Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.07.2013, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 12.07.2013, Qupperneq 26
FRÉTTABLAÐIÐ Kúnst og fegurð. Spjörunum úr og Helgarmaturinn 6 • LÍFIÐ 12. JÚLÍ 2013 Teikningar Helenu Reynisdóttur hafa vakið mikla athygli og hún er nánast í fullu starfi við að teikna eftir pöntunum. Ég hef deilt myndunum mínum á Insta- gram og það hafa ótrúlega marg- ir listamenn deilt þeim og like-að. AUGLÝSING: EXTENT KYNNIR H elena Reynisdóttir er 19 ára listakona sem hefur fengið mikla athygli fyrir einstaklega nákvæmar portrait-mynd- ir af fólki. Aðeins 17 ára gömul hélt hún sína fyrstu sýningu en þá teiknaði hún andlitsmyndir af þekktum íslenskum leik- urum. Síðan þá hefur hún haldið sýningar á hverju ári og nú síðast rannsakaði hún vatn og vatnsglös sem hún teiknaði upp og hélt sýningu í Energia í Smáralind. Sýningin fékk góðar undirtektir og verkin seldust vel. Helena segir að það krefjist mikillar undirbúnings- vinnu að setja upp sýningu og því sé kominn tími á örlitla pásu frá sýn- ingarhaldi. Helena stundar nám við FG á listabraut en listin er í blóð- inu því móðir hennar er myndlistarkennari og hefur því verið henni til halds og trausts í sköpuninni. „Ég mála mikið eftir pöntunum í dag en þetta er eins og önnur vinnan mín því það er búið að vera rosalega mikið að gera. Svo er ég búin að vera deila myndunum mínum á Insta- gram og það hafa ótrúlega margir listamenn séð þær, deilt þeim og like-að,“ segir Helena Reynisdóttir. KÚNST TEIKNAR FRÆGA FÓLKIÐ Helena Reynisdóttir er hæfi leikarík listakona sem hefur vakið áhuga annarra listamanna á Instagram Helena Reynisdóttir á framtíðina fyrir sér sem listakona enda einungis 19 ára. Uppáhalds Guðlaug Elísa Einarsdóttir eigandi verslunarinnar Suzie Q „Ilmvatnið heitir Mûre et Musc og er frá L’Artisan Parfumeur. Ilminn fékk ég í Aurum og þetta var ást við fyrstu sýn. Ilmurinn er blanda af „musk“ og bróm- berjum og var þróaður árið 1978 og hefur haldist óbreyttur síðan. Ég hef alltaf heillast af „musk“ og þessi blanda er fullkomin því hún er ekki of þung og hentar því við öll tæki- færi. Mjög hlýr og kynþokkafull- ur ilmur enda hefur „musk“ lengi verið þekkt fyrir að hafa aðlaðandi áhrif. Ég hvet allar konur til að kynna sér ilmtegundirnar frá þessu dásamlega franska merki.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður Heimdallar „Uppáhalds sumarilmvatnið mitt er Daisy frá Marc Jacobs. Það hefur svona léttan blóma- ilm sem mér finnst einmitt mjög sumarlegur. Það er svo ljúft og í miklu uppáhaldi því að móðir mín heitin átti það og það minnir mig á hana, ég er enn með hennar flösku, en mun alveg pottþétt kaupa það aftur þegar hún loksins klárast.“ KONUR ILMA AÐ BAKI UPPÁHALDS ILMINUM BÝR OFTAST EINHVER SAGA Lyprinol hefur undraverð áhrif á liðverki og astma. Fæðubótarefn- ið, sem er unnið úr nýsjálenskum kræklingum, inniheldur andoxun- arefni, Omega-3 fitusýrur, OTA (octadectetraenoic acid), ETA (eiocosatetraenoic acid) og DHA (docosahexaenoic acid). „Í Lyprinol eru 92 gerðir fitu- sýra. Til samanburðar má nefna að í fiskiolíu eru þær fimm til sjö,“ segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir hjá heildsölunni Extent ehf., sem flyt- ur efnið inn og bendir á nýlega rannsókn sem framkvæmd var í Póllandi. Hún sýndi fram á að Lyprinol hefur mun betri áhrif á liðagigt en fiskiolía. Fimmtíu liða- gigtarsjúklingum var skipt í tvo hópa. Annar tók inn Lyprinol og hinn fiskiolíu í tólf vikur. Lyprinol dró úr sjúkdómseinkennum gigt- ar um allt að 89%. Sjúklingarn- ir sem tóku inn fiskiolíuna fundu hins vegar lítinn mun. Þá hefur verið sýnt fram á að efnið minnki áreynsluastma og hefur það meðal annars reynst hlaupurum vel. Rannsókn sem gerð var á Nýja-Sjálandi í fyrra gefur sömuleiðis til kynna að efnið hafi góð áhrif á börn með astma og dró verulega úr sjúkrahúsinn- lögnum þeirra sem tóku Lyprinol auk þess sem þau gátu minnkað við sig astmalyfin. Ingibjörg hefur sjálf góða reynslu af Lyprinol. „Ég kynntist Lyprinol þegar ég vann við um- önnunarstörf í Noregi árið 1996. Ég var að annast gigtveika konu og var mjög slæm í mjöðmunum. Ég skreiddist upp í rúm eftir vinnu og þá benti hún mér á Lyprinol sem hafði reynst henni vel. Ég tók það inn í nokkra mánuði og verk- irnir hurfu,“ lýsir Ingibjörg. Eftir að hún flutti aftur til Íslands vonað- ist hún eftir því að einhver myndi hefja innflutning fæðubótarefnis- ins, en það er útbreitt í Bandaríkj- unum og víða í Evrópu. „Þegar ég sá að lítil hreyfing var á því ákvað ég að hefja innflutning sjálf.“ Enn sem komið er fæst efnið aðeins á www.lyprinol.is. „Þetta er tiltölulega dýrt efni en með því að selja það milliliðalaust næ ég að halda verðinu niðri.“ Á síð- unni er að finna frekari fróðleik um efnið. VIRKAR VEL Á GIGT OG ASTMA Lyprinol er fæðubótarefni, unnið úr nýsjálenskum kræklingum. Það inniheldur fjölda fitusýra og þykir afar áhrifaríkt. Sýnt hefur verið fram á að efnið hafi bólgueyðandi áhrif og virki vel á liðagigt, slitgigt og astma. Lyprinol hefur bólgueyðandi áhrif og virkar meðal annars á slitgigt, astma, stirð- leika, berkjukrampa, vöðvaþreytu og auma og stífa liði. MYND/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.