Fréttablaðið - 30.05.2013, Side 24

Fréttablaðið - 30.05.2013, Side 24
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Þ orbjörn Þ órðarson fréttamaður spurði Sig- mund Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: „Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verð- ur áframhaldandi gjald- taka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávar- útvegsfyrirtækjum gang- andi.“ Þessi ummæli eiga að vera rök fyrir því að breyta sérstöku veiði- gjaldi þannig að það verði skatt- ur á hagnað hvers fyrirtækis í stað þess að vera gjald á þorskí- gildi sem ákvarðast af afkomu greinar innar í heild. En ef til- gangurinn væri að hlífa litlum fyrirtækjum væri mun auðveld- ara að lækka gjaldið á fyrstu nokkur hundruð þorskígildistonn hvers fyrirtækis. Ákvæði um slíkt er meira að segja að finna í núgildandi lögum. Einungis þyrfti að hækka afsláttinn. Getur verið að raunverulegur tilgangur þess að breyta veiði- gjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? Getur verið að tilgangurinn sé að haga gjald- tökunni þannig að fyrirtæki í greininni eigi auðveldara með að koma sér hjá því að greiða gjald- ið? Þorbjörn fréttamaður spurði Sigmund Davíð einnig út í þetta atriði. Sigmundur svaraði: „Þú tekur ekki peninga út úr fyrir- tæki öðruvísi en að það sé hagn- aður. Og þá greiðir þú af því skatt.“ Ekkert heilagt Er þetta svona einfalt? Hár skattur á hagnað veitir eigend- um fyrirtækja sterka hvata til þess að „taka fé út úr fyrirtækj- um sínum“ í formi hlunninda sem þeir geta talið sem rekstrar- kostnað. Hjá stærri fyrir tækjum þarf hins vegar stórtæk- ari aðferðir en risnu og annað í þeim dúr til þess að ná verulegu fé út úr fyrirtækinu. Eigendur slíkra fyrirtækja geta hins vegar látið fyrir- tækin taka lán á háum vöxtum frá tengdum aðilum. Þannig er fé tekið út úr fyrirtækinu í formi óeðlilegra vaxtagreiðslna til tengdra aðila og enginn skattur greiddur. Leikfimi af þessum toga er auð- vitað strangt til tekið ólögleg. En það er erfitt að sanna lögbrot af þessum toga og öllum er ljóst að yfirvöld skella skollaeyrum hvað þetta varðar. Mikilvægur kostur við útfærslu núverandi veiðigjalds er að frá sjónarhóli hvers fyrirtækis er lítið sem þau geta gert til þess að koma sér undan gjaldinu (þar sem það ákvarðast af afkomu greinarinnar). Þetta lágmarkar neikvæð áhrif veiðigjaldsins á hegðun sjávarútvegsfyrirtækja. Í flestum tilfellum er sjálfstæðis- mönnum mjög umhugað um að lágmarka skekkjandi áhrif skatta. En í þessu tilfelli virðast þeir þvert á móti vilja auka þau til muna og þannig draga úr hag- kvæmni í greininni. Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu eru síðan sérstak- lega athyglisverðar í ljósi þess að það málamyndaveiðigjald sem fyrri ríkisstjórn þessara flokka setti á fyrir um áratug var ekki lagt á hagnað hvers fyrirtækis einmitt af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan. En núver- andi stjórnvöldum virðist ekkert heilagt þegar kemur að því að hygla útgerðarmönnum. Veit forsætisráð- herra ekki betur? Starfsfólk og velunnarar Grensásdeildar fagna á þessu ári 40 ára afmæli deildarinnar. Frá opnun hennar þann 26. apríl 1973 hefur endurhæfing verið hinn rauði þráður starf- seminnar. Með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 var svo endur- hæfingarhlutverk deildar- innar fest í sessi gagn- vart sjúklingum á öllum deildum í Fossvogi og við Hringbraut. Árlega koma um 400 einstaklingar á dagdeild og 250 á sólarhringsdeild, lang- flestir beint af bráðadeildum Landspítala. Heilablóðföll eru algengasta ástæða innlagnar á Grensásdeild, en auk þess margs konar veikindi og afleiðingar slysa sem valda færniskerðingu. Má þar nefna höfuðáverka, mænuskaða, útlimsmissi og afleiðingar ýmissa langvinnra sjúkdóma. Samstarfsverkefni Endurhæfing er samstarfsverkefni þar sem skapaðar eru aðstæður fyrir sjúklinga að vinna með breið- um hópi fagfólks til að ná til baka sem mestu af þeirri færni sem tapast hefur. Til þess þarf margt að fara saman. Nægilegt umfang starfsemi til að svara þörfum sjúk- linga Landspítala, húsnæði sem í senn er bæði öruggt og nægilega rúmgott til að mæta þörfum fatl- aðra og fjölbreyttur hópur vel menntaðs starfsfólks með brenn- andi áhuga á viðfangsefninu. Breytingar Á undanförnum árum höfum við séð talsverðar breytingar í sjúkdóma- og slysamynstri samfélagsins sem m.a. tengist breyttum lífsháttum. Frítíma- slys af ýmsum toga og nýir far- aldrar skæðra örvera eru dæmi um þetta. Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast, legu- tími á sjúkrahúsum mun áfram styttast með aukinni þörf fyrir ferliþjónustu og heimaþjónustu. Fleiri lifa af alvarleg veikindi og slys, oft þó með varanlegri færniskerðingu. Þörfin fyrir öfluga endurhæfingarmiðstöð Landspítala sem getur tekist á við fleiri og flóknari verk- efni er augljós. Ekki er lengur hjá því komist að bæta aðbúnað sjúklinga með aðgang að einbýli með salerni fyrir alla, viðunandi aðstöðu fyrir aðstandendur og auka verulega þjálfunaraðstöðu fyrir fjölþætta endurhæfingu. Með skilningi og tilstyrk Holl- vina Grensásdeildar og stjórn- valda eygjum við von um að bætt aðstaða með nýrri viðbygg- ingu og endurbótum verði að veruleika innan fárra ára. Grensásdeild 40 ára Án öflugrar réttinda- baráttu væri staða fólks sem almennt er þögult um aðstæður sínar mun verri en hún er. Þjónusta við fatl- að fólk þarf að þróast, um það eru allir sammála sem til þekkja. Eftir áralangt fjársvelti hafa væntingar farið á flug um betri tíð, ekki síst eftir að sveitar- félögin tóku við þjónustunni árið 2011. Það er gott. En því miður komast sveitar- félögin ekki almennilega á flug, vegna þess hversu þjónustuþörfum margra hefur lítið verið mætt. Margt er sérstak- lega vel gert í þessum málaflokki, en of margir bíða eftir viðeigandi þjónustu og ekki síður notenda- stýrðri persónulegri aðstoð. Vilj- inn er fyrir hendi, það á „bara“ eftir að fjármagna betri þjónustu og aðstoð úr sameiginlegum sjóð- um okkar landsmanna. Sveitar- félögin fá of lítinn hluta til sín og það hamlar framþróun. Auður Guðjónsdóttir vakti athygli á því í Fréttablaðinu 28. maí að fatlað fólk í Reykjavík geti ekki nýtt sér Ferðaþjónustu fatl- aða ef það fær bifreiðastyrki frá Tryggingastofnun. Hennar sýn og margra er sú að fatlaðir eigi að hafa val um hvenær þeir taki sinn strætó (Ferðaþjónustu fatl- aðra) óháð bifreiðahlunnindum. Þeir sem ekki búa við fötlun taka strætó óháð bílaeign. Þetta er því ekki langsótt krafa. Ekki við borgina að sakast En það er ekki við Reykjavíkur- borg að sakast. Borgin, umfram önnur sveitar- félög, leggur sig fram um að bera félagslega ábyrgð í samræmi við lög, reglur og þarfir sinna íbúa. Velferðar- ráðuneytið setur leið- beinandi reglur um Ferðaþjónustu fatlaðra sem grundvallast á 35. gr. laga um málefni fatl- aðs fólks. Í þeim reglum segir: „Reglur sveitar- félags skulu skilgreina þann hóp notenda sem á rétt á þjónustu.“ Að lágmarki ætti skilgreiningin að fela í sér eftir- farandi: a. Að notandi eigi lögheimili í sveitarfélaginu. b. Að notandi geti ekki nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar. c. Að notandi eigi ekki bifreið sem keypt er með styrkjum frá Tryggingastofnun ríkisins, sbr. þó 4. gr. Umrædd 4. grein tekur á undan þágum og frávikum vegna sérstakra aðstæðna, svo sem ef fatlað fólk sem á bifreið þarf á ferðaþjónustu að halda. Í grein- inni er þó bara talað um að eiga bifreið en það ekki tengt bifreiða- hlunnindum almannatrygginga. Samræmdar reglur Ef Reykjavíkurborg ákveður að opna enn frekar ferðaþjónustuna gæti það leitt til mikils kostnaðar- auka. Það getur borgin ekki axlað ein, enda væri hún þá ein um að ákveða slíkt á meðan lög og leið- beinandi reglur ráðuneytisins kveða á um annað. Því þarf kraf- an um rýmri löggjöf að beinast að ríkisvaldinu. Framlag borgarinn- ar árið 2012 til ferðaþjónustunn- ar var ríflega 600 m.kr. og hefur farið stöðugt hækkandi. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu vinna nú að samræmd- um reglum í takti við leiðbeinandi tilmæli ráðuneytisins. Einnig er unnið að því að bjóða út þjón- ustuna með það að markmiði að bæta hana, gera hana sveigjan- legri en um leið hagkvæmari. Sveitarfélögin þurfa að koma sér saman um gæðakröfur og þjón- ustuviðmið og er unnið að því. Þegar þjónustan verður opnuð, m.a. fyrir pöntun ferðar án fyrir- vara eða samdægurs eins og til stendur, þá erum við búin að skapa kerfi sem getur tekið mið af þörfum fólks hverju sinni. Kerfið mun ekki vera hamlandi þróist ferðaþjónustan í átt að því sem Auður talar um í grein sinni og getur betur tekið á undan- þágum og frávikum sem nú þegar er opið fyrir. Að lokum vil ég þakka Auði fyrir baráttu hennar fyrir rétt- indum fatlaðs fólks og endur- hæfingu þeirra sem hlotið hafa mænuskaða. Ferðaþjónusta fatlaðra þarf að breytast HEILBRIGÐIS- MÁL Stefán Yngvason yfi rlæknir á Grensásdeild SAMFÉLAG Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðar- ráðs Reykjavíkur- borgar ➜ Sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu vinna nú að samræmdum reglum í takti við leiðbeinandi tilmæli ráðuneytisins. SJÁVAR- ÚTVEGSMÁL Jón Steinsson dósent í hagfræði við Columbia- háskóla í New York ➜ Getur verið að raunverulegur til- gangur þess að breyta veiðigjaldinu sé allt annar en að hlífa litlum fyrirtækjum? ➜ Með skilningi og tilstyrk Hollvina Grensásdeildar og stjórnvalda eygjum við von um að bætt aðstaða með nýrri viðbyggingu og endurbótum verði að veruleika innan fárra ára.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.