Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 68
6. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 56 BAKÞANKAR Halldór Halldórsson „Ég var tvítug þegar ég fékk fyrsta húðflúrið en ég var ótrúlega heilluð af tattúum og bara tattú-menn- ingunni. Þegar maður var yngri þá var þetta allt svo dularfullt því maður vissi lítið um húðflúr, en mér hefur alltaf fundist þetta vera ótrúlega spennandi,“ segir Linda Mjöll Þorsteinsdóttir. Linda er sú íslenska kona sem hefur flest húðflúr og hún sér um skipulagningu hátíðarinnar Icelandic Tattoo Convention ásamt eiginmanni sínum Össuri Hafþórssyni. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til laugardags í portinu hjá Bar 11, Hverfisgötu 18. Linda Mjöll segir þau hjónin ekki vera húðflúrara þótt þau hafi flúrað hvort annað. „Maður þarf að hafa listina í sér. Þegar ég kynntist manninum mínum fór allt í gang en þá var ég einungis með tvö húðflúr. Ég hef flúrað lítið hjarta á manninn minn og ég ber eig- inhandaráritun hans.“ Aðspurð segist hún ekki geta talið húðflúrin sem hún ber sjálf. „Það eru hreinlega allir útlimir húð- flúraðir á mér. Ég get bara ekki talið þau og segi því alltaf að ég sé með fjögur stykki. Það er einfaldara. Fyrir mér er pínulítill lífsstíll sem fylgir þessu, sem skapar bæði jákvæða og neikvæða athygli en ég finn mest fyrir jákvæðum straumum,“ segir hún glöð í bragði. Icelandic Tattoo Convention leggst vel í hana eins og áður fyrr. „Við verðum með risa veislutjald í port- inu sem er upphitað og kósý. Þetta verður eins og ein stór tattústofa. Það eru átján erlendir húðflúrarar sem mæta og annað áhugafólk um húðflúr og list og það eru allir velkomnir að kíkja við.“ marinmanda@frettabladid.is Getur ekki talið öll tattúin á líkamanum Linda Mjöll Þorsteinsdóttir er sú íslenska kona sem hefur fl est húðfl úr. SKRAUTLEGA HÚÐFLÚRUÐ Annar eigenda Reykjavik Ink, Linda Mjöll. MYND/ARNOLD BJÖRNSSON EIGINHANDARÁRITUN Linda Mjöll er með nafn eigin- mannsins húðflúrað á sig MYND/ARNOLD BJÖRNSSON Húðflúr og líkamsskreytingar hafa fylgt manninum í þúsundir ára. Húðflúrin hafa þjónað ýmsum tilgangi, til dæmis sem stöðutákn, merki um trúarskoðanir eða jafnvel sem verndartákn. Á Íslandi er húðflúrlistin ung en á undanförnum árum hefur hafa æ fleiri látið skreyta sig með húðflúrum. Húðflúr og tilgangur þeirra Blessuð sé minning Hermanns Gunnars sonar. Blessuð sé minning einlægrar lífsgleði, blessaður sé þessi eftirminnilegi hlátur og þetta einstaka bros. Elsku Hemmi Gunn. Hemmi var einn af örfáum Íslendingum sem heilu kynslóðirnar geta talið til „icon-a“ sinna. Hann skipar sér umsvifalaust á bekk með þröngum hópi eftirminnilegustu persónuleika síðari ára. Ég gerði stólpagrín að Ríkissjónvarp-inu fyrir að setja á dagskrá þátt síð- asta vetur sem fjallaði um „Á tali hjá Hemma,“. Á nú að gera þátt um þátt, hugsaði ég, en ákvað að horfa á einn til þess að geta rakkað hann niður á upp- lýstan hátt í vinnunni mánu- daginn eftir. Skemmst er frá því að segja að ég sat límdur við skjáinn næstu föstudaga. Að horfa á brot úr „Á tali hjá Hemma“ er eins og að bruna á hraðlest í gegnum tíðaranda æsku minnar. Þættirnir eru minning um þvílíka tíma. Tíma þar sem púðri og peningum var eytt í sjónvarpsdagskrána, þar sem sjónvarpsmennirnir höfðu yfir sér ævintýralegan blæ og enginn var svo ómerkilegur að ekki var pláss fyrir hann á skjánum. Tímar þar sem við vorum öll hæfilega yfirborðskennd og skemmtilega alþýðleg. Ég fór nokkrum sinnum í viðtal til Hemma á Bylgjunni, þau allra skemmtilegustu sem ég hef tekið þátt í. Bestu umræðurnar fóru þó fram fyrir og eftir upptöku. Þegar Hemmi gaf manni einlæg ráð, um alvöru lífsins. Þar sem hann yfirheyrði mann um líðan foreldra og niðja og sagði manni stórskemmti- legar sögur með milljón persónum sem gerðust úti um allan heim. Einstök upp- lifun með einstökum manni. Það liggur ekki beint við, hjá ungum grínista með kjaft, að mæra Hemma Gunn. En ég get ekki annað. Maður sem kennir fólki að hlæja og brosa er maður sem gerir lífið betra. Ég þykist vita að Hemmi hefur brosað og hlegið allt fram á síðustu mínútu. Að endingu vil ég að þú vitir Hemmi, að það er ekkert stress, bara alls ekki. Gleðin lifir. Vertu bless- aður. Ekkert stress, bara gleði SIGHTSEERS (16) 18:00, 20:00, 22:40 IN MEMORIAM? (L) 18:00 HANNAH ARENDT (12) 17:50 THE HUNT (JAGTEN) (12) 22:00 ON THE ROAD (16) 20:00 DÁVALDURINN (16) 22:20 HANNA ARENDTS I G H T S E E R S JAGTEN ON THE ROAD MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI NEW YORK DAILY NEWS EMPIRE FILM T.V. - BÍÓVEFURINN THE GUARDIAN H.K. - MONITOR T.V. - BÍÓVEFURINN SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS AFTER EARTH KL. 5.45 - 8 - 10.15 12 AFTER EARTH LÚXUS KL. 8 - 10.15 12 EPIC 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L FAST & FURIOUS 6 KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK 3D KL. 8 - 10.45 12 STAR TREK KL. 8 - 10.45 12 THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L AFTER EARTH KL. 6 - 9 12 EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L FAST & FURIOUS 6 KL. 6 - 9 12 THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12 PLACE BEYOND THE PINES KL. 9 12 AFTER EARTH KL. 6 - 8 - 10 12 FAST & THE FURIOUS 6 KL. 8 - 10.20 12 EPIC 2D KL. 6 L AFTER EARTH 5, 8, 10.10 EPIC 3D 4.30 HANGOVER lll 5, 8, 10.10 FAST & FURIOUS 7, 10 EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS VINSÆLASTI GRÍN- ÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA! New York Daily News H.K. - Monitor 5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.