Fréttablaðið - 30.05.2013, Page 33
| FÓLK | 3TÍSKA
Boðið er upp á gönguferðir um
þjóðgarðinn á Þingvöllum með
leiðsögn á morgnana, og um helg-
ar eru gönguferðir um hraunið
þar sem áður voru bæjarstæði.
Gönguferðirnar á morgnana eru
vinsælar hjá erlendum ferða-
mönnum en Íslendingar koma
gjarnan um helgar. Fimmtudags-
göngur á sumrin hafa verið ein-
staklega vinsælar í ellefu ár, en þá
koma fræðimenn og fróðleiksfólk
með ákveðið þema, hvort sem
það er jarðfræði, þættir úr forn-
sögum eða annað. Fimmtudags-
ferðirnar hefjast 6. júní.
Gönguferðirnar hefjast klukkan
20.00 frá fræðslumiðstöðinni
við Hakið og er gengið niður
Almanna gjá að Lögbergi og síðan
í þá átt sem viðfangsefninu hent-
ar. Léttar gönguferðir þar sem
fræðslan er í fyrirrúmi og þekking
og skoðanir leiðsögumanns fá að
njóta sín.
FYRIRLESARAR SUMARSINS ERU
SEM HÉR SEGIR:
■ 6. júní Ólafur Örn Haraldsson
■ 13. júní Vala Garðarsdóttir
■ 20. júní Andri Snær Magnason
■ 27. júní Sigurður Hróarsson
■ 4. júlí Hilmar Örn Hilmarsson
■ 11. júlí Þórarinn Eldjárn
■ 18. júlí Vilborg Davíðsdóttir
■ 25. júlí Þórunn Erlu Valdimars-
dóttir
FERÐAMENN Það er gaman að ganga
um þjóðgarðinn.
Samkeppnin er haldin í samvinnu
við Ístex og Landssamtök sauðfjár-
bænda. Henni er ætlað að vera til
heiðurs íslensku sauðkindinni.
Upphaf keppninnar má rekja til
10. september 2012 þegar aftaka-
veður skall á Norður- og Norð-
austur landi með þeim afleiðing-
um að tíu þúsund fjár urðu úti.
Þetta hafði vissulega slæm áhrif á
bændur.
Ljósi punkturinn var þó sá að
langt fram eftir hausti fannst sauðfé
á lífi sem grafist hafði í fönn. Þar
sannaðist það sem margir vissu,
að íslenska ullin er einstök; hlý og
einangrandi.
Í kjölfar óveðursins hrintu
Landssamtök sauðfjárbænda af
stað söfnunarátaki „Gengið til fjár“
vegna þess tjóns sem sauðfjár-
bændur á Norðurlandi urðu fyrir
í óveðrinu. Fljótlega komu upp
hugmyndir um að efna til ritgerða-
samkeppni um vitsmuni
íslensku forystukindar-
innar og hönnunar-
samkeppni um peysu
úr íslensku ullinni.
Þema hönnunar-
samkeppninnar er
óblíð veðrátta og á
hönnun peysunnar
að endurspegla það.
Þá er skilyrði að
peysan sé úr íslenskri
ull en ekki skiptir máli
hvort notað er band
eða lopi, sauðalitir eða aðrir litir.
Peysunum á að skila til Ístex,
Völuteigi 6, 270 Mosfellsbæ fyrir
1. október 2013 merktum með dul-
nefni en nafn, heimilisfang og síma-
númer látið fylgja með í lokuðu
umslagi merktu dulnefninu. Peys-
unum verður skilað að lokinni
keppni.
Í dómnefnd sitja
Gísli Einarsson, rit-
stjóri Landans, Hulda
Hákonardóttir, mark-
aðs- og kynningar-
stjóri Ístex, og
Jóhanna E. Pálma-
dóttir, bóndi og
framkvæmda-
stjóri Textílset-
urs Íslands.
Verðlaun eru
vegleg en afhending þeirra fer
fram fyrsta vetrardag, laugardag-
inn 26. október 2013. Þá stendur til
að halda sýningu á öllum peysum
sem sendar verða í keppnina.
KEPPT Í HÖNNUN
Á ÓVEÐURSPEYSU
Verkefnastjórn söfnunarinnar „Gengið til fjár“ efnir
til hönnunarsamkeppni um gerð peysu úr íslenskri
ull þar sem þemað er óblíð veðrátta.
SAUÐKINDIN
Íslenska kindin
er harðger og
þrautseig, eins
og sannaðist
í óveðrinu
sem gekk yfir
Norður- og
Norðaustur-
land síðastliðið
haust.
MYND/VILHELM
DÓMARI „Ég ætla að nýta hyggjuvitið við
dómarastörfin og glugga í prjónablöð til að
standa mig í stykkinu,” segir Gísli Einars-
son, sem verður enn af dómurunum.
VINSÆLAR GÖNGU-
FERÐIR UM ÞINGVÖLL
Við erum á Facebook
FRÚIN Í FLASH TEKUR TIL
50-70% afsláttur
af völdum vörum
• Kjólar áður 19990 nú 5000
• Allar buxur 5000
• Allar peysur 5000
• Mussur áður 14990 nú 6990
• Skokkar áður 16990 nú 7990
• Og margt, margt fleira
Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar
núna á www.stod2.is/vild
ENN MEIRA FYRIR
ÁSKRIFENDUR
Sækja þarf um Olís
greiðslulykil til að fá afs
látt
25% afsláttur af matseðli
hjá Rizzo Pizzeria.
AFSLÁTTUR-7KR.AFSLÁTTUR
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA