Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2013, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 30.05.2013, Qupperneq 70
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 58 „Það er hiklaust íslenska vatnið. Það eina sem ég drekk fyrir utan kaffibollann á morgnana.“ Védís Hervör Árnadóttir söngkona DRYKKURINN Hátíðin Icelandic Tattoo Convention verður haldin í áttunda sinn 6. til 8. júní. „Hátíðin er búin að skapa sér góðan sess. Mikið af Íslendingum hefur komið og svo erum við alltaf að sjá fleiri og fleiri erlenda ferðamenn sem koma sér- staklega á hátíðina. Þetta verður góður menningarvið- burður,“ segir Össur Hafþórsson, annar af eigendum Reykjavík Inc. sem skipuleggur hátíðina. Aðspurður telur hann að um tvö þúsund manns hafi sótt hátíðina í fyrra en í ár verður hún haldin í portinu hjá Bar 11, Hverfisgötu 18. Sem fyrr er um alþjóðlega hátíð að ræða og koma húðflúrarar víðs vegar að úr heiminum og skapast því gott tækifæri fyrir húðflúrsunnendur til að kynna sér ýmsar stefnur og strauma í húðflúrsmenningunni í dag. „Það er 21 erlendur listamaður að koma. Þetta eru öll stóru nöfnin úr bransanum og einhverjir nýir líka,“ segir Össur. Fulltrúar frá hinu virta tímariti Tattoo Artist mæta einnig á svæðið. - fb Öll stóru nöfnin úr bransanum Hátíðin Icelandic Tattoo Convention verður haldin í áttunda sinn í byrjun júní. HALDA TATTÚHÁTÍÐ Össur Hafþórs- son og Linda Mjöll Þorsteins- dóttir, eigendur Reykjavík Ink sem skipuleggur hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Hljómsveitirnar Dimma, Sykur og Noise spila á hátíðinni. Dagpassi kostar 700 krónur og helgarpassi 1.500 krónur. „Þetta var bara alveg hræði- lega erfitt val,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason, sem stýrir upp- færslu Þjóðleikhússins á leikritinu Óvitunum sem verður frumsýnt í haust. Verkið er byggt á skáldsögu Guðrúnar Helgadóttur, þar sem börn leika fullorðna og öfugt. Tæplega 1.300 krakkar sóttust eftir því að komast á svið og í vik- unni var gengið frá ráðningu 30 krakka sem skipta 15 hlutverkum á milli sín. „Þetta var gríðarlega erfiður prósess sem stóð yfir í mánuð. Við enduðum með því að bæta við tveimur hlutverkum til að koma fleirum að en upphaflega voru hlutverkin 28,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi misst svefn yfir leikaravalinu. „Það var mjög leiðinlegt að þurfa að vísa hæfileikaríkum krökkum frá og maður var enda- laust að velta fyrir sér hvort maður hefði valið rétt.“ Hópurinn hittist í fyrsta sinn á mánudaginn þar sem þau lásu saman leikritið. „Þá sáum við að við höfðum valið rétt, allir smell- pössuðu í sín hlutverk.“ Með önnur hlutverk í verkinu fara meðal ann- arra Jóhannes Haukur Jóhannes- son, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Örn Árnason. - áp 30 krakkar ráðnir í Óvitana Gunnar Helgason missti svefn er hann þurft i að fækka 1.300 umsækjendum niður í 30. BÚIÐ AÐ RÁÐA Gunnar Helgason leik- stjóri hefur valið 30 börn sem fara með hlutverk á Óvitunum í Þjóðleikhúsinu. 6 ár eru síðan Óvitarnir voru síðast settir upp af Leikfélagi Akureyrar. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt fyrir okkur sem að hátíðinni stönd- um, sérstaklega þar sem þessir aðilar höfðu samband við okkur að fyrra bragði. Þetta lýsir mjög þeim áhuga sem er fyrir hátíðinni, en þessir miðlar og fleiri hafa skrifað um hátíðina undanfarnar vikur. Tímaritið Pitchfork hefur til dæmis fjallað mikið um hátíðina og taldi hana með á lista sínum yfir áhugaverðar tónlistarhátíðir í sumar,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðar- innar All Tomorrow‘s Parties sem fram fer á Ásbrú dagana 28. og 29. júní. Mikill fjöldi erlendra blaðamanna hefur staðfest komu sína á hátíðina, þar á meðal fjölmiðlafólk frá MTV í Bretlandi, NME, vefsíðunni Drowned in Sound og Spin. Þá hafa nokkrar kvikmyndastjörnur haft sam- band við Tómas og lýst yfir áhuga á að sækja hátíð- ina. Tómas viðurkennir að umfjöllun sem þessi geti skipt sköpum fyrir hátíðina. „Öll umfjöllun er auðvitað mjög mikilvæg svo að hróður hátíðarinnar berist sem víð- ast því áætlað er að halda hana aftur á næsta ári,“ segir Tómas að lokum. - sm Erlent fj ölmiðlafólk sýnir ATP áhuga Fjöldi erlendra blaðamanna mun sækja ATP í júní. MIKILL ÁHUGI Tómas Young segir erlent fjölmiðlafólk áhugasamt um að sækja All Tomorrow‘s Parties. „Ég hræddari við samanburðinn þegar ég var yngri og hugsaði mikið út í það hvort ég gæti orðið jafn góður söngv- ari og Eyþór. Ég lít mikið upp til hans og hef alltaf gert en nú er ég komin yfir það að bera mig saman við hann. Ég sé hann frekar sem minn læriföður og er gríðarlega stolt af því, enda ekki annað hægt,“ segir Ellen Ýr Gunn- laugsdóttir. Ellen Ýr er yngri systir Eurovision- farans Eyþórs Inga og upprennandi söngkona. Hún hefur verið að færa sig hægt og rólega upp á skaftið í tónlist- inni frá því að hún lenti í þriðja sæti í söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrra. Rétt eins og bróðir hennar hefur hún aldrei lært söng en æfði á þver- flautu í nokkur ár og er nú byrjuð að taka upp gítarinn í rólegheitum. „Það hefur alltaf verið mikil tónlist á heim- ilinu okkar. Pabbi er algjör rokkari en mamma meira í Elvis Presley og honum líkum. Það er mikil tónlist í þeim en afi okkar í móðurætt er rosa- legur músíkant. Svo var reyndar afi í föðurættina líka mikill söngmaður,“ segir Ellen Ýr en Eyþór Ingi hefur ein- mitt líka sagst hafa tónlistargenin frá öfum sínum. Yngri systir þeirra, Elísa Rún, er líka efnileg söngkona þó Ellen segi hana feimna við að koma fram. Eyþór Ingi hefur oft verið nefndur besti söngvari þjóðarinnar og segir Ellen gott að hafa hann á kantinum. „Við erum rosalega náin og getum alltaf talað saman um hvað sem er. Hann er eiginlega eins og besta vin- kona mín,“ segir hún og hlær. „Við erum samt líka mjög gagnrýnin hvort á annað sem ég met mikið. Þegar ég prufa eitthvað nýtt í söngnum þá nýti ég mér það til dæmis óspart að senda það á hann og hann sendir mér svo ábendingar til baka,“ bætir hún við. Ellen útskrifaðist sem stúd- ent og sjúkraliði á dögunum og fékk ýmsar tónlistagræjur í útskriftagjöf svo hún hefur varla hætt að syngja síðan. Hún stefnir suður til Reykja- víkur í haust þar sem hún ætlar í nám í Snyrtiskólanum. „Það er auð- vitað draumurinn að fá tækifæri til að syngja meira og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hún. tinnaros@frettabladid.is Eyþór Ingi leiðbeinir litlu systur í söngnum Ellen Ýr fær stuðning frá stóra bróður sem er eins og hennar besta vinkona. Ellen Ýr og restin af fjölskyldunni hennar fóru með Eyþóri Inga til Svíþjóðar til að styðja við bakið á honum í Eurovision. Ellen segist ekki hafa verið mikill aðdáandi keppninnar fyrir, þótt hún hafi horft á keppnina frá því hún man eftir sér. „Þetta var alveg ólýsanlegt. Mér datt ekki í hug að það væri svona mikill glamúr í kringum þetta og að þetta væri svona mikil hátíð,“ segir hún og viðurkennir að hún sé nú smituð af Eurovision-bakteríunni þótt hún stefni ekkert sérstaklega að því að feta í fótspor stóra bróðurs og syngja á Eurovision-sviðinu, í það minnsta ekki enn þá. Stefnir ekki á Eurovision-sviðið NÁIN SYSTKINI Ellen Ýr og Eyþór Ingi eru náin systkini og hún leitar óspart eftir aðstoð og stuðningi hjá honum, bæði í tónlistinni og öðru. MYND/GUNNLAUGUR ANTONSSON HÚN ER HORFIN EFTIR GILLIAN FLYNN ÞÝÐANDI: BJARNI JÓNSSON D YN A M O R E YK JA VÍ K 1. SÆTI ÁFRAM Á TOPPNUM! Mest selda bókin í öllum flokkum í verslunum Eymundsson vikuna 15.05.13 - 21.05.13 og 22.05.13 - 28.05.13 „Frumlegur ogflottur krimmi“ ALÞ, MORGUNBLAÐIÐ „Þetta er fantaflottur krimmi, tónninn háðskur og snarpur, plottið þétt og frumlegt.“ ALÞ, MORGUNBLAÐIÐ „Sagan hreinlegahrífur lesandannmeð sér, þetta erhrein og klár fíkn.“WASHINGTON POST ER ÞAÐ EKKI ALLTAF EIGINMAÐURINN?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.