Fréttablaðið - 30.05.2013, Page 31

Fréttablaðið - 30.05.2013, Page 31
Mig langaði til að verða sjálfrar mín herra,“ segir Sigga Foss, sem var menntaður mjólkur fræðingur þegar hún ákvað að fylgja hjartanu og hefja nám við Fóta- aðgerðaskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist í fyrravor. „Mér þótti það spennandi tilhugsun að vinna með fólki og takast á við áhugavert nám. Það kom á óvart hversu krefjandi námið var, skemmtilegt og vel upp byggt. Mórallinn var góður, námið metnaðarfullt og gott að leita til kennaranna,“ segir Sigga sem nú nýtur sín á nýjum starfs- vettvangi. „Fótaaðgerðafræðingar sinna fótum og fást við vandamál eins og vörtur, líkþorn, inngrónar neglur, sigg og fleira. Þá geta þeir leiðbeint skjólstæðingum sínum ef auðsýnt er að þeir þurfi innlegg eða smáhlífar til stuðn- ings og við hjálpum sykursjúkum og gigtarsjúklingum að halda fótum sínum góðum, sem er afar mikilvægt,“ útskýrir Sigga. Að námi loknu sækja nem- endur um löggildingu hjá Emb- ætti landlæknis og geta þá hafið störf. „Ég opnaði draumastofuna; mína eigin fótaaðgerðastofu í júlí síðasta sumar. Það var spenn- andi verkefni og stofan hefur fengið góðar viðtökur. Mér þykir alltaf gaman í vinnunni og það er yndislegt að vinna hjá sjálfri sér,“ segir Sigga hamingjusöm á Fótaaðgerðastofu Siggu Foss. „Það er svo einkennilegt að öllum finnst þeir hafa ljótar tær en sjálf hef ég aldrei séð ljóta fætur í mínu starfi. Fætur okkar eiga fráleitt að vera feimnismál, sama hvernig ásigkomulagið er, og alltaf hægt að laga, bæta og fegra,“ segir Sigga. „Með aldrinum fjarlægist gjarnan sambandið við tærnar því of langt verður niður til þeirra til að sinna þeim vel. Þá er gott og notalegt að fara í fóta- bað og fótaaðgerð hjá fagfólki og margir fá sér ljúfan blund á með- an,“ segir Sigga og brosir sæl. „Starfið er verulega skemmti- legt, ég hitti mikið af skemmti- legu fólki og fæ að sinna því sem mér þykir gaman; að dúlla mér í fótum og tám.“ FYLGDI HJARTANU FÓTAAÐGERÐASKÓLI ÍSLANDS KYNNIR Draumur Siggu Foss rættist þegar hún opnaði eigin fótaaðgerðastofu eftir útskrift sem fótaaðgerðafræðingur. SANNUR FÓTAVINUR Sigga Foss er meðlimur í Félagi íslenskra fótaaðgerða- fræðinga, sem er aðili að Alþjóðasam- tökum fótaaðgerðafræðinga. Þau hafa útnefnt maí sem fótaverndarmánuð og í ár er maímánuður tileinkaður fótum aldraðra. MYND/ANTON TAKTU EFTIR ÞESSU! Fótaaðgerðaskóli Íslands hef- ur verið starfræktur í sex ár. Kenndar eru sérgreinar í fóta- aðgerðafræði. Samvinna er við Fjölbrautaskólann við Ármúla um kennslu í almennum grein- um. Nám í skólanum tekur þrjár annir og er lánshæft hjá LÍN. Fótaaðgerðafræðingar sækja um löggildingu hjá Embætti land- læknis. Nánari upplýsingar á www.snyrtiakademian.is VEKUR ATHYGLI Breska fyrirsætan Cara Delevingne, sem er tvítug, hefur náð miklum frama innan tískuheimsins. Hún hefur meðal annars sýnt fyrir Chanel og Dolce Gabbana. Í fyrra var hún kjörin fyrirsæta ársins á bresku tískuverðlaunahátíðinni. Eftir henni var tekið á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vertu vinur okkar á Facebook 20% afsláttur af ZEITLOS by LUANA Kjólar - Túnikur Bolir - Jakkar Leggins - Pils FEVER sundbolur áður kr. 13.850,- NÚ KR. 9.695.- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. Laugardaga frá kl. 10-14 SUNDFATNAÐUR Á 30 % AFSLÆTTI Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 TÆKIFÆRISGJAFIR www.tk.is NÝTT MUNNBLÁSIÐ - HANDUNNIÐ Fæst eingöngu hjá IV V h an du nn ið f rá Ít al íu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.