Fréttablaðið - 12.07.2013, Page 16

Fréttablaðið - 12.07.2013, Page 16
12. júlí 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is F réttablaðið fjallaði í gær um þá staðreynd að engar sér- stakar hæfiskröfur eru gerðar til þeirra sem Alþingi kýs í bankaráð Seðlabanka Íslands. Flestir nýkjörinna bankaráðsmanna uppfylla, alltént við fyrstu sýn, þau hæfisskilyrði sem gerð eru til stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum en á því er undantekning; menntun og reynsla varaþingmannsins Björns Vals Gíslasonar uppfyllir engan veginn þær kröfur. Margir þeirra sem setið hafa í bankaráðinu undanfarin ár hafa heldur ekki uppfyllt slík skilyrði. Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við blaðið að það væri „fullkom- lega eðlilegt“ að þeir sem sætu í bankaráði Seðlabankans uppfylltu sömu kröfur og gerðar væru til þeirra sem sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Ómar sagðist telja að skýringuna á því að ekki væru gerðar sömu kröfur mætti hugsanlega rekja til þess að lögin um Seðla- bankann væru frá 2001, en kröfur til stjórnenda fjármálafyrir- tækja hefðu verið hertar á síðasta kjörtímabili. Þess vegna ætti að stefna að því að gera sams konar kröfur við endurskoðun laga um Seðlabankann, en fram að því ættu alþingismenn að miða við reglur um fjármálafyrirtæki þegar þeir veldu fólk í bankaráðið. Þessar mismunandi kröfur skjóta þó einmitt ekki sízt skökku við vegna þess að síðasta ríkisstjórn beitti sér fyrir breytingu á lögum um Seðlabankann til þess að tryggja faglegri ráðningu bankastjóra hans og taka fyrir ráðningar flokksgæðinga sem höfðu tíðkazt áratugum saman. Þá hefði að sjálfsögðu átt að gera í leiðinni sömu kröfur til stjórnarmanna og gerðar eru í öðrum fjármálastofnunum. Það er ekkert óeðlilegt við að þeir séu flokkspólitískt valdir eins og fulltrúar í öðrum stjórnum sem þingið kýs, en þeir þurfa að hafa hæfni og þekkingu til að sinna þeim störfum sem þeir eru valdir til. Í greinargerð með frumvarpi til laga, sem hertu á hæfis- skilyrðum stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sagði: „Eru lögð til þrengri og skýrari ákvæði um fjárhagsstöðu, menntun, starfsreynslu og starfsferil stjórnarmanna og framkvæmda- stjóra, auk þess sem gert er ráð fyrir að bæði stjórnarmenn sem framkvæmdastjórar fari í sérstakt hæfismat hjá Fjármálaeftir- litinu. Er það m.a. lagt til í tilefni af því að í frumvarpinu er víða að finna ríkari kröfur til stjórnarmanna og að þeir geri sér fulla grein fyrir þeirri persónulegu ábyrgð sem þeir bera á meðan þeir sitja í stjórn.“ Það er meiriháttar þversögn í því fólgin að Alþingi skuli setja slík lög um fjármálafyrirtæki, en láta hjá líða að gera sömu kröfur til þeirra sem það skipar sjálft í bankaráð Seðlabankans. Ekki sízt af því að bankinn fer með mikilvægt eftirlitshlutverk gagnvart fjármálafyrirtækjunum og fjármálamarkaðnum í heild. Það er óhætt að segja að bæði Seðlabankinn og Alþingi yrðu trúverðugri ef þetta misræmi væri lagfært og sömu reglur látnar gilda um Seðlabankann og aðrar fjármálastofnanir. Engar hæfiskröfur til bankaráðsmanna í Seðlabanka: Spurning um trúverðugleika Forseti Íslands skrifaði undir veiðigjalda- lögin, þrátt fyrir 35 þúsund undirskriftir um að gera það ekki. Það er að sjálfsögðu hans ákvörðun og hann ber ábyrgð á henni gagnvart þjóðinni. Það sem vakti athygli mína voru ýmis rök forsetans fyrir því að skrifa undir. Þannig vísaði hann til þess að lítið málþóf hefði verið í þinginu um málið og hafði á orði að stemningin í samfélaginu væri mun rólegri en þegar fjölmiðlalögin voru til umræðu á sínum tíma. Það er nokkuð til í þessu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðust ekki í mál- þóf út af veiðigjöldunum þó andstöðu þeirra væri komið á framfæri með skýr- um hætti. Undirskriftasöfnunin var að frumkvæði tveggja einstaklinga sem mis- bauð frumvarp sjávarútvegsráðherra. Skipulögð félög eða hópar komu þar hvergi nærri. Sjávarútvegsmál hafa verið til umræðu um langt árabil og almenningur hefur upplýsta skoðun á deilumálum um þau. Þetta á ekki síst við um þjóðareign á auð- lindinni og að gjald skuli koma fyrir afnot á henni. Mikil andstaða við frumvarp sjávarútvegsráðherra byggist á réttlætis- kennd, enda misbýður fólki að útgerðinni í landinu skuli réttir um tíu milljarðar á meðan frekari niðurskurður ríkisútgjalda er boðaður. Þó engir væru útifundirnir eða blysfarir á Bessastaði skyldi enginn vanmeta þann kraft sem býr í réttlætis- kennd almennings. Einar Kristinn Guðfinnsson, nýkjörinn forseti Alþingis, hefur varla verið mjög ánægður með ummæli forseta Íslands. Tafir voru engar á afgreiðslu veiðigjalda- frumvarpsins og málið klárað með eðli- legum hætti. Ef marka má rök forsetans þá voru þetta mikil mistök af hálfu stjórn- arandstöðunnar. 35 þúsund undirskriftir, 70% andstaða í skoðanakönnun og mál- efnaleg umræða á Alþingi er greinilega ekki nóg. Forsetinn saknaði málþófsins! Forsætisráðherra kvartaði á dögunum undan loftárásum stjórnarandstöðunnar. Meintar loftárásir voru þó ekki annað en eðlileg gagnrýni Alþingis á frumvörp og tillögur ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ef marka má ummæli forseta Íslands þótti honum lítið til þessara loftárása koma. Ekki einu sinni málþóf í þriðju umræðu um veiðigjaldafrumvarpið! Loftárásir? SJÁVAR- ÚTVEGSMÁL Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona Samfylkingarinnar ➜ Meintar loftárásir voru þó ekki annað en eðlileg gagnrýni Alþingis á frumvörp og tillögur ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ef marka má um- mæli forseta Íslands þótti honum lítið til þessara loftárása koma. Sáttin Forystumönnum í stjórnmálum verður tíðrætt um það þessa dagana að nást þurfi sátt um hitt og þetta. Forsetinn segir að sátt sé nauðsynleg um sjávarútveg- inn. Undir það tekur Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra kallaði í grein í Morgunblaðinu í gær eftir þjóðarsátt um heilbrigðiskerfið. Þetta er jákvætt. Sátt er góð. Um sem flest. Hún er alltént betri en sundurlyndið. Hvernig? Það er hins vegar verra að menn virðast litla hugmynd hafa um það hvernig þessi allsherjarsátt eigi að nást. Sigurður Ingi sagði í Fréttablaðinu í fyrradag að for- senda hennar væri aðallega sú að samfélaginu væri komið betur í skilning um það út á hvað sjávarútvegur gengur. Í sömu andrá og Kristján Þór talar fyrir þjóðarsáttinni segir hann að endur- skipu- leggja þurfi kerfið og byggja það upp á nýjan leik. Gangi stjórnvöldum vel að ná sátt um það. Lægri skattar Kristján segir að sátt þurfi líka að nást um „skynsamlega for- gangsröðun í ríkisfjármálum“, sem þýðir væntanlega að einhvers staðar þurfi að skera meira niður en áður hefur verið talað um til að betur megi hlífa heilbrigðiskerf- inu. Reyndar mætti líka hugsa sér að sjálfstæðis- menn lækkuðu bara skatta aðeins meira en þeir ætluðu að gera. Sam- kvæmt þeirra kenningum ættu tekjur ríkisins að aukast við það. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.