Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 38
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA4 CFDA-verðlaunahátíðin er einn af hápunkt-um ársins í bandaríska tískuheiminum. Þar koma saman helstu tískuhönnuðir og tískublaðamenn auk einlægs áhugafólks um tísku. Veitt eru verðlaun fyrir framúrskar- andi framlag til bandarískrar tísku í mismunandi flokkum. Til dæmis í flokki hönnunar á kvenfatnaði, karl- mannafatnaði og fylgihlutum. Einn- ig fyrir framlag til blaðamennsku og hugsjónastarf. Þá veitti Hillary Clinton hönnuðinum Oscar de la Renta stofnandaverðlaunin. Eftirsóttustu verðlaunin eru „Hönn- uður ársins í kvenfatn- aði“ en að þessu sinni voru það hönnuðir Proenza Schouler, Lazaro Hernandez og Jack Mc Collough, sem hlutu hnossið. Hér að neðan má sjá hluta af haustlínu þeirra sem sýnd var á tískuvikunni í New York í febrúar. RICCARDO TISCI OG JESSICA CHASTAIN PROENZA SCHOULER HREPPTI VERÐLAUN TÍSKA Hönnuðirnir Proenza Schouler, Lazaro Hernandez og Jack McCollough voru útnefndir hönnuðir ársins á CFDA-verðlaunahátíðinni í New York í vik- unni, fyrir hönnun á kvenfatnaði. HÖNNUÐIR PROENZA SCHOULER Lazaro Hern- andez og Jack McCollough. FRANCISCO COSTA OG LEIKKONANA ROONEY MARA MICHAEL KORS OG FYRIRSÆT- AN KAROLINA KURKOVA LISTAGYÐJUR UPP Á ARMINN Tískuhönnuðir flykktust á CFDA-verðlauna- athöfnina í New York í vikunni. Nokkrir þeirra mættu með uppáhalds músur sínar upp á arminn sem veitt hafa þeim andagift í gegnum tíðina. Gyðjurnar voru að sjálf- sögðu klæddar í klæði eftir hönnuðina sjálfa. ZAC POSEN OG LEIK- KONAN JULIETTE LEWIS Tískuheimurinn hyllir nú framsækna stefnu breska fatarisans Marks & Spencer eftir að hafa fengið smjörþefinn af því sem koma skal í haust- og vetrarfatnaði fyrir tækis- ins. Marks & Spencer hefur strítt við þverrandi hagnað á liðnum árum og hyggst nú sækja fram með meiri gæðum, fágaðri hönnun og auknu úrvali af mikils metnum vörumerkjum í kvenfatnaði. Marks & Spencer verður 130 ára á næsta ári og er umsvifamesti fatasmásali Bretlandseyja, með verslanir víða um heim. Í dag verður obba breskra tískufjölmiðla sýnd dýrðin sem líta mun dagsins ljós í verslunum M&S í júlí en ritstjórar helstu blaða hafa þegar séð flottheit- in og lagt blessun sína yfir þau. Þannig hafa virt dag- blöð á borð við The Times, Daily Mail og Guardian keppst við að hrósa haust- og vetrarlínu Marks & Spencer. Þau segja hana koma ánægjulega á óvart, eiga eftir að sjást á hinum ríku og frægu og að nú sé M&S loksins komið í slaginn aftur. Það verður því spennandi að sjá hverju fram vindur. HÁTÍSKU- BORG Það verður spenn- andi að kíkja við í Marks & Spencer um mitt sumar fyrir ferðalanga til bresku heims- borgarinnar Lundúna og víðar. HEITT HAUST HJÁ M&S Við skutlum Júlíu heim Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Júlíu Save the Children á Íslandi Skipholti 29b • S. 551 0770 15% afsláttur af sumarvörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.