Fréttablaðið - 12.07.2013, Síða 40

Fréttablaðið - 12.07.2013, Síða 40
12. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 BAKÞANKAR Kolbeins Tuma Daðasonar Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræð- ingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. Svarið vita þau jafn vel og ég. EFTIR fimm ára háskólanám á sviði verkfræði og þrjú ár í starfi á ljóm- andi fínum verkfræðistofum hér heima og vestanhafs langaði mig að prófa eitthvað annað. Reynd- ar ekki bara eitthvað annað. Mig langaði að vinna við eitthvað sem ég hefði raunverulegan áhuga á. FRÁ því ég man eftir mér voru íþróttafréttir, hvort sem var á prenti, í útvarpi eða sjónvarpi, það eina sem hélt athygli minni þegar kom að frétt- um. Og gott betur. Þeim mátti ekki missa af. Ég var því nokkuð viss um að mér myndi líða vel í starfi þess sem fréttirnar flytur. LAUNIN eru vissulega lægri en, eins og hjá von- andi flestum sem byggja þetta land, duga þau fyrir því sem skipt- ir máli. „Þú verður aldrei ríkur,“ sagði einn við mig, sem er kórrétt. Landsliðs- konur Íslands í knattspyrnu, sem spila sem atvinnumenn erlendis, verða ekki ríkar af því. Þær eiga í sig og á, vinna við garðyrkju eða stunda fjarnám með- fram aðalvinnunni. Vinnan finnst þeim nógu skemmtileg til að leggja drauminn um einbýlishús á Arnarnesinu á hilluna. Í ÁTTA klukkustundir á dag, sem verða oftar en ekki að níu eða tíu, ýmist á dag- inn eða kvöldin og reglulega um helgar, hef ég gaman af því sem ég er að gera. Ég er hættur að bíða eftir föstudög- unum og mæti spenntur í vinnuna þar sem hver dagur er skemmtilegri en sá á undan. Allt í lagi, kannski ekki alveg, en í það minnsta ólíkur þeim á undan. 56.400 klukkustundir, átta klukku- stunda vinnudagur í 47 vikur yfir þrjá- tíu ár, er langur tími. Það er kannski ekki svo óskiljanlegt að maður vilji verja slíkum tíma við að gera eitthvað sem manni finnst skemmtilegt. Reyndar er ég aðeins búinn með um 2.000 klukku- stundir eða um þrjú prósent af áður áætluðum heildartíma en enn sem komið er ég ánægður. Aðrir mega vera ríkir. Hvers virði eru launin Falleg á frumsýningu Fyrsti þáttur úr annarri þáttaröð af The Newsroom var frumsýndur í Hollywood á miðvikudaginn. Aðal- leikarar þáttanna voru að sjálfsögðu allir viðstaddir frumsýninguna en fyrsta þáttaröðin hlaut tvær tilnefn ingar til Golden Globe-verðlauna í janúar. Í SÍNU FÍN- ASTA PÚSSI Jeff Daniels leikur frétta- snápinn Will McAvoy í þáttunum, en Daniels var glæsi legur í bláum jakka- fötum og með ljósblátt bindi. FALLEG LEIK- KONA Olivia Munn þykir ein glæsilegasta konan í Hollywood um þessar mundir. Hún var smart í svörtum kjól. HRESS PATEL Dev Patel, sem margir muna eflaust eftir úr kvikmyndinni Slumdog Millionaire, var einstaklega töff. LÉTT OG LÁTLAUST Constance Zimmer var falleg í látlausum kjól á rauða dreglinum. EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI EMPIRE H.S.S. - MBL DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS WORLD WAR Z 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 WORLD WAR Z 3D LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THE HEAT KL. 5.30 -8 -10.30 12 THIS IS THE END KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 THE LONE RANGER KL. 5 - 8 12 WHITE HOUSE DOWN KL. 11 16 EPIC 2D Í SL.TAL KL. 3.20 L EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.20 L THE HEAT KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THIS IS THE END KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 WHITE HOUSE DOWN KL. 8 - 10.50 16 THE PURGE KL. 10.35 16 THE INTERNSHIP KL. 5.25 - 8 7 EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L THE HEAT KL. 5.40 - 8 - 10.10 12 THIS IS THE END KL. 5.40 16 WHITE HOUSE DOWN KL. 8 - 10.10 16 D.M.S, MBL T.V., S&H S.G.S., MBL Miðasala á: og

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.