Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 66

Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 66
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 54 KÖRFUBOLTI „Við erum enn smærra liðið í þessu einvígi. Real Madrid er með hörkulið og möguleikar okkar eru litlir. Við ætlum ofar öllu að njóta þess að spila gegn þessu góða liði og gera okkar besta,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leik- maður CAI Zaragoza. Þriðjudags- kvöldið verður lengi í minnum haft hjá Jóni Arnóri. Zaragoza vann dramatískan úti sigur á liði Valencia í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum og tryggði sér óvænt sæti í undanúrslitum. „Mér líður eins og ég hafi verið að vinna titil og tímabilið sé búið. Við þurfum einhvern veginn að koma okkur niður á jörðina fyrir leikinn gegn Real Madrid,“ sagði Jón Arnór í sigurvímu á þriðju- dagskvöldið. Sigurinn var ekki síst sætur þar sem Jón Arnór spilaði á sínum tíma með liði Valencia. „Þú getur rétt ímyndað þér. Það eru margar súrar minningar frá tímanum hjá Valencia en það er alltaf gaman að koma hingað og spila,“ segir Jón Arnór. Hann fer ekkert í felur með það að tíminn hjá Valencia hafi ekki verið sér- staklega skemmtilegur. Mikil keyrsla Tímabilið hefur verið langt og strangt hjá Jóni Arnóri. Hann var við æfingar með íslenska lands- liðinu síðastliðið sumar og fór í kjölfarið á kostum í Evrópukeppni landsliða. „Þetta er búin að vera massa- keyrsla. Ég fór beint úr lands- liðsverkefninu hingað til Spánar,“ segir Jón Arnór. Álagið var mikið og glímdi Jón Arnór við meiðsli frá jólum og fram í febrúar. Síðan þá hefur Zaragoza-liðinu gengið allt í haginn og Jón farið á kostum. „Ég hef verið að spila vel eins og hinir,“ segir landsliðsmaðurinn, en tímabilið er sögulegt hjá félaginu. Liðið komst í fyrsta skipti í úrslita- keppni átta bestu liðanna. Um leið varð liðið það fyrsta sem komst í undanúrslit í fyrstu atrennu í úrslitakeppni í 28 ár. Gleðin er því eðlilega mikil í borginni, sem átti síðast lið í undanúrslitum árið 1989. Það félag er ekki starfrækt í dag. Frábær andi í liðinu Óalgengt er að atvinnumenn í fót- bolta sem körfubolta bindist vina- böndum hjá liðum sínum. Sam- keppnin er mikil um stöður og ekki eiga allir skap saman. Jón Arnór ber félögum sínum í liðinu afar vel söguna. „Þú ert með leikmenn í hveri stöðu sem skila sínu í sókn sem vörn. Jafnvægið er til staðar og menn vega hver annan upp,“ segir Jón Arnór. Hann segir andann í liðinu jákvæðan og að menn trúi á verkefnin sem fyrir hendi eru. „Ég er mjög heppinn að vera í kringum þessa stráka og fá að spila með þeim.“ Jóni Arnóri líður greinilega vel í Zaragoza, en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. „Við erum allir mjög góðir vinir. Ég er að segja þér algjörlega satt og þetta er engin klisja,“ segir Jón Arnór og segir það mjög sjaldgæft í bransanum. „Ég verð örugglega í sambandi við 75 prósent þeirra í framtíðinni. Það er frábær andi í klefanum sem skilar sér út á völlinn. Það sjá allir. Þetta hefur verið einstakt ár.“ kolbeinntumi@365.is Við erum allir mjög góðir vinir. Ég er að segja þér algjörlega satt og þetta er engin klisja. Jón Arnór Stefánsson Vinir fyrir lífstíð í Zaragoza Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza mæta stórliði Real Madrid í fyrsta leik liðanna í undan- úrslitum efstu deildar spænska körfuboltans í kvöld. Jón Arnór og félagar ætla að njóta augnabliksins. FLOTTUR Á VELLI Landsliðsmaðurinn 31 árs er í lykilhlutverki hjá CAI Zaragoza. MYND/RAMÓN CORTÉS WWW.CAISTAS.NET KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson hefur fjór- um sinnum áður komist í undanúrslit í úrslita- keppni á atvinnumannaferlinum en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst svona langt í spænsku ACB-deildinni. Jón Arnór komst fjórum sinnum í undan- úrslit í ítölsku deildinni og það með þremur liðum; Carpisa Napoli (2005-06), Lottomatica Roma (2006-07, 2007-08) og Benetton Treviso (2008-09). Jón Arnór fór alla leið í lokaúrslitin með Lotto matica Roma vorið 2008 en liðið tapaði þá fyrir Montepaschi Siena. Jón Arnór varð reyndar þrisvar sinnum í röð að sætta sig við að detta út fyrir Montepaschi-liðinu, sem varð ítalskur meistari í öll skiptin. Það munaði líka litlu að Jón Arnór færi í lokaúrslitin á Ítalíu árið 2006 með nýkrýndum bikar meisturum Carpisa Napoli en liðið tap- aði þá í oddaleik í undanúrslitum. Jón Arnór tók líka þátt í úrslitakeppni með Dynamo St. Petersburg veturinn sem liðið vann FIBA Europe League. Liðið tapaði þá í oddaleik í átta liða úrslitum og komst því ekki í undanúrslitin. Jón Arnór hefur auk þessa spilað fjórum sinnum í undanúrslitum á Íslandi með liði KR eða vorin 2000, 2001, 2002 og 2009. Jón Arnór er að spila fjórða tímabilið í röð á Spáni en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst í úrslitakeppnina. CB Granada varð í 10. (2009-10) og 17. sæti (2010-11) og CAI Zaragoza endaði í 10. sæti á síðasta tímabili. -óój Jón Arnór í undanúrslitum í fi mmta skipti Íslenski landsliðsmaðurinn hefur spilað marga stóra leiki á ferlinum og þekkir vel að spila í undanúrslitum. FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leik- maður Norrköping, hefur heldur betur náð sér á strik á tímabilinu, en hann hefur skorað sex mörk í síðustu níu umferðum sænsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er það sem maður vill upplifa sem knattspyrnumaður, að spila fyrir landsliðið,“ sagði Gunnar Heiðar í samtali við Frétta blaðið í gær. „Ég er löngu kominn í gang og hef verið að bíða eftir kallinu. Síðasta tímabil var frábært fyrir mig persónulega og skoraði ég 17 mörk. Þetta tímabil byrjar enn betur og því kom það mér ekkert sérstaklega á óvart að vera valinn. Ég er búinn að æfa eins og skepna í allan vetur og það er greinilega að borga sig.“ Gunnar Heiðar lék síðast fyrir landsliðið í febrúar 2012 þegar liðið tapaði illa fyrir Japan í vináttuleik. „Það að vera ekki valinn hefur ekki farið neitt sérstaklega í taugarnar á mér, það eru aðrir menn sem ráða hverjir eru í lands- liðshópnum, en ég tel mig fyllilega eiga heima þar. Það er kominn tími á endurkomu frá mér og vonandi fæ ég einhverjar mínútur til að sanna mig.“ Gunnar Heiðar hefur leikið 23 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim fimm mörk. Fyrsti leikurinn var gegn Ítalíu í mars 2005 en síðasta markið skoraði hann í sigri á Slóvakíu í mars 2008. - sáp Ég hef beðið eft ir kallinu Gunnar Heiðar Þorvaldsson er mættur aft ur í landsliðið fyrir Slóveníuleikinn. HEITUR Gunnar Heiðar hefur einnig lagt upp fjögur mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. MYND/BRITA NORDHOLM KLÁR Í SLAGINN Jón Arnór og félagar mæta Real Madrid í fyrstu tveimur leikjunum í höfuðborginni. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. MYND/RAMÓN CORTÉS WWW.CAISTAS.NET KÖRFUBOLTI Benedikt Guðmunds- son, þjálfari Þórs í Þorlákshöfn, þjálfaði Jón Arnór Stefánsson í yngri flokkum KR. Hann segir um sögulegan viðburð að ræða þegar Jón Arnór og félagar í CAI Zaragoza mæta Real Madrid. „Spænska deildin er næst- sterkasta deildin í heiminum, á eftir NBA,“ segir Benedikt. Þótt spænsk lið verði ekki Evrópu- meistarar á hverju ári séu liðin afar jöfn að styrkleika. „Það eru bara góð lið í spænska körfu- boltanum,“ segir Benendikt, en þekktust þeirra eru Barcelona og Real Madrid sem Jón Arnór mætir í kvöld. Benedikt segir Jón Arnór klár- lega einn af leiðtogum liðsins. „Þó að hann sé ekki gamall er hann kominn á fertugsaldurinn,“ segir Benedikt um körfubolta- manninn, sem er 31 árs. Jón var þriðji stigahæsti leikmaður CAI Zaragoza í oddaleiknum gegn Valencia. Benedikt minnir þó á að tölfræðin segi aðeins hálfa söguna. „Það er ekki alltaf að marka hvað hann skorar því hann er liðsspilari fram í fingurgóma. Hann er ekkert að eltast við ein- hver skot eða stig,“ segir Bene- dikt. Þá vilji einnig oft gleymast að helminginn af leiktímanum spili lið í vörn. „Jón er alltaf í lykilhlutverki varnarmegin og hann er mögu- lega sterkasti varnarmaður liðs- ins.“ Varðandi möguleika Jóns Arn- órs og félaga segir Benedikt að Valencia sé einnig hörkusterkt lið. Real Madrid sé þó klárlega erfiðari andstæðingur. Hann ætlar að spara yfirlýsingarnar um möguleika Zaragoza-liðsins og njóta þess að fylgjast með. - ktd Besti varnar- maður liðsins TVEIR GÓÐIR Jón Arnór og Benedikt á góðri stundu á æfingu hjá KR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEITUR Jón Arnór skoraði tæp sjö stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Hann skoraði hins vegar tæp ellefu stig að meðaltali í leikjunum þremur gegn Valencia. MYND/RAMÓN CORTÉS WWW.CAISTAS.NET FÓTBOLTI Til stendur að vera með fjölskylduskemmtun á Laugar- dalsvelli fyrir landsleik Íslands og Slóveníu. Stefnt er á að selja bjór í sérstöku tjaldi á svæði Þróttara við Valbjarnarvöll sem liggur að Laugardalsvelli. Enn á eftir að fá tilskilin leyfi til bjórsölunnar og yrði það aðeins opið frá klukkan 16 til 18. „Við trúum því að það sé hægt að gera þetta á jákvæðan hátt,“ segir Jón Kaldal, formaður Þrótt- ar. Auk bjórtjaldsins á að bjóða upp á hoppukastala fyrir börnin og svo munu sérfræðingar spá í spilin fyrir leik. - ktd Verður bjór- sala í Dalnum?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.