Fréttablaðið - 30.05.2013, Page 62

Fréttablaðið - 30.05.2013, Page 62
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar Þegar netið kom fyrst til sögunnar voru margir íhaldssamir blaðamenn pirraðir á því hversu mikil áhersla var lögð á nýj- ustu fréttirnar hjá netmiðlunum. Nýjustu fréttirnar eru ekki endilega merkilegastar, en þær fengu mesta plássið. Í dag er þetta að breytast en við erum sannarlega að fara úr öskunni í eldinn. Í dag er það „mest lesið dálkurinn“ sem allt snýst um. „HEILBRIGÐARI kynfæri með meira kynlífi“, „Loftsteinn á leiðinni“, „Á gólf- inu var allt í viðbjóði“. Þetta voru mest lesnu fréttirnar á stærstu netfrétta- miðlum landsins síðasta þriðjudag. Þetta eru allt ágætlega skrifaðir textabútar en langt frá því að vera merkilegar fréttir. Fyrsta fréttin er útdráttur úr lengri grein sem fjallar um hvernig kynlíf sé góð grindarbotnsæfing. Önnur frétt- in er um loftstein sem er ekki á leið til jarðar heldur framhjá jörðinni, nánar tiltekið 5,8 millj- ón kílómetra framhjá, og þriðja fréttin er um atvik á Akureyri þar sem börn gengu inn í ólæst hús og subbuðu þar út matvælum. Þetta eru fréttirnar sem flestir lásu á þessum miðlum. Þetta voru aðalfréttir dagsins. Í ORÐI hljómar teorían vel. Frjálst val ætti að vera grundvöllur fréttamats. Það sem flestir hafa áhuga á hlýtur að vera merki- legast. Ég er hálfpartinn sorgmæddur yfir því hversu fjarri sanni það er. Þvert á móti virðist frjálst val fremur versta mögulega aðferðin til að ákvarða mikilvægi frétta. Betra væri að láta apa með bundið fyrir augun velja mikilvægustu fréttirnar. Ef mest lesið dálkurinn hefði verið uppi fyrr á öldum hefði fólk frekar lesið um „hest sem prumpaði í Grosswald“ en mótmælaskjal Marteins Lúther á kirkjuhurðinni í Witten- berg, það hefði heldur lesið um „andaglas sem fór úrskeiðis“ en rússnesku byltinguna, og bakhár Danny DeVito heldur en fall Berlínar múrsins. HVER VEIT? Líklega er það nákvæm- lega það sem fólk gerði og hefur alltaf gert. Raunveruleikinn er þungur köggull og ábyrgðin sem fylgir alvöru fréttum er íþyngjandi. En við skulum hætta að halda að mest lesið dálkurinn sé eitthvað annað en froða. Mest lesið dálkurinn Fjölskylduhátíð og ball til styrktar barnaheimilinu Ósi verða haldin í Ósi og Þjóðleikhúskjallaranum á laugardaginn. Þar verður 40 ára afmæli þessa einkarekna barnaheimilis fagnað og fjármunum safnað til að tryggja áframhaldandi rekstur þess. „Það er okkur mjög mikilvægt að ná inn meira fé. Það hefur verið í gangi fjársöfnunarátak frá ára- mótum og það hefur gengið mjög vel að snúa erfiðri stöðu upp í mögulega en engu að síður eigum við svolítið í land. Þess vegna erum við að standa fyrir þessari glæsilegu hátíð,“ segir Eldar Ást- þórsson, einn af skipuleggjendun- um, sem á einnig barn á heimilinu. Á fjölskylduhátíðinni verður „lunch beat“-krakkadiskó í umsjón Evu Einarsdóttur, markaður, upp- boð, myndasýning, hoppukastali og happdrætti aldarinnar. Meðal þess sem verður boðið upp eru tvær vínylplötur áritaðar af hljóm- sveitinni Of Monsters and Men. Á ballinu í Þjóðleikhúskjallar- anum koma fram Prins Póló, Hug- leikur Dagsson, Frímann Gunnars- son, Bergur Ebbi, DJ Óli Palli og fleiri. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og verða miðar seldir við innganginn. - fb Hátíð til styrktar barnaheimili Fjölskylduhátíð og ball verða á laugardaginn til styrktar barnaheimilinu Ós. Ós er staðsett við Bergþórugötu 20 á móti Austurbæjarskóla og Vitabar. KOMA FRAM Prins Póló, Hugleikur Dagsson og Eva Einarsdóttir taka þátt í styrktarhátíðinni. STYRKJA ÓS Tónleikar til styrktar barnaheimilinu Ósi verða haldin í húsinu á laugardag. Fram koma Prins Póló, Hugleikur Dagsson, DJ Óli Palli, Bergur Ebbi og fleiri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrirsætan Gisele Bundchen kveðst vera á móti því að tískuljósmyndum sé breytt í tölvuforritum á borð við Photoshop. Bundchen sat fyrir á myndum fyrir sænska fatahönnuðinn Johan Lindeberg og hrósaði Svíanum fyrir viðmót hans gagnvart tölvuforritinu. „Mér finnst að konur ættu að fá að vera hráar og það gerist nánast aldrei í tískumyndatökum. Ófull- komleiki okkar er það sem gerir okkur fallegar og einstakar. Johan skilur það og hann reynir ekki að breyta manni. Hann vill að maður sé maður sjálfur og fái að tjá sig eins og maður vill fyrir framan myndavélina,“ sagði fyrirsætan, sem mun birtast í auglýsingum fyrir fatamerki Lindeberg, BLK DNM. Gisele er á móti Photoshop Fyrirsætan Gisele Bundchen vill helst vera náttúruleg á tískuljósmyndum. VILL VERA HRÁ Gisele Bundchen er á móti tölvuforritinu Photoshop. NORDICPHOTOS/GETTY SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR ALL ROADS LEAD TO THIS EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS! 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS FAST & FURIOUS 6 KL. 5 - 8 - 10.45 12 FAST & FURIOUS 6 LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK 3D KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK KL. 8 12 THE CALL KL. 10.45 16 EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L FAST & FURIOUS KL. 6 - 9 12 THE GREAT GATSBY 3D ÓTEXTAÐ KL. 9 12 THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12 PLACE BEYOND THE PINES KL. 6 - 9 12 FALSKUR FUGL KL. 6 14 FAST & THE FURIOUS 6 KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 MAMA KL. 10.20 16 / OBLIVION KL. 8 16 NUMBERS STATION KL. 6 12 EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI EMPIRE FILM T.V. - BÍÓVEFURINN THE GUARDIAN H.K. - MONITOR T.V. - BÍÓVEFURINN NEW YORK DAILY NEWS ERNEST OG CELESTÍNA (4) 18:00 VINIRNIR (7) 18:00 BORÐA SOFA DEYJA (7) 20:00 VEGAS, ENSKUR TEXTI (7) 20:00 SIGHTSEERS (16) 18:00, 20:00, 22:10 JAGTEN (12) 22:10 ON THE ROAD (16) 22:00 ERNEST OG CELESTÍNAS I G H T S E E R S BORÐA SOFA DEYJA VEGAS ÍSLENSK TALSETNING MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn HANGOVER lll 5.50, 8, 10.10 FAST & FURIOUS 4, 7, 8, 10 THE CROODS 3D 4 OBLIVION 5.30, 10.40 EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINSVINSÆLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA! T.K. - Kvikmyndir.is New York Daily News H.V.A. - FBL T.V. - BíóvefurinnH.K. - Monitor 5%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.