Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 62
6. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 - Lifi› heil www.lyfja.is Kvöldið er okkar Lyfja verður í sólskinsskapi á miðnæturopnun Smáralindar í kvöld og veitir þér sérstakan afslátt. Sérfræðingar okkar kynna þér það nýjasta fyrir húðina, sumarförðunina og heitasta sumarilminn. Opið til miðnættis í Lyfju í Smáralind 20% afsláttur af bætiefnum Sumarilmur og sólarvörn á 25% afslætti Fótavörur og sokkar Nagla- og handmeðferðir Oroblu All Colors 20% afsláttur af úrvalsvörum Paris Jackson, dóttir Michaels Jackson heitins, var lögð inn á sjúkrahús í Los Angeles í gær. Slúðurmiðlar vestanhafs segja ástæðuna vera misheppnaða sjálfsvígstilraun. Hringt var í neyðarlínuna aðfaranótt þriðju- dagsins og talið að um of stóran lyfjaskammt hefði verið að ræða. Aðrir miðlar halda því fram að hún hafi verið með skurði á úln- liðnum. Paris er einungis fimm- tán ára gömul, en hún er fædd árið 1998. Henni og systkinum hennar hefur tekist að halda sér vel frá kastljósi fjölmiðla frá því að faðir þeirra lést árið 2009. Það er þó ljóst að eitthvað er að bjaga stúlk- una og því vonandi að hún nái sér að fullu eftir atvikið. Dóttir Jackson reyndi að fremja sjálfsvíg Paris Jackson er á sjúkrahúsi eft ir misheppnaða sjálfsvígstilraun. LÍÐUR EKKI VEL Paris Jackson, dóttir Michaels Jackson, reyndi að fremja sjálfsvíg í gær. Liam Gallagher hefur lýst yfir áhuga sínum á að koma fram að nýju með Oasis á næsta ári í til- efni tuttugu ára útgáfuafmælis fyrstu plötu sveitarinnar, Defini- tely Maybe. Gallagher, sem syngur nú með hljómsveit sinni Beady Eye, segist í samtali við NME ekki hafa talað við bróður sinn Noel, höfuðpaur Oasis, í langan tíma. Þrátt fyrir það telur Liam að enn eigi eftir að loka Oasis-kaflanum almennilega og segist jafnvel vera reiðubúinn að koma fram með sveitinni án þess að þiggja greiðslu fyrir. Við gætum grafið stríðsöxina fyrir stuttan heiðurshring,“ segir söngvarinn. Liam vill stíga aft ur á svið með Oasis Söngvarinn telur að lokakafl a sveitarinnar vanti. OASIS Tuttugu ára afmæli fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe, er á næsta ári. Victoria Beckham var kosin kona áratugarins í árlegu teiti tímaritsins Glamour á dögun- um. Þessi fyrrverandi Kryddpía mætti í boðið með elsta son sinn, Brooklyn, upp á arminn og þakk- aði honum fallega fyrir að koma með sér. „Takk Brooklyn, best klæddi maðurinn hér í kvöld, fyrir að vera herrann minn.“ Hún sendi að sjálfsögðu einnig eigin- manni sínum, knattspyrnukapp- anum fyrrverandi David Beck- ham, bestu þakkir. Kosin kona áratugarins VEL AÐ TITLINUM KOMIN Victoria Beckham er kona áratugarins sam- kvæmt tímaritinu Glamour. Denzel Washington segist aldrei fara í bíó þar sem hann segir að ágengir ljósmyndarar skemmi upplifunina fyrir honum. „Ég fer ekki í bíó. Þetta verður alveg óþolandi, þar sem maður þarf að fara í ákveðin kvikmynda- hús. Ég fór í bíó í Los Angeles einu sinni og þegar ég kom út stóðu þeir þarna og biðu. Þetta skemmir alveg fyrir,“ sagði stórleikarinn í viðtali við dag- blaðið Metro. Fer aldrei í bíó ÞOLIR EKKI ÁREITNINA Denzel Washington fer ekki í bíó meðal almennings. Leikkonan Angelina Jolie varð 38 ára í gær en unnusti hennar, leikar inn Brad Pitt, ákvað að koma konu sinni á óvart og bauð henni út að borða á mánudaginn. Kvöldverðurinn átti sér stað í borg ástarinnar, París, eftir frumsýningu nýjustu myndar Brads, World War Z. Hjóna leysin snæddu á veitingastaðnum Il Vino og fengu sér allt það besta sem veitingastaðurinn hefur upp á að bjóða og skoluðu því niður með frönsku víni. Brad kemur konu sinni á óvart YFIR SIG ÁSTFANGIN Brad kann enn að gera vel við konu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.