Fréttablaðið - 30.05.2013, Side 60
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48
Hún yrði sannarlega ekki fyrsta unga stjarnan til
að tapa glórunni ef það er það sem er að koma fyrir
leikkonuna Amöndu Bynes, sem hefur farið ham-
förum á samskiptasíðunni Twitter undanfarna daga
og ráðist þar harkalega á söngkonuna Rihönnu, rokkar-
ann Courtney Love og nú síðast fyrirsætuna Chrissy
Teigen.
Leikkonan er 27 ára gömul og hefur verið í sviðs-
ljósinu frá 13 ára aldri. Hún er þekktust fyrir hlut-
verk sín í myndunum She‘s the Man og Hairspray
en hefur ekki tekið að sér nein verkefni frá því
hún lagði leiklistina á hilluna, og hætti svo
við, árið 2010. Nú síðustu mánuði hefur
hún þó verið töluvert til umfjöllunar
vegna misjafnra uppátækja sinna.
Síðastliðinn fimmtudag var hún
handtekin og sökuð um vörslu
á fíkniefnum og hefur síðan
þá látið öllum illum látum á
Twitter. Á milli þess sem hún
reynir að sannfæra fylgjend-
ur sína um að hún sé saklaus af
öllum ásökunum, meðal annars
þeim að hún eigi við geðræn vanda-
mál eða fíkniefnavanda að stríða,
ver hún tíma sínum í að rakka aðrar
stjörnur niður.
Bynes tapar glórunni á Twitter
Leikkonan hefur farið hamförum að undanförnu og ráðist á hverja stjörnuna á fætur annarri.
FERILL AMÖNDU BYNES Í TÍMARÖÐ
Kalla þarf á slökkviliðið
þegar Bynes neitar að
koma út af klósetti í
bakaríi.
Opinberar þráhyggju
sína fyrir Chris
Brown með innleggi
á Twitter.
Kærir fjölskylduna sína fyrir að hafa stolið af sér
peningum svo árum skiptir og fer af stað með
hatursáróður gegn henni á Twitter.
Gómuð við að reykja maríjúana á klósettinu í
líkamsræktinni sinni. Hún neitar ásökununum.
Britney-æði grípur Bynes og hún rakar
á sér höfuðið.
1999 2001 2010 2012 september 2012 janúar 2013 mars 2013 apríl 2013
Fær sinn eigin
sjónvarpsþátt,
The Amanda
Show, þá 13 ára.
Vinnur Nickel-
odeon-barna-
verðlaunin.
Gefur út yfirlýsingu þess
efnis að hún sé hætt að leika.
Yfirlýsingin er dregin til baka
nokkrum mánuðum seinna.
Átta sinnum stöðvuð
vegna umferðarlagabrota
á tímabilinu mars til
september.
Setur sjálfsmynd inn á Twitter þar sem
hún er ber að ofan og heldur fyrir brjóst
sín með annarri hendinni.
Tilkynnir á Twitter að hún sé með
átröskun og hótar að kæra alla þá sem
halda því fram að hún eigi við geðræn
vandamál að stríða.
Segjum sögur á stærsta farsímaneti landsins
Tímalaus klassík
fer aldrei úr tísku
Ég var að landa samningi við verslunareiganda, ótrúlegan spaða.
Eftir fundinn gerði hann mér tilboð í gamla farsímahlunkinn minn
sem var svo retró að menn höfðu ekki séð svoleiðis í langan tíma,
enginn litaskjár, bara pláss fyrir tíu SMS og eini leikurinn var Snake.
Kaupmannahöfn 2011, Steinunn Vala segir sögu af flottum síma
Bynes hefur farið hamförum á Twitter allan
mánuðinn. Hér eru nokkur dæmi um tíst sem
hún hefur sent út á fræga
einstaklinga, en það er engin glóra í sumum
þeirra. Flestum tístunum hefur nú verið eytt út
af síðu leikkonunnar.
Fórnarlömb maímánaðar hafa fengið slæma útreið
EITT-
HVAÐ Í
GANGI
Hvort
Amanda
Bynes er
að nota
fíkniefni
eða
einfald-
lega búin að
missa vitið er
ekki vitað, en
það hlýtur að
vera annað hvort.
■ Jenny McCarthy, 1. maí
„Þarfnast ég hjálpar? Hvað
ertu að tala um? Ert þú
ekki 50 ára gömul? Ég
er 27 ára og þú lítur út
fyrir að vera áttræð
í samanburði við
mig. Af hverju
ertu að tala
um mig?
Þú ert
ljót!
Lög-
reglan
var ekki
heima hjá
mér, gamla
kona! Haltu
kjafti!“
■ Rihanna 26. maí
„Ólíkt ljótu þér þá
nota ég ekki eiturlyf!
Þú þarft á íhlutun að
halda sjálf, hundurinn
þinn! Ég hef séð ljóta
andlitið á þér í
eigin persónu! Þú
ert ekkert falleg,
veistu það! Chris
Brown barði
þig af því
að þú ert
ekki nógu
falleg.
Enginn
vill vera elsk-
hugi þinn svo
þú hringir í
alla og mæður
þeirra.“
■ Courtney Love, 28. maí
„Courtney Love er ljótasta
kona sem ég hef séð. Að
hún skuli yfir
höfuð minn-
ast á mig
fær mig
og alla vini
mína til að
springa úr
hlátri!“