Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 50

Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 50
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 TÓNLIST ★★★ ★★ Stefnumót við Lutoslawski Kammersveit Reykjavíkur flutti verk eftir Lutoslawski í Norðurljósum Hörpu. Einleikarar: Matthías Birgir Nardeau og Katie Buckley. Stjórnandi: Petri Sakari. Pólska tónskáldið Witold Luto- slawski samdi mörg frábær verk. Önnur eru tyrfnari; þau byggja oft á flókinni tónsmíðatækni þar sem tilviljanir koma við sögu. Sem dæmi eru sum kammerverk- in þannig að hljóðfæraleikararnir vita ekki nákvæmlega hvað þeir eiga að spila hverju sinni. Aðeins hljómsveitarstjórinn hefur það í hendi sér. Og þegar það er enginn hljómsveitarstjóri, þá spilar hver hljóðfæraleikari með sínu nefi, eins og hann sé einn. Þetta á við um Strengjakvar- tettinn frá 1964 sem var flutt- ur á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur á Listahátíð á sunnu- dagskvöldið. Vissulega er ákveð- inn tímarammi sem strengja- leikararnir vinna eftir, en frelsið er engu að síður mikið. Þetta hefur þau áhrif að það eru ekki endilega sömu raddirnar sem heyrast á sama tíma frá flutningi til flutn- ings. Túlkanir geta verið mjög ólíkar. Því miður verður að segjast að flutningurinn nú var svo lang- dreginn og leiðinlegur að það hálfa hefði verið nóg. Óneitanlega voru góðir sprettir í tónlistinni en það var of langt á milli þeirra. Upp kom í hugann það sem Rossini sagði um Wagner: „Tónlist hans á góð augnablik en slæma stundar- fjórðunga.“ Kvartettinn eftir Luto- slawski var eitt af svona verkum; það ætlaði aldrei að verða búið. Svipaða sögu er að segja um Prelúdíur og fúgu fyrir þrettán strengjaleikara frá árinu 1972. En Örforleikur fyrir málmblásara- kvintett (1982) var hins vegar frábær. Bæði var tónlistin skemmtilega fersk, og svo var hljóðfæraleikurinn nákvæmur, snarpur og líflegur. Dansaforleikir fyrir níu hljóð- færi (1959) voru líka heillandi, og prýðilega leiknir. Og Tvöfald- ur konsert fyrir óbó, hörpu og kammer sveit (1979-1980) var fram- úrskarandi. Tónlistin sjálf var mun lagrænni, aðgengilegri og meira grípandi, og svo var hún snilldar- lega flutt. Matthías Birgir Nardeau spilaði einstaklega fallega á óbó, og Katie Buckley lék svo fagurlega á hörpuna að það var hrein dásemd. Petri Sakari stjórnaði svo kamm- ersveitinni, sem lék eins og einn maður. Þetta var skemmtileg upp- lifun. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Sumt var skelfilega leiðinlegt, annað frábært. En tón- leikarnir í heild gáfu góða mynd af hinni miklu breidd í tónlist Luto- slawskis. Góð augnablik, slæmir stundarfjórðungar í Norðurljósum PETER SAKARI Stjórnaði hljómsveitinni sem lék sem einn maður í Norðurljósasal Hörpu á sunnudagskvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2013 Fundir 10.00 Ársfundur UNICEF á Íslandi fer fram í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41. Allir áhugasamir velkomnir. Leikrit 20.00 Leikritið Blinda konan og þjónn- inn, eftir Sigurð Pálsson, verður flutt í Kringlusafni. Leikarar eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Miðaverð er kr. 2.000. 20.00 Leikkonan Þórunn Clausen sýnir einleikinn Ferðasaga Guðríðar í Garða- kirkju. Aðgangur er ókeypis. Tónlist 20.00 Bræðurnir Ásgeir Trausti og Þorsteinn (Steini í Hjálmum) Einars- synir koma saman fram á tónleikum í Neskirkju. Ásamt þeim koma þar fram Stúlknakór Neskirkju, Kór Neskirkju, Einar Indra og Þórir Georg. Miðaverð er kr. 2.500 og að tónleikumloknum verður sumarblómasala til styrktar kór kirkjunar. 21.00 Hljómsveitin Síðasti bærinn í dalnum heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob- La-Da, Frakkastíg 8. 21.00 Hljómsveitin Kælan Mikla spilar á Volta ásamt dj. flugvél og geimskip, Knife Fights og Spy kids 3D. Kælan Mikla vann ljóðaslamm Borgarbóka- safnsins þetta árið og hefur vakið mikla athygli fyrir áhrifaríka sviðsframkomu. Aðgangur er ókeypis. Listamannaspjall 12.15 Magnús Pálsson og Jón Proppé taka þátt í spjalli í Hafnarhúsinu, í tengslum við yfirlitssýningu Magnúsar sem stendur þar yfir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Síðasta sýningarhelgi á leiksýn- ingunni Tengdó er um helgina. Sýningin hlaut fern Grímuverð- laun í fyrra og var meðal annars valin sýning ársins. Hún verður ekki á dagskrá á næsta leikári svo þetta er síðasta tækifæri til að berja hana augum. Síðasta sýning er 7. júní. Leiksýningin sló óvænt í gegn er hún var frumsýnd og hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi á 70 sýningum. Höfundar verksins eru Ilmur Stefánsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Davíð Þór Jónsson og Valur Freyr Einarsson, sem einnig fer með aðalhlutverk ásamt Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Verkið er byggt á fjölskyldusögu Vals sem segir sögu tengdamóður sinnar. Tengdó kveður VINSÆL SÝNING Síðasta helgin til að sjá leiksýninguna Tengdó, sem kveður eftir 70 sýningar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MYNDARLEGUR www.landrover.is NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 VERÐ FRÁ 10.990.000 KR. Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 8,3 l/100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 12-16 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 9 9 0 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.