Fréttablaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 54
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 Rottentomatoes „Ef það sem gerðist í Vegas hefði bara orðið eftir í Vegas.“ Metacritic „Galifianakis er lykillinn. Hann býr yfir þeim hæfileikum að negla senu með einföldustu línum. Gamanmyndin er jafn ófyrirsjáanleg og fyrri myndirnar, en leikstjórinn Todd Phillips bætir hér um betur.“ Rolling Stone „Lærðuð þið ekkert af vonbrigðunum sem fylgdu The Hangover Part II? Ætli það.“ Imdb.com „Ég ætla ekki að fegra umsögnina; þessi kvikmynd er hroða- leg.“ Roger Ebert „The Hangover Part III er annað óþarft framhald myndarinnar The Hangover frá 2009.“ The Hangover Part III segir sem fyrr frá ævintýrum karlmannanna í Úlfagenginu. Fyrsta myndin í þrí- leiknum sló óvænt í gegn árið 2009. Tvær síðari myndirnar hafa hlotið frábæra aðsókn í kvikmyndahúsum en töluvert slakari dóma. Sem fyrr leikstýrir Todd Phillips myndinni og Bradley Cooper, Ed Helms, Zach Galifianakis, Ken Jeong og Heather Graham fara með helstu hlutverk. Í myndinni komast vinirnir að því að Alan, sem leik- inn er af Galifianakis, hefur ekki verið að taka geðlyfin sem honum er skylt að taka og ákveða að fylgja vini sínum í meðferð til Arizona. Gengið kemst þó ekki á leiðarenda því þeim er rænt af harðsvíruðum glæpamönnum og upphefst þá enn eitt ævintýri þeirra félaga. Gagnrýnendur lýsa myndinni sem ofbeldisfullri, kvikindislegri og hamslausri og þykir sumum hún innihalda of mikið af Mr. Chow og Alan; persónum sem eru skemmti- legri í smærri skömmtum. Sem fyrr segir kom fyrsta myndin í Hangover-myndaröðinni út árið Hamslaust úlfagengi Gamanmyndin The Hangover Part III er frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Fyrsta myndin, The Hangover, varð óvæntur smellur árið 2009. KOMNIR AFTUR Meðlimir Úlfagengisins lenda enn og aftur í ævintýrum í kvikmyndinni The Hangover Part III. 1,5 6,3 30% 21% ★ 2009 og velti um 34 milljörðum króna í Bandaríkjunum einum saman. Seinni myndin hlaut heldur slakari dóma meðal gagnrýnenda en halaði þrátt fyrir það inn tæpa 72 milljarða á heimsvísu. Leikstjóranum Phillips bregður fyrir í öllum þremur myndunum í þríleiknum. Í fyrstu myndinni lék hann persónuna Mr. Creepy, sem klæddur var í íþróttagalla og bar svarta hárkollu. Hann endurtekur rulluna bæði í annarri og þriðju myndinni. - sm Sjónvarpsstöðin National Geo- graphic hyggst framleiða kvikmynd um forsetahjónin John og Jacquel- ine Kennedy. Myndin hefur hlotið titilinn Killing Kennedy og skart- ar Rob Lowe og Ginnifer Goodwin í aðalhlutverkum. Handritið er byggt á samnefndri bók Bills O‘Reilly og Martins Dug- ard og hefst árið 1959, árið sem John F. Kennedy tilkynnti framboð sitt. Myndinni verður leikstýrt af Nelson McCormick og hefjast tökur í júní. „Við erum spennt fyrir sam- starfinu með Goodwin og Lowe,“ sagði Howard T. Owens, forstjóri National Geographic-stöðvarinnar. Fer með hlutverk Jacqueline Kennedy Ginnifer Goodwin leikur forsetafrúna heimsþekktu. LEIKUR JACKIE Ginnifer Goodwin fer með hlutverk Jacqueline Kennedy í nýrri kvikmynd National Geographic- sjónvarpsstöðvarinnar. NORDICPHOTOS/GETTY „Áhættan við að hrærast innan kvikmyndaiðnaðarins er fyrst og fremst tilfinningaleg. Þetta er nán- ast eins og að kynna barnið þitt fyrir eiturlyfjum,“ sagði leikar- inn Will Smith um leiklistarferil sonar síns, Jadens Smith. Feðgarn- ir leika saman í vísindatryllinum After Earth sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum um helgina. Hinn fjórtán ára gamli Jaden Smith hefur áður leikið í mynd- inni The Pursuit of Happyness með föður sínum. „Maður leiðist ekki út í kvikmyndagerð vegna sjálfsánægju heldur vegna þess að maður vill gleðja aðra,“ sagði Will Smith um uppeldisaðferðir sínar. Feðgar leika feðga Will og Jaden Smith leika saman í vísindatrylli. LEIKA SAMAN Will Smith og sonur hans, Jaden Smith, leika saman í kvikmyndinni After Earth. NORDICPHOTOS/GETTY Teiknimyndin Epic verður frum- sýnd næstkomandi föstudag. Um er að ræða fjölskyldumynd frá óskarsverðlaunahafanum Chris Wedge sem er gerð eftir sögunni The Leaf Men and the Brave Good Bugs sem er eftir annan óskars- verðlaunahafa, William Joyce. Myndin segir frá hinni 17 ára gömlu Mary Katherine sem er oftast kölluð M.K. Þegar hún fer í heimsókn til föður síns segir hann henni frá agnarsmáum her- mönnum sem hann trúir að séu til í skóginum þar sem hann býr og hann ætlar sér að finna þær. M.K. tekur ekki mikið mark á föður sínum, enda er sá léttgeggj- aður vísindamaður. Hún á þó ekki annarra kosta völ en að trúa föður sínum þegar galdrar valda því að hún er smækkuð niður í þeirra stærð. Hún lendir í miklum ævin- týrum með nýjum vinum sínum þar sem hún tekur þátt í baráttu þeirra gegn illum öflum og reyn- ir að hjálpa þeim að bjarga heimi sínum frá glötun, og í kjölfarið heimi okkar mannfólksins líka. Ensk talsetning myndarinnar er í höndum stórstjarna á borð við Amanda Seyfried, Colin Farrell, Josh Hutcherson og Beyoncé Knowles. Við Íslendingar drög- um líka fram okkar stórskotalið í talsetningunni og þar er meðal annars að finna Láru Sveins- dóttur, Sigurð Þór Óskarsson, Björn Thors, Hjálmar Hjálmars- son, Gísla Rúnar Jónsson, Ævar Þór Benediktsson og Hilmi Snæ Guðnason. Barnakvikmynda- hátíðin heldur svo áfram í Bíó Paradís og meðal þeirra mynda sem eru sýndar þar á næstu dögum eru Ernest & Celestine, E.T. The Extra Terrestrial, Stikkfrí, Dugg- holufólkið, Vegas, The Karate Kid og Bestevenner. Nánari upplýsing- ar og dagskrá má finna á heima- síðunni bioparadis.is - trs Nóg fyrir börnin um helgina Ný teiknimynd og sérstök barnakvikmyndahátíð ætti að kæta barnafólkið. ➜ Þekktustu myndir Chris Wedge til dagsins í dag eru fyrsta Ice Age-myndin árið 2002 og myndin Robots árið 2005. BJARGAR HEIMINUM M.K. er smækkuð og berst með agnarsmáaum hermönnum til að bjarga þeirra heimi og okkar í teikni- myndinni Epic. ÚTGÁFU- PARTÍ Léttar veitingar. Uppistand og upplestur. Bókin verður á sérstökum kynningarkjörum, og höfundur áritar hana að sjálfsögðu fyrir þá sem þess óska. Hvar? Á Loftinu, Austurstræti 9 Hvenær? Í dag, 30. maí, kl. 17 Hlakka til að sjá þig og þína! Björg Magnúsdóttir og Forlagið í tilefni af útgáfu bókarinnar EKKI ÞESSI TÝPA eftir Björgu Magnúsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.