Fréttablaðið - 12.07.2013, Side 10
12. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
150
140
130
120
110
100
90
80
70
60
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
V
ís
it
al
a
Grunnskólastig
Framhaldsskólastig
Háskólastig
Menntamál alls
Heimild: Hagstofa Íslands, Viðskiptaráð
Þróun fjárframlaga á hvern nemanda
EFTIR SKÓLASTIGI
29%
-31%
-16%
6%
VÍSINDI, AP Á sólkerfinu okkar
er hali, rétt eins og á halastjörn-
um og fleiri fyrirbærum í himin-
geimnum. Þetta hafa vísindamenn
hjá bandarísku geimferðastofnun-
inni NASA gengið úr skugga um.
NASA birti á miðvikudaginn
myndir, sem sýna hvernig þessu er
háttað. Myndirnar eru byggðar á
gögnum frá gervihnettinum IBEX,
sem hringsólað hefur umhverfis
jörðina síðan 2008.
Vísindamenn hafa reyndar lengi
talið víst að á sólkerfinu sé hali, en
hafa nú fyrst í höndum gögn til að
sanna það. - gb
Vísindamenn hjá NASA nú fullvissir:
Á sólkerfinu er hali
SÓLKERFIÐ OG HALINN Á þessari nýbirtu mynd frá NASA sést sólkerfið vinstra
megin og halinn mikli. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
AKUREYRI Aðeins einu sinni hefur
mælst meira af frjókornum í loft-
inu á Akureyri en nú og var það í
júlí árið 2005.
Langmest var af birkifrjókorn-
um og síðan grasfræi, þá mæld-
ust einnig furufrjókorn en þó
ekki yfir meðallagi.
Fram undan er aðalfrjótími
grasa og búast má við að hann
nái hámarki í lok júlí og byrjun
ágúst. - mlþ
Gróska í birki á Akureyri:
Frjókorn langt
yfir meðallagi SAMFÉLAGSMÁL „Vogur er rekinn með 150 milljóna króna halla á
ári“, segir Þórarinn Tyrfings-
son, yfirlæknir á Vogi, með-
ferðarstofnun SÁÁ. „Þess vegna
þarf að leita sparnaðar og við
lokum göngudeildinni í Efsta-
leiti og meðferðarheimilinu Vík.
Aðstandendur áfengis- og vímu-
efnasjúklinga lýsa áhyggjum af
sumarlokunum SÁÁ sem standa
til 10. ágúst. Þórarinn segir það
beinlínis skyldu stjórnvalda að
bregðast við. - ósk
Sumarlokanir áhyggjuefni:
Stórtap á Vogi
FRAMKVÆMDIR „Það er verið að beita
okkur ranglæti,“ segir Egill Guð-
mundsson hjá arkitektastofunni
ARKÍS vegna meintra samnings-
brota af hálfu Reykjavíkurborgar.
Arkís og Reykjavíkurborg sömdu
árið 2008 um að Arkís skyldi „full-
hanna grunnskóla við Úlfarsbraut í
Úlfarsárdal,“ eins og segir í samn-
ingnum. Hlé var gert á verkinu
eftir hrun en Arkís var kallað aftur
til síðla árs 2012. Að sögn Egils er
borgin nú að vanefna samninginn.
Reykjavíkurborg hafnar því.
„Það var allt tilbúið fyrir aðalútboð,
það var búið að hanna lóð og gera
yfirlit yfir leiktæki,“ segir Egill.
Tugir milljóna króna hafa þegar
verið greiddar fyrir verkið.
Á forsíðu Fréttablaðsins 4. desemb-
er síðastliðinn sagði að á árinu 2013
yrðu 250 milljónir settar til verk-
efnisins og efnt til hönnunarsam-
keppni. Egill segir þetta fyrstu
upplýsingarnar sem Arkís fékk um
samkeppnina. „Á engu stigi málsins
var samningnum sagt upp né farið í
neitt uppgjör,“ segir hann.
Egill segir arkitektastofuna van-
hæfa til þátttöku í fyrirhugaðri sam-
keppni því hann hafi meðal annars
tekið þátt í undirbúningshópi um
stækkun skólans með sundlaug og
íþróttahúsi og verið viðriðinn allan
undirbúning fyrir hönnunina frá
upphafi. Borgin forðist öll samskipti
vegna málsins. „Við erum ítrekað
búnir að óska eftir fundum með
borginni, án árangurs,“ segir hann.
Dagur B. Eggertsson, formaður
borgarráðs, vill ekki tjá sig um
hvort og þá hvernig samningurinn
við Arkís hafi verið til lykta leiddur.
Í ljósi þess að áformað sé að reisa
sundlaug, íþróttahús og fleira við
skólann þurfi samkvæmt reglum
borgarinnar að efna til útboðsins.
„Þessir arkitektar telja að þeir eigi
að fá að teikna þetta allt saman án
samkeppni eða útboðs. Þeir hafa
fengið töluvert mikið borgað,“ segir
Dagur.
Egill segir að þótt til standi að
byggja fleira en aðeins skólann sé
borgin samningsbundin við teikni-
stofuna um hönnun skólans. Dagur
segir hins vegar „augljóslega um að
ræða allt annað verkefni en áður“
og að ekki verði horfið frá hönn-
unarsamkeppninni sem borgarráð
samþykkti í júní. johannesss@365.is
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 4 61 1099 • www h. eimsferdir.is
B
irt
m
eð
f
m
eð
yr
irv
ar
a
um
p
re
il
nt
vi
llu
r.
lu
r
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
r
sé
r
ré
tt
t
é
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
s
l
á
sl
á
s
lík
u.
í
A
th
.
v
e
að
v
er
ð
g
e
r
b
r
b
tu
r
b
re
ys
t
án
f
á
n
yr
irv
ararar
a.a
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
58
59
3
Frábærar haustferðir fyrir
eldri borgara
Benidorm Tenerife
24. sept. í 3 vikur 30. okt. í 3 vikur
Hotel Melia
Kr. 195.900 - með hálfu fæði.
Netverð á mann í tvíbýli í 24. sept. í 3 vikur.
Hotel Villa Adeje Beach
Kr. 229.900 - allt innifalið.
Netverð á mann í tvíbýli 30. okt. í 3 vikur.
Heimsferðir gerir eldri borgurum frábær tilboð í ferð til Benidorm og Tenerife í haust.
Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í haust á Benidorm eða Tenerife á
ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt dagskrá í boði í fylgd fararstjóra Heimsferða.
Tugmilljóna hönnun
í súginn hjá borginni
Arkitektastofan ARKÍS sakar Reykjavíkurborg um að svíkja samning um hönnun
grunnskóla í Úlfarsárdal. Formaður borgarráðs segir að vegna ákvörðunar um að
bæta íþróttahúsi og sundlaug við skólann verði að efna til hönnunarsamkeppni.
MENNTUN „Til að tryggja verð-
mætasköpun og samkeppnis-
hæft vinnuafl til lengri tíma er
nauðsynlegt að efla háskólastarf
og nýsköpun,“ segir í skoðun Við-
skiptaráðs Íslands sem kom út í
gær.
Auk þess kemur fram að vegna
hagræðingaraðgerða stjórnvalda
síðustu fimmtán ár hafi framlög
á hvern háskólanemanda dreg-
ist saman um 31 prósent á sama
tíma og framlög til hvers grunn-
skólanemanda hafa aukist um 29
prósent.
Ýmsir möguleikar eru fyrir
hendi til frekari hagræðingar í
menntamálum samkvæmt skoð-
uninni. Fækka megi námsárum
í bæði grunn- og framhaldsskól-
um, samræma kostnað á hvern
nemanda í smærri grunnskólum
landsins og endurskoðunar sé
þörf á stoðþjónustu innan grunn-
skólakerfisins.
„Þessar staðreyndir, ásamt
fleiri þáttum sem bent hefur
verið á í umræðu um menntamál
á undanförnum misserum, gefa
til kynna að skynsamlegra væri
að horfa til annarra skólastiga en
háskólans þegar kemur að frek-
ari hagræðingu.“
Viðskiptaráð horfir til ráðstöf-
unar fjármuna innan mennta-
kerfa annarra þróaðra ríkja og
kemur þá í ljós að hún er með
talsvert öðru móti en á Íslandi.
„…Ísland er eina landið innan
OECD sem ver meira af fjár-
magni í hvern grunnskólanema
en háskólanema. OECD-ríki verja
að meðaltali 70 prósent meira
fjármagni í hvern háskólanema
en grunnskólanema, en á Íslandi
kostar hver grunnskólanemi
átta prósentum meira en hver
háskólanemi.“
Í skoðuninni hvetur Viðskipta-
ráð stjórnvöld, sveitarfélög og
aðra hagsmunaaðila til að taka
höndum saman um heildstæða
endurskoðun á menntakerfinu.
- nej
Viðskiptaráð segir að ráðrúm sé til hagræðingar:
Efla þarf háskólastig
Ólík þróun. Síðastliðin 15 ár hafa framlög á hvern grunnskólanema
hækkað um 29 prósent á meðan þau hafa lækkað um 31 prósent á hvern
háskólanema.
EGILL GUÐ-
MUNDSSON Einn
eigenda ARKÍS
segir borgina
sólunda tíma og
fé borgarbúa með
því að nota ekki
teikningar ARKÍS
af Dalskóla í
Úlfarsárdal.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þessir
arkitektar
telja að þeir
eigi að fá að
teikna þetta
allt saman án
samkeppni
eða útboðs
Dagur B. Eggertsson,
formaður borgarráðs.