD gerir
ráð fyrir að atvinnuleysi verði
undir 5% árið 2014 og að verð-
bólgan verði að meðaltali um
3,2%.
1,9% hagvöxtur í ár:
OECD spáir
auknum
hagvexti 2013
Samanlagðar tekjur fjarskipta-
fyrirtækjanna af fjarskiptastarf-
semi á síðasta ári voru rúmir 48
milljarðar, sem er aukning um
þrjá milljarða milli ára. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu Póst-
og fjarskiptastofnunar um fjar-
skiptamarkaðinn á Íslandi.
Meðal þess sem helst vekur
athygli er að tekjur vegna fasta-
nets og talsímareksturs stendur
í stað eða dregst lítillega saman
á meðan tekjur vegna farsíma-
reksturs, gagnaflutninga og
annarra hluta, til dæmis sölu á
farsímum og efni vegna sjónvarps-
rekstrar aukast mikið.
Þessar tölur eru lýsandi fyrir
þróunina á fjarskiptamarkaði þar
sem hefðbundin talsímaþjónusta
er á hægu undanhaldi en gagna-
flutningar á farsímaneti hafa stór-
aukist.
Til dæmis kemur fram í skýrsl-
unni að símtölum innan fastaneta
fækkaði um tólf prósent á milli
áranna 2010 og 2012, úr tæpum
463.000 símtölum á ári niður í tæp
409.000 símtöl.
Á sama tímabili fjölgaði sím-
tölum úr farsímum hér á landi
lítillega, úr um það bil 399.000
sím tölum árið 2010 upp í tæplega
413.000 símtöl árið 2012.
Gagnaflutningar um farsíma-
netið hafa hins vegar tvöfaldast og
rúmlega það. farið úr 582.000 gíga-
bætum árið 2010 upp í rúmlega 1.2
milljónir gígabæta á síðasta ári.
Gunnhildur Arna Gunnars-
dóttir, upplýsingafulltrúi Símans,
segir að markaðurinn sé að taka
stakkaskiptum um þessar mundir
og viðbúið að þessi þróun haldi
áfram næstu ár.
„Þótt við búumst við miklum
breytingum í notkun farsíma og
þróum þjónustu í samræmi við
það, gleymum við ekki þeim við-
skiptavinum sem hafa ekki fylgt
þessari netþróun í gegnum sím-
ana. Og við tryggjum þeim að
sjálfsögðu gömlu góðu þjónustuna,
svo hún er ekki úreld.“
Liv Bergþórsdóttir, fram-
k væmd astjór i fja rsk ipt a -
fyrirtækis ins Nova, segir að á
síðasta ári hafi ákveðið stökk átt
sér stað, en það eigi enn eftir að
aukast með bættri tækni.
„Á þessu ári munum við sjá öfl-
uga 4G-snjallsíma koma á markað-
inn, sem styðja tíu sinnum meiri
hraða en 3G, þannig að hraðinn
er alltaf að aukast og efni á net-
inu verður í sífellt meira magni
lifandi sjónvarpsefni en ekki að
megninu til texti eins og er í dag.
Símarnir eru svo sífellt að verða
öflugri þannig að við erum bara að
stíga okkar fyrstu skref í notkun
netsins í farsímum.“
thorgils@frettabladid.is
Nýir tímar að renna upp
Ný skýrsla um íslenska fjarskiptamarkaðinn varpar ljósi á breytta tíma. Á meðan hefðbundin talsímaþjónusta
dregst saman er mikill vöxtur í gagnaflutningum um netið og útlit fyrir að sú þróun sé enn á byrjunarstigi.
Tekjur eftir fjarskiptastarfsemi
➜ Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja vegna
fjarskiptastarfsemi 2012: 48 milljarðar
18.000
16.000
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Fastanetið Talsíma-
rekstur
Farsíma-
rekstur
Gagnaflutn-
ingur og
internet-
þjónusta
Aðrar tekjur
■ 2010 ■ 2011 ■ 2012
Í m
ill
jó
nu
m
k
ró
na
Heimild: Póst og fjarskiptastofnun
Í skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur einnig fram að Íslendingar
sendu rúmlega 225 milljónir SMS-skilaboða í fyrra, sem jafngildir því að
hvert mannsbarn sendi rúmlega 700 skilaboð.
SMS-sendingum hefur fjölgað talsvert síðustu ár, en árið 2010 var 171
milljón skeyta send.
Nova er með mikla yfirburði á SMS-markaðnum þar sem sex af hverjum
tíu skeytum eru send úr síma frá Nova. Vodafone er í öðru sæti með
rúman fimmtung skeyta og Síminn með tæp átján prósent.
700 SMS á hvert mannsbarn
GUNNHILDUR A.
GUNNARSDÓTTIR
LIV BERGÞÓRS-
DÓTTIR
HS ORKA Uppbygging í orkuiðnaði
er forsenda þess að hagvöxtur aukist,
segir OECD.
Hágæða Fissler pottasett
Varanleg brúðkaupsgjöf
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt
ht.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
LAUGAVEGI 178. Sími: 568 9955.