Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 54
6. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 ➜ Sýningunni er skipt í fjórar frásagnir og fjögur tímabil TÓNLIST ★ ★★★★ CAT 192 Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov á lokatónleikum Listahátíðar í Reykjavík ELDBORG, HÖRPU, 2. JÚNÍ Ég bjóst við meiru á loka tónleikum Listahátíðar. Þeir voru haldn- ir í Eldborg Hörpu á sunnudags- kvöldið. Flutt var verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov. Í fréttatilkynningu frá Listahátíð stóð að verkið hefði verið skrif- að fyrir og yrði flutt af „einstöku hljómburðarkerfi Eldborgar“. Ég held að flestir hafi skilið það þannig að verkið ætti að vera leik- ur að hljómburði Eldborgarinnar. Að sjálfur salurinn myndi syngja í mismunandi stillingum. Jú, vissulega voru alls konar hlerar í salnum á hreyfingu megnið af tímanum. Því fylgdi þrusk og suð. En maður fékk aldrei að heyra hvernig breytilegar stillingar á hljómburði salarins virka. Það hefði verið gaman að hlýða á hljóðfæraleik, söng, EITTHVAÐ á meðan verið var að opna og loka hlerunum. Upplifa hvernig hljóm- burðurinn, sem er mjög sveigjan- legur, breytist með mismunandi stillingu. Því var ekki að heilsa, svo ekki er annað hægt að segja en að útkoman hafi verið óttalega til- gangslaus. Bara hurðir að opn- ast og lokast! Það var ekki beint sæmandi Listahátíð, hvað þá sem lokahnykkur hátíðarinnar. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tónverk sem var lítið annað en hljóð í hurðum var ekki beint merkilegur endir Listahátíðar. Antí-klímax á Listahátíð „Þetta er mjög spennandi og í raun- inni ótrúlegt að enginn hafi tekið sig til og samið óperu um þessa konu fyrr,“ segir Þóra Einarsdóttir sópr- ansöngkona, sem fer með hlutverk Ragnheiðar biskupsdóttur í óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar. Óperan, sem nefnist einfaldlega „Ragnheiður“, verður frumflutt í konsertformi í Skálholts- kirkju á þrennum tónleikum í ágúst unduir stjórn Petri Sakari. Verkið byggir á ástar- og örlaga- sögu Ragnheiðar Brynjólfs dóttur í Skálholti, forboðnu ástar sambandi hennar við Daða Halldórsson og deilum hennar við föður sinn, Brynjólf biskup Sveinsson. Einvalalið einsöngvara kemur fram í verkinu auk Þóru; Viðar Gunnarsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Alina Dubik, Bergþór Pálsson, Guðrún Ólafsdóttir, Jóhann Smári Sævars son, Jóhann Kristinsson og Björn Ingiberg Jónsson. Ásamt þeim flytja verkið Kammerkór Suður lands og 50 manna sinfóníu- hljómsveit. Óperan „Ragnheiður“ er án efa eitt metnaðarfyllsta verk sem Gunn- ar Þórðarson hefur tekist á við á sínum ferli. Þóra segir hann vera í essinu sínu. „Þetta er Gunni Þórðar eins og hann gerist bestur. Eins og svo mörg merk tónskáld hefur hann frábæra tilfinningu fyrir laglínu.“ Þeir Gunnar og Friðrik hafa unnið að óperunni í um fjögur ár. Verkið verður flutt 16., 17. og 18. ágúst. Miðasala á Ragnheiði hefst innan tíðar. bergsteinn@frettabladid.is Þóra Einars túlkar Ragnheiði biskups Óperan Ragnheiður eft ir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson frumfl utt í ágúst. RAGNHEIÐUR ÞÓRA EINARSDÓTTIR Fer með hlutverk Ragnheiðar biskupsdóttur í örlagasögu um forboðnar ástir. Yfir tvö hundruð málverk og höggmyndir eftir tæplega 40 listamenn verða til sýnis á sýningunni Íslensk myndlist 1900-1950: Frá landslagi til abstraktlistar, sem hefst á Kjarvalsstöðum á laugardag. Eins og nafnið gefur til kynna er sýn- ingin sögulegt yfirlit íslenskrar mynd- listar frá fyrri hluta tuttugustu aldar. Sýningunni er skipt í fjórar frásagnir og jafn mörg tímabil, þar sem rýnt verð- ur í hvað einkennir íslenska myndlist á hverjum tíma, tengsl þess við alþjóðlega listasögu, íslenskt samfélag og menn- ingu. Mörg verkanna á sýningunni hafa ekki komið fyrir augu almennings um langt ára- bil. Á sýningunni verða verk eftir listamenn á borð við Kjarval, Ásgrím Jónsson, Einar Jónsson, Jón Stefánsson, Nínu Tryggvadótt- ur, Louisu Matthíasdóttur, Þorvald Skúla- son, Svavar Guðnason og Kristján Davíðs- son. Sýningarstjóri er Ólafur Kvaran en hann verður með leiðsögn um sýninguna á sunnu- dag. Sýningin stendur til 22. september. Arfurinn tekinn til kostanna á Kjarvalsstöðum Söguleg yfi rlitssýning á þróun íslenskrar myndlistar á fyrri hluta tuttugustu aldar hjá Listasafni Reykjavíkur. ● Rómantík og róttækni 1900-1930. ● Landslag 1930-1950. ● Maðurinn og umhverfi hans 1930-1950. ● Nýróttækni og upphaf ab- straktlistar 1940-1950. SUMARNÓTT Mynd Jóns Stefánssonar af Lómum við Þjórsá frá 1929. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2013 Fræðsla 20.00 Hafnarborg býður upp á gönguferð um Hellisgerði í fylgd með Steinari Björg- vinssyni skógfræðingi sem segir frá trjám og gróðri í garðinum. Gönguferðin hefst við inngang Hellisgerðis sem snýr að Reykjavíkurvegi og tekur um klukkustund. Fólk er hvatt til að klæða sig eftir veðri. Sýningar 17.00 Opnun sýningarinnar Lýðveldið í strætinu fer fram 6. júní kl. 17. Lista- mennirnir eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Málþing Málstofa um Bláa skjöldinn á Íslandi fer fram fimmtudaginn 6. júní kl. 9 í fyrir- lestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Tónlist 12.00 Hádegistónleikar Alþjóðlegs Orgelsumars í Hallgrímskirkju fara fram á fimmtudag kl. 12. Örn Magnússon spilar á orgel og Marta G. Halldórsdóttir, sópran, koma fram. Aðgangseyrir er kr. 1700. 16.00 Jóhann Helgason kemur fram á tónleikaröð ABC barnahjálpar í lista- og minningamiðstöðinni Líf fyrir líf á Laugavegi 103 (við Hlemm, á móti 10-11). Aðgangur er ókeypis. 20.00 Kór Neskirkju heldur vortónleika í Kristskirkju fimmtudagskvöldið 6. júní kl. 20. Miðaverð er kr. 1000 og fer miðasala fram við inngang. 21.00 Blúsbandið Síðasti séns skemmtir á Café Rosenberg. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.