Fréttablaðið - 12.07.2013, Page 22
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Menning. Bóas Kristjánsson. Kúnst og Fegurð. Spjörunum Úr og Helgarmaturinn
2 • LÍFIÐ 12. JÚLÍ 2013
Bragginn var áður kartöflugeymsla fjölskyldunnar.
HVERJIR
HVAR?
Umsjón blaðsins
Marín Manda Magnúsdóttir
marinmanda@frettabladid.is
Umsjón Lífsins á Vísir.is
Ellý Ármanns
elly@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Forsíðumynd
Jónatan Grétarsson
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
Lífið
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
www.visir.is/lifid
Lífi ð
Hamingja, fólk og
annað frábært
E
rna Elínbjörg Skúladóttir er
glaðlynd og ævintýragjörn
kona en hún hefur meðal
annars unnið sem kaffi-
barþjónn í Kólumbíu. Fyrir
tveimur árum útskrifaðist hún
með BA-gráðu í keramikgerð með
áherslu á myndlist. Nú stundar hún
mastersnám í myndlist í Noregi en
yfir sumartímann ræktar hún fjöl-
skylduna á Íslandi og býr til postu-
lín og kaffi í faldri perlu rétt fyrir
utan Flúðir sem heitir Bragginn.
„Þetta var sameiginleg hugmynd
hjá fjölskyldunni að það væri hægt
að nýta þetta húsnæði, gera það upp
og nota það sem til væri. Þetta var
kartöflugeymsla áður fyrr sem afi
minn byggði fyrir 40 árum. Hann
keypti gamlan herbragga og byggði
hann inn í hólinn og nú rekum við
kaffihús og vinnustofu þar,“ segir
Erna Elínbjörg Skúladóttir.
Fyrir tólf árum hætti fjölskyld-
an í Birtingaholti kartöflurækt og
leigði út landið undir kornrækt að
fleira. Í dag reka mæðgurnar Lára
Hildur Þórsdóttir, Ásthildur Skúla-
dóttir og Erna Elínbjörg Skúladótt-
ir kaffihúsið saman og eru hráefn-
in að mestu leyti fengin úr sveitinni
um kring. Að öðru leyti eru keypt-
ar inn lífrænar vörur. Erna Elín-
björg segir að það geti verið erfitt
að fá almennilegan kaffibolla úti
á landsbyggðinni og því sé kaffið
fengið beint frá bónda í Kólumbíu.
Innan um kaffiilminn og hráfæð-
iskökurnar í Bragganum er unnið
að postulíni sem stillt er upp eins
og litlu ævintýri. „Ég fann þenn-
an litla karl á markaði í Dan-
mörku og fannst svo sjarmerandi
að setja þennan kúreka með fín-
legu postulíni. Ég hef verið að nota
gömul leikföng í myndlistina og
mér finnst skemmtilegt að blanda
saman sögum og ævintýrum. Ég vil
helst nota framandi hluti og setja
saman með gömlum nostalgísk-
um hlutum,“ segir Erna Elínbjörg
Skúladóttir.
FÓLKIÐ
Í BRAGGANUM
Mæðgurnar frá Birtingaholti reka huggulegt kaffi hús og leir-
vinnustofu í gömlum bragga frá stríðsárunum
Erna Elínbjörg
Skúladóttir lista-
kona hefur úbúið
öskjur fyrir leir-
munina úr kart-
öflupokum
Litlir og ævintýralegir karlar eru mikið notaðir í listsköpunni hjá Ernu Elínbjörgu. FRÉTTABLAÐIÐ/MARÍN MANDA
Svanabollar fást í ýmsum fallegum jarðlitum.
Bragginn er falin perla sem sést örlítið í frá veginum.
Í vikunni sem leið sást til Jóns Gnarr
borgarstjóra á sirkussýningu Burnt Out
Punks ásamt eiginkonu sinni og syni en
hann fékk heiðurssæti fremst við sviðið.
Síðastliðna helgi var einnig haldin tón-
listarhátíð á Rauðasandi þar sem ýmsir
tónlistarmenn voru áberandi en má
þar nefna Unnstein Manúel úr
Retro Stefson. Hannes Jón Jóns-
son, atvinnumaður í handbolta,
gekk í það heilaga með Hörpu
Jóhannsdóttur en brúðkaupið mun
hafa verið tveggja daga veisla þar
sem margir þekktir landsliðs-
menn skáluðu fyrir brúðhjón-
unum en þar á meðal var
fyrrverandi landsliðsmaður,
Markús Máni Mikaelsson.
Spektro
fjölvítamínið fyrir alla
Öll þurfum við vítamín og steinefni
sérstaklega þegar ekki er passað
að borða rétt. Á sumrin gleymum
við oft að taka vítamínin sem er
miður, því það er ekki síst þá sem
fólk borðar óreglulega og leyfir
sér meira í mat og drykk. Spektro
er einstök fjölvítamín blanda frá
Solaray sem inniheldur öll helstu
vítmín og steinefni sem við þurfum
á að halda. einning jurtir og ensím
sem gefa okkur orku, bæta úthre-
insun og halda meltingunni góðri.
Spektro er sérstaklega samansett
til að halda jafnvægi á vítmínum,
steinefnum og jurtum, og að þessi
hráefni vinni hárrétt saman. Hylkið
leysist upp á 20 mínútum svo
upptaka líkamans á bætiefnunum
er hröð. Spektro fjölvítamín er þar
að auki laust við laktósa, sykur,
glúten, soja og tilbúin aukefni.
Spektro hentar því einstaklega vel
þeim sem eru með ofnæmi. Spektro
er framleitt í gæða vottuðum
verksmiðjum, undir ströngum GMP
stöðlum.
Solaray bætiefnin fást aðeins í
apótekum og heilsuvöruverslunum.