Fréttablaðið - 06.06.2013, Page 38

Fréttablaðið - 06.06.2013, Page 38
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA4 CFDA-verðlaunahátíðin er einn af hápunkt-um ársins í bandaríska tískuheiminum. Þar koma saman helstu tískuhönnuðir og tískublaðamenn auk einlægs áhugafólks um tísku. Veitt eru verðlaun fyrir framúrskar- andi framlag til bandarískrar tísku í mismunandi flokkum. Til dæmis í flokki hönnunar á kvenfatnaði, karl- mannafatnaði og fylgihlutum. Einn- ig fyrir framlag til blaðamennsku og hugsjónastarf. Þá veitti Hillary Clinton hönnuðinum Oscar de la Renta stofnandaverðlaunin. Eftirsóttustu verðlaunin eru „Hönn- uður ársins í kvenfatn- aði“ en að þessu sinni voru það hönnuðir Proenza Schouler, Lazaro Hernandez og Jack Mc Collough, sem hlutu hnossið. Hér að neðan má sjá hluta af haustlínu þeirra sem sýnd var á tískuvikunni í New York í febrúar. RICCARDO TISCI OG JESSICA CHASTAIN PROENZA SCHOULER HREPPTI VERÐLAUN TÍSKA Hönnuðirnir Proenza Schouler, Lazaro Hernandez og Jack McCollough voru útnefndir hönnuðir ársins á CFDA-verðlaunahátíðinni í New York í vik- unni, fyrir hönnun á kvenfatnaði. HÖNNUÐIR PROENZA SCHOULER Lazaro Hern- andez og Jack McCollough. FRANCISCO COSTA OG LEIKKONANA ROONEY MARA MICHAEL KORS OG FYRIRSÆT- AN KAROLINA KURKOVA LISTAGYÐJUR UPP Á ARMINN Tískuhönnuðir flykktust á CFDA-verðlauna- athöfnina í New York í vikunni. Nokkrir þeirra mættu með uppáhalds músur sínar upp á arminn sem veitt hafa þeim andagift í gegnum tíðina. Gyðjurnar voru að sjálf- sögðu klæddar í klæði eftir hönnuðina sjálfa. ZAC POSEN OG LEIK- KONAN JULIETTE LEWIS Tískuheimurinn hyllir nú framsækna stefnu breska fatarisans Marks & Spencer eftir að hafa fengið smjörþefinn af því sem koma skal í haust- og vetrarfatnaði fyrir tækis- ins. Marks & Spencer hefur strítt við þverrandi hagnað á liðnum árum og hyggst nú sækja fram með meiri gæðum, fágaðri hönnun og auknu úrvali af mikils metnum vörumerkjum í kvenfatnaði. Marks & Spencer verður 130 ára á næsta ári og er umsvifamesti fatasmásali Bretlandseyja, með verslanir víða um heim. Í dag verður obba breskra tískufjölmiðla sýnd dýrðin sem líta mun dagsins ljós í verslunum M&S í júlí en ritstjórar helstu blaða hafa þegar séð flottheit- in og lagt blessun sína yfir þau. Þannig hafa virt dag- blöð á borð við The Times, Daily Mail og Guardian keppst við að hrósa haust- og vetrarlínu Marks & Spencer. Þau segja hana koma ánægjulega á óvart, eiga eftir að sjást á hinum ríku og frægu og að nú sé M&S loksins komið í slaginn aftur. Það verður því spennandi að sjá hverju fram vindur. HÁTÍSKU- BORG Það verður spenn- andi að kíkja við í Marks & Spencer um mitt sumar fyrir ferðalanga til bresku heims- borgarinnar Lundúna og víðar. HEITT HAUST HJÁ M&S Við skutlum Júlíu heim Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Júlíu Save the Children á Íslandi Skipholti 29b • S. 551 0770 15% afsláttur af sumarvörum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.