Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 6. júní 2013 | SKOÐUN | 33 Á fyrstu árum nýrrar aldar efndi Evrópuskrif- stofa Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar til nokkurra málþinga um framtíðarþróun heil- brigðismála. Í Madr- íd var fjallað um við- brögð við heilbrigðisvá árið 2003, í Reykjavík var umræðuefnið upp- lýsingamiðlun í neyðar- ástandi árið 2004, í Erpfen dorf í Austurríki var sjónum beint að öryggi sjúk- linga árið 2005, í Amsterdam var viðfangsefnið almennings- þátttaka í ákvörðunum um heil- brigðismál árið 2006 og í Kaup- mannahöfn var viðbúnaður gegn heimsinflúensu á dagskrá árið 2007. Almenningsþátttaka Þessi málþing voru mikilvægir viðburðir sem veittu sérhverju aðildarríki WHO í Evrópu tæki- færi til að bera sig saman við önnur ríki í álfunni. Á fundin- um í Amsterdam kom greini- lega fram að við stjórnun heil- brigðismála síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug þess- arar aldar í Evrópu hafi víðast verið lögð áhersla á að tryggja þátttöku hins almenna borgara í bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum ákvörðunum um heilbrigðismál. Þannig hafi rödd almennings heyrst meira en áður, sjúklingar fengið upp- lýsingar um hvers konar þjón- usta væri í boði á hverjum stað og fulltrúum starfsmanna, sem og íbúum nærliggjandi byggðar- laga, verið tryggt sæti í stjórnum heilbrigðis stofnana. Réttindi sjúklinga Á fundinum í Amster- dam árið 2006 gerði ég grein fyrir því að líkt og annars staðar í Evr- ópu hefði almennings- þátttaka í stjórnun heil- brigðisstofnana á Íslandi og starfsemi sjúklinga- félaga farið vaxandi. Lög um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, hefðu verið mikil- vægur áfangi í að tryggja aukin réttindi sjúklinga. Sjúk- lingafélög og margvísleg önnur frjáls félagasamtök gegndu jafn- framt mikilvægu hlutverki í heil- brigðisþjónustunni. Ekki aðeins varðandi fjáröflun og tækjakaup, heldur einnig hvað varðar ýmiss konar stuðning við einstaka sjúk- lingahópa. Það vakti því nokkra athygli þegar fram kom á mál- þinginu að stjórnir flestra sjúkra- húsa og heilsugæslustöðva á Íslandi hefðu þá nýlega, eða árið 2003, verið lagðar niður. Þátttak- endur í málþinginu töldu að slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Framkvæmdastjórnir taka yfir Í framhaldi af samþykkt nýrra laga á Íslandi um heilbrigðis- þjónustu nr. 40/2007 leystu framkvæmdastjórnir heilbrigð- isstofnana endanlega af hólmi hinar hefðbundnu stjórnir stóru sjúkrahúsanna. Hinar eigin- legu stjórnir heilbrigðisstofnana ganga nú undir nafninu fram- kvæmdastjórn og í þeim eiga sæti forstjóri, framkvæmda- stjóri lækninga og framkvæmda- stjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn. Fram- kvæmdastjórnunum er nú nán- ast í sjálfsvald sett að boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum, auk þess sem þeim er aðeins ætlað að leit- ast við að upplýsa sveitastjórnir og notendur heilbrigðisþjónustu í viðkomandi umdæmi um starf- semi stofnunarinnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum fund- um. Heimatilbúinn vandi? Í ljósi þessara staðreynda vakn- ar óhjákvæmilega sú spurning hvort krísan sem íslenska heil- brigðiskerfið hefur gengið í gegn- um hin síðustu ár sé ekki að ein- hverju leyti heimatilbúinn vandi. Niðurskurður á fjárveitingum hefur vissulega sett allri starf- semi tilteknar skorður en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónust- unni ekki verið sett nægjanlega metnaðarfull markmið eða pólit- ísk umfjöllun um málefni henn- ar staðið undir nafni. Enginn alþingismaður eða fulltrúi hinna pólitísku flokka á lengur sæti í stjórnum heilbrigðisstofnananna, enda hafa þær vikið fyrir hinum svonefndu framkvæmdastjórnum á hverjum stað. Full trúar starfs- manna og sveitarfélaga hafa heldur ekki lengur beinan aðgang að stjórnun stofnan anna. Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi. Raddirnar eru þagnaðar ➜ Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi. HEILBRIGÐIS- MÁL Ingimar Einarsson félags- og stjórn- málafræðingur Sjáðu Steingrím Inga segja frá E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 18 1 Vertu í sterkara sambandi með Snjallpakka! Snjallpakkinn er frábær áskriftarleið þar sem þú færð SMS, gagna magn og innifaldar mínútur sem gilda í farsíma og heimasíma óháð kerfi. Með Snjallpakka og Núllinu talar fjölskyldan saman fyrir 0 kr. þótt mínúturnar séu búnar. 300 mín. | 300 SMS | 300 MB SNJALLPAKKI SNJALLPAKKI 3.490 kr./mán. 300 500 mín. | 500 SMS | 500 MB 4.990 kr./mán. 500 7.990 kr./mán. 1000 1500 10.990 kr./mán. SNJALLPAKKI SNJALLPAKKI 1000 mín. | 1000 SMS | 1000 MB 3G aukakort í 12 mán. 1500 mín. | 1500 SMS | 1500 MB 3G aukakort í 12 mán. Kynntu þér Snjallpakka nánar á siminn.is SUMARGLAÐNINGUR! 3 GB og 3000 SMS á mánuði fylgja öllum Snjallpökkum til 31. ágúst. Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.