Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 36
FÓLK| hún vinnur að verkefni um sjálfsmynd ásamt vinkonu sinni, Hallfríði Þóru. Þess á milli stendur hún í sumarhrein- gerningum á heimilinu. „Ég er reyndar skeptísk á þessa tiltekt þar sem sumar- ið er hvergi sjáanlegt. Kannski ég hætti bara að taka til og fari að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Sara kímin. Þegar kemur að fatakaupum er Sara enginn nýgræðingur, þó þolinmæðin sé ekki alltaf með henni í liði. „Ég heillast mest af mörkuðum og búðum sem selja notuð föt, en ég á það til að kíkja bara hring án þess að versla neitt. Ann- ars versla ég helst í búðum eins og Topshop, H&M og Urban Outfitters.“ Sara segist ekki sjá sérstaklega eftir neinum fatakaupum en segir að hún falli þó stundum í þá gryfju að kaupa föt í útlöndum bara af því þau eru svo ódýr, og nota þau svo aldrei. „Ætli bestu kaupin sem ég hef gert séu ekki regnkápan mín sem ég keypti árið 2006,“ segir Sara. „Hún er sérstaklega hentug hér heima á dögum sem þessum þegar sól, snjór, rigning og rok kíkja öll í heim- sókn á svipuðum tíma.“ Mokkajakkann keypti Sara í Tops- hop árið 2010 en hann hefur ferðast með henni víða. „Ég tók hann með mér til Danmerkur og New York og hann kemur alltaf með mér í útilegur hér heima. Þessi jakki hefur hald- ið á mér hita á strembnum vetrar dögum,“ segir Sara. JAKKAR Í UPP- ÁHALDI „Svarti jakk- inn er sparijakkinn minn, en ég hef mikið dálæti á hönnun Birtu í Júníform,“ segir Sara. Mokkajakkann tekur hún með sér í ferðalög. TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Verslunin E-label selur íslenska hönnun fyrir konur á öllum aldri, en merkið var stofnað árið 2007. Verslunin, sem er í samstarfi við Fashion Academy Reykjavík og Elite model, hefur lengst af verið til húsa að Laugavegi 32 en í síðasta mánuði var önnur verslun opnuð, í Smáralind. Það er fyrsta verslunin sem selur eingöngu íslenska hönnun sem er opnuð í verslunarmiðstöð hér á landi. „Með því vonumst við til að ná til breiðari hóps,“ segir Þórunn Jónsdóttir, sem rekur fyrir- tækið ásamt listræna stjórnandanum Elmu Backman. E-label fötin eru létt og þægileg, tíma- laus og á sanngjörnu verði. Þar fást kjólar sem má nota hversdags en er líka auðvelt að dressa upp með jakka eða skarti. Eins fást leðurjakkar, -buxur og –pils, fínni kjól- ar, mynstraðar buxur og ýmsir fylgihlutir. „Fötin eru hugsuð fyrir konur á frama- braut. Þær þurfa engu að síður að geta sinnt fjölskyldu og börnum, lagst í gólfið með börnunum en mætt á fund korteri seinna. Þess vegna er lögð áhersla á að fötin séu lipur og þægileg,“ lýsir Þórunn. Ungum íslenskum hönnuðum gefst kostur á að vinna undir merkjum E-label. „Við erum ekki með fasta hönnuði í vinnu en kaupum teikningar. Hönnuðir eiga línurnar gjarnan teiknaðar en geta ekki komið þeim í fram- leiðslu. Við viljum gefa þeim tækifæri til þess og vera eins konar stökkpallur. Nú erum við til dæmis að vinna með fatahönnuðinum Hörpu Einars og kemur sumar- og haustlína frá henni í versl- anir okkar í júlí,“ segir Þórunn. Vöru- merkið er í stöðugri þróun og segir Þórunn spennandi tíma fram undan fyrir íslenska hönnuði. STÖKKPALLUR FYRIR HÖNNUÐI E-LABEL KYNNIR Verslunin E-label var opnuð í Smáralind í maí. Hún er fyrsta verslunin sem eingöngu selur íslenska hönnun sem opnuð er í verslunar miðstöð hér á landi. Með því er ætlunin að ná til breiðari hóps. FYRIR KONUR Á FRAMABRAUT Fötin eru létt, þægileg og tímalaus. KYNNING Í SMÁRALIND Í KVÖLD MEÐAN BIRGÐIR ENDAST KAUPAUKI Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook MIKIÐ ÚRVAL AF AÐHALDSFATNAÐI Stærðir 40-56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.