Fréttablaðið - 30.05.2013, Page 26

Fréttablaðið - 30.05.2013, Page 26
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 „Fréttir af slæmu ástandi lífríkis Lagarfljóts eru rangar og voru sagðar í til- efni kosninga. Stjórnendur Landsvirkjunar eru á leið- inni austur til að upplýsa hið rétta í málinu.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækis- ins á upplýsinga- og sam- ráðsfundi með Mývetning- um á dögunum. Fundurinn snerist um virkjana áform Lands- v i rkju na r í Suður - Þingeyjar sýslu. Sérstaklega um Bjarnarflagsvirkjun enda hafa heimamenn margvíslegar áhyggj- ur af slæmum áhrifum hennar á heilsufar íbúa og lífríki Mývatns og Laxár. Ekki er upplýst hver efnahags legur ávinningur sam- félagsins í Mývatnssveit gæti verið eftir framkvæmdatímann. En for- stjóri Landsvirkjunar sér fyrir sér að þegar framkvæmdum ljúki í Bjarnarflagi verði hafist handa á Þeista- reykjum og þegar menn verði búnir þar verði farið í Kröflu II og svo aftur í Bjarnarflag og þannig koll af kolli. Þessi virkjanakeðja gæti tekið áratugi, eða eins og forstjórinn sagði: „Þegar framkvæmdum lyki við síð- ustu virkjunina yrði líftími þeirrar fyrstu um það bil liðinn.“ Orkuveita Reykja- víkur gerir ráð fyrir að virkjanir hennar á Hellisheiði dugi í 50-60 ár hið minnsta, en ekki er vitað hvaða líftíma Landsvirkjun ætlar gufuvirkjunum sínum í nágrenni Mývatns. Gullgrafarablær Á sex hektara lóð í Bjarnarflagi, þar sem eitt sinn var unninn kísil- gúr, stendur til að reisa vinnubúðir fyrir 180 manns. Gert er ráð fyrir tólf byggingarreitum, samtals 13.200 fermetrum. Í ljósi áforma um keðju virkjana er rétt að velta fyrir sér samfélagslegum áhrif- um svo fjölmennra vinnubúða sem kunna að verða notaðar í áratugi. Í Mývatnssveit er fámennt sam félag, íbúar í Reykjahlíðarþorpi eru um 150 og innan við 400 í sveitinni allri. Búast má við að svo stór flokk- ur „virkjunar manna Íslands“ hafi afgerandi áhrif og ljái sam félaginu gullgrafarablæ. Það er þegar undir miklu álagi af ferðamennsku. Sveit- ungarnir líta þá atvinnugrein frem- ur jákvæðum augum þótt þeir séu meðvitaðir um galla svo sem nei- kvæð umhverfisáhrif, mengun, rusl og árstíðabundin láglaunastörf. Umhverfisstofnun hefur nýlega sett verndarsvæði Mývatns og Laxár á rauðan lista vegna áforma um Bjarnarflagsvirkjun, ágangs ferðamanna, mengandi frá rennslis frá mannabyggð og hnignunar kúlu- skíts, sem er friðaður að lögum. Svæði á válistanum eru undir svo miklu álagi að talið er að bregðast þurfi við strax. Rannsóknir á lífríki svæðisins hafa staðið í áratugi og leitt í ljós að litlar breytingar geta valdið kollsteypum, samspil ein- stakra þátta er flókið og lítt fyrir- sjáanlegt. Þau áhrif gufuvirkjunar í Bjarnarflagi sem mestum áhyggj- um valda eru minna kísilstreymi til vatnsins vegna kólnunar og/eða minna rennslis, eiturefnamengun af borholuvökva og síðast en ekki síst mengun af brennisteinsvetni í andrúmslofti. Á fyrrnefndum upp- lýsinga- og samráðsfundi Lands- virkjunar kom fram hjá forstöðu- manni Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn að vegna sveiflna í lífríkinu væri erfitt að rekja áhrif einstakra þátta. Það hefði tekið 30 ár að gera grein fyrir áhrifum Kísil iðjunnar á lífríki Mývatns og gæti þess vegna vel tekið tuttugu ár að átta sig á áhrifum Bjarnarflagsvirkjunar. Í ljósi ummæla forstjóra Lands- virkjunar um fréttir af Lagarfljóti þarf ekki mikið ímyndunarafl til að geta sér til um viðbrögð við sams konar tíðindum af Mývatni þar sem lífríki er flóknara og áhrif manna enn fjölbreyttari. Rísi Bjarnarflags- virkjun og hnigni lífríkinu verða fréttirnar trúlega sagðar í annar- legum tilgangi… hugsanlega jafn- vel í aðdraganda kosninga. Glópagull við Mývatn Viðhafnartónleikar kvölds- ins í kvöld, Söngvaskáldin og Sinfó í Eldborgarsal Hörpunnar, marka 30 ára afmæli FTT, Félags tón- skálda og textahöfunda. Félagið var stofnað árið 1983 og hefur nú liðlega 400 félagsmenn innan sinna vébanda, þ.m.t. afkastamestu tónskáld og textahöfunda landsins. Sama ár markaði upp- haf ótrúlegrar velgengni íslenskrar hryntónlistar á erlendri grundu, en lagið Garden Party eftir Eyþór Gunnarsson náði þá sterkri stöðu á alþjóð- legum vinsældalistum í flutningi Mezzoforte. Sú ágæta rafdjasssveit ferðast enn heimshorna á milli og gefur reglubundið út nýtt efni. Rás 2 var einnig stofnsett á þessu herrans ári og hefur verið íslenskum hrynverjum mikil stoð og stytta gegnum tíðina. Svo er vissulega enn. Sérstakt tilefni er til að staldra við þau tímamót sem yfirstand- andi ár markar á vettvangi hryn- tónlistarinnar. Eftir áralanga sam- fellda velgengni listamanna á borð við Mezzoforte, Sykur- mola, GusGus, Björk, Sigur Rós, múm, Emilíönu Torrini, o.fl. unnust á síð- astliðnu ári fleiri sigrar en nokkru sinni á þess- um vettvangi. Alþjóðlegir samningar við stórfyrir- tæki féllu í skaut m.a. Ólafi Arnalds, Jóni Jónssyni, Ásgeiri Trausta og hljóm- sveitinni Of Monsters and Men, en sú sveit hefur náð undraverðum árangri á örskömmum tíma. Sómi Íslands Segja mætti að á meðan íslenska þjóðin sat hnípin undir alvar- legum ásökunum og orrahríð- um erlendra fjölmiðla og þjóðar- leiðtoga hafi heimsþekktir og dáðir íslenskir hryntónlistarmenn haldið jákvæðri ímynd hennar á lofti, verið í raun sá sómi Íslands, sverð og skjöldur sem stuðlaði að umburðarlyndi og jákvæðu við- horfi gagnvart landi og þjóð. Um það er a.m.k. varla lengur deilt að engin stétt hefur borið hróður Íslands jafn hátt og víða. Opinber viðurkenning á því er meðal annars fólgin í þeirri ákvörðun stjórnvalda að stofna á sl. ári sérstakan útflutnings- sjóð tónlistarinnar, efla jafnframt starfsemi Útóns og lyfta hinum skapandi greinum til aukinnar sóknar. Fyrrnefndir hátíðartónleikar skarta mörgum af fremstu söngv- urum landsins, ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands og vel skip- aðri hrynsveit sem sameinast í flutningi á fjölmörgum íslenskum lögum sem í senn mætti flokka sem nýgild og sígild. Það verður forvitnilegt að heyra þau í sér- hönnuðum viðhafnarbúningi á þessum ánægjulegu tímamótum. Full ástæða er til að óska íslensk- um tónskáldum og textahöfundum innilega til hamingju með afmælið og þann frábæra árangur sem nú blasir við og efla mun stéttina til frekari dáða og landvinninga. Hrynþjóð meðal þjóða Í helgarblaði Fréttablaðs- ins (26.5.) var viðtal við Lóu Pind Aldísardóttur þar sem hún ræðir um brottfall úr framhaldsskóla og orsakir þess. Lóa telur að of mikil áhersla sé lögð á hefðbundið bóknám. Mjög margir geta eflaust verið henni sam- mála um þetta atriði, en hvað á til bragðs að taka? Í umræðum um skólamál hefur finnskum skólum oft verið teflt fram sem fyrirmyndar- kerfi. Því langar mig að segja lítil- lega frá reynslu minni sem kennari í Finnlandi. Iðngreinar skortir ímynd Síðast kenndi ég við menntaskóla sem bauð eingöngu upp á hefðbund- ið bóknám. Meðal nemenda minna voru nokkrir sem enga hæfileika höfðu til slíks náms. Ár eftir ár urðu þeir að endurtaka sömu áfang- ana til að komast áfram en lág- markseinkunnina 5 þurfti í einum áfanga til að komast áfram í þann næsta. Skólalóðin okkar var við hlið skólalóðar iðnskólans og einu sinni sagði ég við nemendur mína: „Ég skil ekki af hverju þið flykkist ekki í iðnskólann sem býður upp á áhuga- vert og fjölbreytt nám.“ Einn af drengjunum svaraði að bragði: „Iðnskólann skortir ímynd.“ Það er væntanlega ímynd sem iðnskólann skortir einnig hér á landi. En hvernig eigum við að laða fram nýja og áhugaverða ímynd? Er það með því að gera tækniskóla að háskóla og breyta iðnskóla í tækni- skóla? Mér finnst það frekar undir- strika þá hugsun að „iðn“ þyki ekki nógu fín. Með þessum tilfæringum eru yfirvöld og hugmyndasmiðir menntastefnunnar að senda ákveð- in skilaboð til þjóðfélagsins. Afleiðingar offjölgunar hvíthúfa Finnar hafa í meira en hálfa öld verið með fjöldatakmarkanir í háskóla og þeir sem ekki kom- ast í háskóla verða að sækja sér starfsmenntun annars staðar. Með árunum hefur aðsókn stúdenta í iðnskólana aukist svo mikið að eyrnamerkja hefur þurft ákveðinn fjölda námsplássa fyrir þá sem ekki eru með stúdentspróf. Afleiðingin er sú að þeir sem mesta hæfileika hafa í ákveðinni iðngrein komast ef til vill ekki inn þar sem stúdent- ar fá aukastig í umsóknarferlinu. Stúdentar aftur á móti eyða mörg- um árum í árangurslausar tilraunir til að komast í háskóla áður en þeir að endingu gefast upp og sækja um iðnnám. Nýrrar hugsunar er þörf Vandamálið er mjög djúpstætt og eflaust ekki hægt að finna einfald- ar lausnir. Skólinn er íhaldssamur í eðli sínu og breytingar erfiðar. Þó að kennslan hafi breyst mikið byggir hún enn að miklu leyti á aldagömlum hefðum sem snerust um bóknám. Spurningin er ekki eingöngu um hugmyndafræði held- ur einnig um afkomu og ævistarf kennara, en hver og einn hlýtur að líta á sitt fag sem mikilvægt. Eins og Lóa bendir á þá þurfum við að byrja á að líta á grunnskólann, ekki eingöngu að einblína á framhalds- skóla. Það sem gerst hefur hér á landi og víðar í vestrænum heimi er að of mikil krafa um sama skóla og sömu menntun fyrir alla hefur leitt okkur í ógöngur. Við þurfum að hugsa allt upp á nýtt og læra að skilja að menntun fæst víðar en með bókalestri. Dæmisaga frá Finnlandi ➜ Búast má við að svo stór fl okkur „virkjunarmanna Íslands“ hafi afgerandi áhrif og ljái samfélaginu gull- grafarablæ. ➜ Sérstakt tilefni er til að staldra við þau tímamót sem yfi rstandandi ár markar á vettvangi hryntónlistarinnar. ➜ Við þurfum að hugsa allt upp á nýtt og læra að skilja að menntun fæst víðar en með bókalestri. UMHVERFISMÁL Hjördís Finnbogadóttir kennari og íbúi í Mývatnssveit MENNING Jakob Frímann Magnússon formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda MENNTUN Marjatta Ísberg kennari gleraugnaumgjarðir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.