Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.07.2013, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 12.07.2013, Qupperneq 28
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn. HELGAR MATURINN SUMARLEGT LAKKRÍSLAMB Sandra Björg Gunnars- dóttir viðskiptafræði- nemi og þjónn á Tilver- unni er mikill sælkeri og elskar að búa til góðan mat. Hún deilir hér með Lífi nu skemmti- legri uppskrift að lakkrís- lambi. Fyrir 6 manns: 900 g lambafilet með fitunni Lakkríssalt frá Saltverk Grófmalaður pipar sólblómaolía Sumarsalat: Klettasalat eða annað bragð- gott kál 1 lítil askja jarðarber ¼ melóna, gul eða rauð Kartöflusalat: 6 stórar kartöflur ½ rauð paprika 1 klípa fersk basilika ½ tsk. grófmalað salt 10% sýrður rjómi Dressing: ½ gúrka Safi úr ¼ sítrónu Smá sýrður rjómi Eftir að hafa skellt kartöflunum í pott (láta sjóða í um 40 mín.) byrjaði ég á að skera þvert í fit- una á lambinu og nudda það með 3-4 tsk. af lakkríssalti og skvettu af sólblómaolíu. Ofninn stilli ég á 200°C. Ég vil líka benda á að nota ekki ólívuolíu því hún brennur við mun minni hita en sólblómaolía. Ég blandaði saman gúrku, sýrðum rjóma og sítrónusafa með töfrasprot- anum þar til allt var orðið vel mauk- að. Því næst skar ég niður soðnar kartöflur, saxaða basiliku og papr- iku. Öllu var blandað saman með sýrða rjómanum og smá salti. Skellti því svo í kæli. Lambið var piprað og steikt við full- an hita í 2-3 mín. á hvorri hlið á pönnu(fituna niður) og sett svo í ofn í eldfast mót. Lambið má svo vera í 8-15 mín. í ofninum. Hvern faðmaðir þú síð- ast? Eiginkonu mína rétt áður en ég steig upp í rútu með blikaliðinu þar sem haldið er til Andorra (ég er mikill faðmari). En kysstir? Sömuleiðis eiginkonu mína, Hildi Einarsdóttur. Ég fékk langan og góðan. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Vinir mínir og fjölskylda vita að mér þykir óþægilegt að láta koma mér á óvart. Þannig að það er lítið um það og svo langt síðan að ég man það ekki. Hvaða galla í eigin fari ertu búinn að umbera allt of lengi? Ég hef fullt af göllum, en sá stærsti má ekki líta dagsins ljós hér. Ertu hörundssár? Nei, ekki lengur. Var mjög hör- undssár þegar ég var yngri. Dansarðu þegar eng- inn sér til? Alls ekki. Dans er er stórlega ofmetið fyrir- bæri. Konan reynir að draga mig út á gólfið stund- um. En nei, ég dansa helst aldrei. Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvern- ig? Síðast þegar ég dans- aði í vetur. Hringirðu stundum í vælubílinn? Aldrei. Stað- fastur í að væla ekki. Tekurðu strætó? Nei. Hef ekki notað strætó síðan ég fór með bakpoka í bæinn sem unglingur. Hvað eyðirðu mikl- um tíma á Facebook á dag? Sennilega 30 mínút- um að meðaltali sem er allt- of mikið. Fæ alltaf samvisku- bit ef ég er lengur en hálf- tíma í senn. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heils- arðu þeim? Fer eftir hvort ég þekki þá persónulega. Annars fer ég ekki hjá mér við neitt nema þegar ég dansa. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Tja – ég hlusta mikið á Michael Buble og finnst líka Nosa-lagið gott. Er annars grjótharður rokk- ari. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Drekka áfengi. Drekk ekki áfengi og finnst ekki líklegt að byrja á því um helgina. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson ALDUR: 37 STARF: Knattspyrnumaður, þjálfari og nemi. ...SPJÖ RU N U M Ú R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.