Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2013, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 30.05.2013, Qupperneq 64
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 52 Útilegumaðurinn - Þar sem grasið er grænna Knaus, þýsk gæðahjólhýsi í 50 ár Frí sólarsella fylgir öllum Knaus hjólhýsum til 1. júní Nú er tíminn að festa sér nýtt hjólhýsi fyrir sumarið. Sölumenn okkar í samningsskapi. Tökum notaða ferðavagna uppí nýja. Tilboðsvagn: Knaus Sport 450 UF Verð aðeins kr. 3.295.000 FÓTBOLTI Bandaríska karlalands- liðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland í kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hópi Bandaríkjanna. Landsliðsþjálfarinn Jürgen Klinsmann valdi fimm framherja í hóp sinn á dögunum fyrir leik- inn gegn Belgíu og gegn Þýska- landi á sunnudag. Fram undan eru leikir í undankeppni HM 2014. - ktd Klinsmann valdi ekki Aron SÁ ÞÝSKI Jürgen Klinsmann ræður ríkjum hjá bandaríska liðinu. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fylkir, ÍA og ÍBV tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í gærkvöldi. Varamaðurinn Gunnar Már Guðmundsson fór fyrir liði ÍBV gegn Þrótti en Viðar Örn Kjartansson og Garðar Gunnlaugs- son tryggðu Fylki og ÍA sæti í næstu umferð. Mesta dramatíkin var á Ísafirði og í Vesturbæ Reykjavíkur. Vítaspyrnu- keppni þurfti til að knýja fram sigur- vegara á báðum stöðum. BÍ/Bolungar- vík marði Reyni úr Sandgerði og sömu sögu er að segja um Víking gegn KV úr Vesturbæ Reykjavíkur. Úrslitin Þróttur - ÍBV 1-5 Fylkir - Völsungur 2-0 Sindri - Ýmir 4-0 Leiknir - Ármann 3-0 Magni - Þróttur Vogum 2-0 Hamar - Tindastóll 1-2 Grótta - Höttur 3-1 BÍ/Bolungarvík - Reynir S. 3-3 BÍ vann eftir vítasp.keppni ÍA - Selfoss 2-1 KV - Víkingur 0-0 Víkingur vann eftir vítasp. keppni 32 liða úrslitunum lýkur í kvöld. Víkingur slapp með skrekkinn gegn KV MARKI FAGNAÐ Ragnar Leósson og Gunnar Þorsteinsson fagna fyrsta marki ÍBV í Laugardalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT MARKMENN Gunnleifur Gunnleifs., Breiðablik 24 landsleikir Hannes Þór Halldórsson, KR 11 Ögmundur Kristinsson, Fram Nýliði VARNARMENN Birkir Már Sævarsson, SK Brann 34/0 mörk Ragnar Sigurðsson FCK 26/0 Kári Árnason, Rotherham United 24/2 Sölvi Geir Ottesen Jónsson, FCK 21/0 Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg 21/0 Ari Freyr Skúlason, Sundsvall 10/0 Hallgrímur Jónasson, SønderjyskE 6/3 MIÐJUMENN Emil Hallfreðsson, Hellas Verona 36/1 Aron Einar Gunnarsson, Cardiff 34/0 Helgi Valur Daníelsson, AIK 26/0 Rúrik Gíslason, FCK 21/1 Birkir Bjarnason, Pescara Calcio 19/2 Ólafur Ingi Skúlason, Zulte Waregem 17/1 Þórarinn I. Valdimarsson, Sarpsborg 1/0 SÓKNARMENN Eiður S. Guðjohnsen, Club Brugge 70/24 Gunnar H. Þorvaldsson, Norrköping 23/2 Arnór Smárason, Esbjerg fB 15/1 Kolbeinn Sigþórsson, Ajax 13/8 Alfreð Finnbogason, Heerenveen 13/3 Landsliðshópurinn FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck kynnti í gær 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Ísland vann fyrri leikinn ytra, 1-2, og er í öðru sæti riðilsins. Það er því pressa á liðinu fyrir leikinn að standa sig vel. Liðið verður án þeirra Gylfa Þórs Sigurðssonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem eru í leikbanni og Grétar Rafn Steinsson er meiddur. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum í gær var Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar. Aron er fæddur í Banda- ríkjunum og getur því bæði spilað fyrir Ísland og Bandaríkin. Hann hefur ekki enn spilað A-landsleik og er því gjaldgengur í bæði lands- lið. Lagerbäck sagði á blaða- mannafundinum í gær að hann hefði rætt lengi við Aron, sem hefði ekki gefið kost á sér í hóp- inn. Leikmaðurinn hefur einfald- lega ekki gert upp hug sinn um hvort hann vilji spila fyrir Ísland eða Bandaríkin, sem hafa sýnt honum áhuga. Svíinn segist ekki vera í neinni fýlu út í Aron þó svo að hann hafi ekki gefið kost á sér í liðið að þessu sinni. Hann hefði þó líklega valið Aron í hópinn ef hann hefði gefið kost á sér. „Ég mun halda áfram að hafa samband við Aron. Síðast þegar ég talaði við hann fyrir um tveimur vikum vissi hann ekki að það væri ekki hægt að prófa að spila með öðru hvoru liðinu í æfingaleik. Ef hann spilar fyrir annað hvort liðið verður hann að gera það áfram,“ sagði Lagerbäck. „Mitt mat er að það sé betra fyrir að hann að spila fyrir Ísland og ég mun koma þeirri skoðun minni áfram á framfæri við hann. Maður verður samt að bera virðingu fyrir fólki og þeim ákvörðunum sem það tekur. Ég fer ekki í neina fýlu þó að hann ákveði að spila fyrir Bandaríkin.“ Það eru tiltölulega kunnugleg nöfn í hópnum en Þórarinn Ingi Valdimarsson er reynsluminnsti maðurinn í honum með aðeins einn spilaðan landsleik. Enginn útileikmaður í Pepsi-deildinni er í hópnum og enginn úr deildinni kom til greina að þessu sinni. „Það er alltaf auðvelt að velja svona 12-16 leikmenn í hópinn en svo vandast valið með síðustu mennina. Á maður að velja leikmenn sem eru lítið að spila en eru samt reyndir og sterkir leikmenn? Það erfiðaði líka valið að við erum án lykilmanns eins og Gylfa. Ég þurfti því að hugsa um hvernig væri best að velja í hópinn þar sem hann er ekki með. Það var því ýmislegt sem ég þurfti að hugsa um,“ sagði Lars og bætti við að það væri líka ákveðinn hausverkur að velja varnarmenn þar sem þar væru margir jafnir leikmenn. Lagerbäck hefur iðulega þurft að gera breytingar á vörninni milli leikja en er hann búinn að gera það upp við sig hvaða fjórir leikmenn muni standa vaktina í leiknum gegn Slóvenum? „Ég hef nokkuð góða hugmynd um það. Auðvitað skiptir samt máli hvernig menn munu standa sig á æfingum.“ Gengi liðsins í undankeppninni hefur verið gott og Lagerbäck fer ekkert leynt með að hann stefnir á að halda öðru sæti riðilsins og komast þar með í umspil um laust sæti á HM. „Ég býst við því að fólk geri væntingar til okkar í þessum leik. Það er að mörgu leyti jákvætt að fá slíka pressu og að fólki sé ekki sama um liðið. Það þýðir að við erum að gera eitthvað gott. Á sama tíma þurfa leikmenn að gera sér grein fyrir því að við erum ekki orðnir neinir heimsmeistarar enn þá. Við verðum að halda áfram að leggja gríðarlega mikið á okkur. Ég býst við erfiðum leik gegn Slóvenum og ef við spilum ekki vel þá töpum við.“ henry@frettabladid.is Lars er ekkert fúll út í Aron Aron Jóhannsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu á Laugardalsvelli þann 7. júní næstkomandi. Aron hefur ekki gert upp hug sinn um hvort hann vilji spila fyrir Ísland eða Bandaríkin. SPOSKUR Það var létt yfir Lagerbäck landsliðsþjálfara á fundinum í gær en hann er bjartsýnn á komandi verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Það vakti athygli á blaða- mannafundi KSÍ í gær að sænski landsliðsþjálfarinn, Lars Lagerbäck, var draghaltur. „Ég fór í aðgerð á mjöðm þannig að þú mátt ekki gera grín að mér,“ sagði Svíinn léttur, en hann fór í aðgerðina í desem- ber. „Meinið er eitthvað að taka sig upp aftur þannig að ég mun haltra að hliðar- línunni í landsleiknum. Kannski getur Sveinbjörn læknir líka gefið mér ein- hverja sprautu. Við sjáum hvað gerist.“ Heimir Hallgrímsson aðstoðar- landsliðsþjálfari hefur alla tíð stutt vel við bakið á Svíanum. Mun Lars nýta sér það og láta Heimi styðja sig að hliðarlínunni þegar hann þarf að koma skilaboðum til strákanna inn á vellinum? „Það kemur ekki til greina. Ef ég kemst ekki þá mun ég bara rúlla mér að hliðarlínunni á hjólastól,“ sagði Svíinn og hló við en hann var í góðu skapi á fundinum í gær og reytti af sér brandarana. - hbg Lagerbäck fór í aðgerð á mjöðm MARK Á 47 MÍNÚTNA FRESTI Aron Jóhannsson nýtti mínútur sínar vel með AZ Alkmaar og skoraði 3 mörk í 5 fyrstu leikjum sínum með liðinu í hollensku deildinni. MYND/NORDICPHOTOS7GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.